Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Síða 53
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53
Dagskrá hinnar vinsælu
Ljósanætur í Keflavík nær
hámarki á laugardag. Ætti
enginn að vera svikinn af
heimsókn þangað, að skoða sýningar
eða hlusta á tónlist, t.d. Dr. Gunna
eða Ásgeir Trausta.
2
Leiksýningunni Englum al-
heimsins var afar vel tekið á
síðasta leikári í Þjóðleikhús-
inu. Sýningar eru nú hafnar
að nýju og segja rýnar að um sé að
ræða sýningu sem áhugafólk um leik-
hús megi ekki missa af. „… frábært
nýtt leikverk,“ skrifaði rýnir Morg-
unblaðsins og gefur fimm stjörnur.
4
Ragnar Þórisson sýnir
þessa dagana í Kling & bang,
Hverfisgötu 42. Ragnar er eft-
irtektarverður málari sem
áhugafólk um myndlist ætti að kynna
sér. Verkin byggjast á dempaðri litapal-
lettu og sýna óræðar mannsmyndir.
5
Á sunnudaginn kl. 14 býður
Ilmur Stefánsdóttir
myndlistarkona börnum upp
á spennandi leiðangur um
sýninguna „Vísar – húsin í húsinu“
sem nú stendur yfir í Hafnarborg.
Ilmur mun spinna ýmiss konar leiki
með þeim út frá verkum listamann-
anna, en flest verkin eru einhvers
konar hús eða vísar að húsum.
3
Undir hatti „Meistarahanda“ í
Ásmundarsafni, í tilefni þess
að 120 ár eru liðin frá fæðingu
Ásmundar Sveinssonar,
mun Guðrún Erla Geirsdóttir,
GERLA, fjalla um konur í verkum Ás-
mundar á sunnudag kl. 15.
MÆLT MEÐ
1
Anthony J. Hardy hefur safnað allra-handa list gegnum árin en það varekki fyrr en á síðustu árum sem
hann hóf að safna íslenskri myndlist,“ segir
Jóhann Ágúst Hansen. Hann er annar sýn-
ingarstjóra sýningar á rúmlega 80 verkum
eftir íslenska myndlistarmenn sem verður
opnuð í The University Museum and Art
Gallery í Hong Kong á þriðjudaginn kemur,
10. september. Verkin eru öll í eigu safn-
arans Anthonys J. Hardys, sem Jóhann, sem
er eigandi og framkvæmdastjóri Gallerís
Foldar, hefur haft góð kynni af.
Hardy hefur haft talsverð tengsl við Ís-
land, var heiðurskonsúll okkar í Hong Kong
um nær þriggja áratuga skeið og þá tengist
margt í listsöfnun hans hafinu, en hann er
stjórnarformaður sjóminjasafnsins í heima-
borg sinni. „Hann hefur í raun komið upp
þessu sjóminjasafni í fimmtán sýning-
arsölum,“ segir Jóhann. „Hann byrjaði að
kaupa íslenska myndlist fyrir nokkrum ár-
um, fyrst á uppboðum í Danmörku. Fyrsta
verkið var eftir Brynjólf Þórðarson, en síðan
tók hann að kaupa hjá okkur í Gallerí Fold,
og hefur á síðustu árum komið sér upp mjög
myndarlegu íslensku listaverkasafni, líklega
einhverju því myndarlegasta í einkaeigu utan
Íslands. Í því eru ýmsar perlur og skemmti-
leg verk eftir flestalla helstu íslensku lista-
mennina á 20. öld. Helst vantar þá sem hafa
starfað á síðustu árum.“
Jóhann segir Hardy hafa gengið markvisst
til verks við söfnunina. „Hann hefur safnað
út frá því að geta sýnt íslenska listasögu,
næstum því í tímaröð. Safnið hans telur í
dag um 200 íslensk listaverk.“
Jóhann var fenginn til að vera annar sýn-
ingarstjórinn og mun halda erindi í salnum
eftir opnunina, um íslenska myndlist.
Sýningin er kölluð „Ingenious Iceland:
Twentieth-Century Icelandic Paintings from
the Anthony J. Hardy Collection“ og er elsta
verkið eftir Þórarin B. Þorláksson en meðal
þeirra nýjustu eru verk eftir Karólínu Lár-
usdóttur, Braga Ásgeirsson, Harald Bilson
og Hall Karl Hinriksson.
„Meðal lykilverkanna er stórt málverk eft-
ir Gunnlaug Scheving af sjómönnum, sem við
seldum í desember í fyrra á um tíu milljónir.
Þá eru þarna fín verk eftir Gunnlaug Blön-
dal, Kjarval, Jóhann Briem, og listinn er
langur,“ segir Jóhann. „Gestir á sýningunni
geta því rakið sig eftir sögu íslenskrar
myndlistar.“
Samhliða sýningunni verður gefin út bók
um hana með formálsorðum Ólafs Ragnars
Grímssonar forseta. Gunnar Bragi Sveinsson
utanríkisráðherra ritar einnig formála. Þá
skrifar Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur
um verkin á sýningunni. efi@mbl.is
RÚMLEGA ÁTTATÍU ÍSLENSK MYNDVERK Í EIGU ANTHONYS J. HARDYS SÝND Í HONG KONG
Gestir kynnast íslenskri listasögu
ANTHONY J. HARDY HEFUR SAFN-
AÐ ÍSLENSKUM LISTAVERKUM Í
NOKKUR ÁR OG NÚ ER ÚRVAL
VERKANNA SÝNT.
Anthony Hardy hefur komið sér upp vönduðu
safni íslenskra verka og sýnir í Hong Kong.
ir hann um þykkt prentuð verkin. „Það var
auðvelt að taka þetta skref í prentun verk-
anna, því Dieter Roth var þegar búinn að
taka þau …
Á þessum tíma var ég í miklum vafa um
hvað ég ætti að gera í listinni. Ég sá enga
möguleika á að halda áfram með fléttuverkin
og svo var póstmódernisminn að koma fram
og fór í taugarnar á mér. Ég fór svo að gera
bókverk með grínmyndum út frá póstmódern-
ískum skúlptúr og ákvað í framhaldinu að
vinna úr frá verkum Einars. Mér hafði þótt
þau heillandi alveg frá því ég sá þau fyrst. Ég
var alinn upp við að allt sem væri í germ-
önskum stíl væri nasískt og ég þurfti að skilja
að hér höfðu þessir hlutir þróast á allt annan
hátt en hjá Þjóðverjum; hér hafði þessi menn-
ing aldrei hörfað meðan nasistar fóru að rifja
þetta upp og hengdu við sig.“
Árið 2008 var yfirlitssýning á verkum Kees
í Matisse-safninu í Frakklandi. Þá var rætt
um að sýningin kæmi í kjölfarið í Listasafn
Íslands en um haustið hrundi allt og safninu
var ekki lengur unnt að flytja sýninguna inn.
„Við þurftum að hugsa þetta upp á nýtt og ár-
ið 2010 var ákveðið að sýna aðeins verk sem
ég hafði gert hér á landi, og tengdust sjálf-
krafa tímanum þegar ég bjó hér. En sýning-
unni var síðan frestað í tvígang og ég hafði
því tíma til að undirbúa hana betur og betur.
Þá tók ég upp samstarf við Crymogeu og
ákveðið var að gefa út bók. Öll þessi töf hefur
því bara gert sýningunni gott,“ segir Kees.
Kees mátar nýlegt málverk á vegg Lista-
safnisns. Það var unnið út frá fléttuverk-
um úr síðum tveggja bóka. „Fyrirmyndin
er bók sem ég fléttaði á Varmalandi á
sínum tíma, 1978, og kallaði Hjónaband
íslensku og hollensku,“ segir hann.
Morgunblaðið/Einar Falur