Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Page 47
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
fíkniefnum inn í landið eftir nýstár-
legum leiðum; „póstmálið“ svokall-
aða, þar sem hald var lagt á amfeta-
mín sem hefði vigtað um 100 kg á
götunni; efnaverksmiðjuna sem tveir
kunnir brotamenn voru að setja á
laggirnar hérlendis og tilkomu mót-
orhjólagengjanna.
Allt ber þetta að sama brunni:
Skipulagðir glæpamenn ætla sér
stærri hluti en áður.
Það er líka áhyggjuefni að ís-
lenski fíkniefnamarkaðurinn þykir
fljótur að jafna sig eftir aðgerðir
lögreglu. Sé einn hópur fíkniefna-
sölumanna laskaður eða jafnvel upp-
rættur tekur bara annar við, jafn-
harðan. Hvorki framboð né aðgengi
að efnum virðist minnka að neinu
gagni.
Kannabis á hverju strái
Einn viðmælenda blaðsins orðar það
svo að íslenskur fíkniefnamarkaður
sé „eins og botnlaus hít“. Menn geti
allt eins barist við vindmyllur eins
og farið út að haldleggja efni.
Algengustu efnin hérlendis um
þessar mundir eru amfetamín og
kannabis, þá munu kókaín og e-
pillur aftur vera að sækja í sig
veðrið en þau efni hurfu svo að
segja af markaði eftir efnahags-
hrunið.
Langt er síðan kannabis-
markaðurinn hér heima varð sjálf-
um sér nægur. Menn eru löngu
hættir að flytja inn slík efni. Rækt-
unarstaðir spretta upp eins og gor-
kúlur og lögregla hefur ekki undan
að finna þá og loka. Heimild-
armaður blaðsins segir „svakalegt
magn“ í umferð.
Algengt er orðið að höfuðpaurar
fái aðra, ekki síst skuldunauta, til
að rækta fyrir sig og feli slóð sína
vandlega.
Ýmsir kenna skaðleysisáróðri að
hluta til um þessa þróun, hann sé
stórhættulegur. Fólk ánetjist
kannabisefnum mun hraðar en
áfengi og halda verði þeim frá ung-
mennum. „Skilaboð sem send eru
um þessi mál eru að okkar mati
Morgunblaðið/hag
Tollgæslan lagði hald á samtals 140 vopn af ýmsum tegundum á árinu 2012. Langflest þeirra voru tekin á Keflavík-
urflugvelli, eða 100 stykki. Til viðbótar var lagt hald á 36 stykki í Reykjavík og fjögur á Seyðisfirði. Eru þetta umtalsvert
fleiri vopn heldur en á árunum 2010 og 2011, en færri en árið 2009.