Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 55
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 „Mín innri kona“ nefnist sýning eftir Dröfn Guðmundsdóttur sem opnuð verð- ur á „Veggnum“ í Galleríi Korpúlfsstöðum í dag kl. 16. Þetta er síðasta sýning Drafn- ar, en hún var langt komin með undirbún- ing hennar, þegar hún féll frá 13. júní sl. Dröfn útskrifaðist frá myndhöggv- araskori MHÍ 1993. Hún rak vinnustofu á Fálkagötu 30b um margra ára skeið og síðustu árin á Korpúlfsstöðum. Hún stofn- aði ásamt öðrum listakonum galleríið Listakot sem starfrækt var um tíma á Laugavegi og síðar var hún einn af stofn- endum Gallerís Korpúlfsstaða. „Dröfn rak eigið fyrirtæki, Íslenska list, utan um lista- verk sín og handverk. Fyrst og fremst er Dröfn kunn fyrir glerverk sín, en hún vann einnig með önnur efni s.s. pappír síðustu ár,“ segir í tilkynningu. Sýn- ingin „Mín innri kona“ verður opin fram í október á sama tíma og Gallerí Korpúlfsstaða, þ.e. fimmtu- og föstudaga kl. 14-18 og laugar- og sunnudaga kl. 12-16. Síðasta myndlistar- sýning listakonunnar Dröfn Guðmundsdóttir Framundan er spennandi veturhjá Útvarpsleikhúsinu ogber þar hæst frumflutning á tíu íslenskum útvarpsleikritum. Þó er ekki síður vert að missa ekki af gömlum perlum frá fyrri árum og áratugum sem verða endurfluttar. „Samsetning á leikári er alltaf vandasöm þannig að við reynum að hafa í huga að við séum með fjöl- breytt og ólík verk þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleikhússins. Hann bætir við að það sé líka mikilvægt að draga eldri verk fram í dagsljósið og fá þannig fram enn meiri fjölbreytileika. „Hvað nýju leikritin varðar höfð- um við það í huga að fá allar kyn- slóðir leikritaskálda og rithöfunda með okkur í lið og það má segja að þarna séu þrjár kynslóðir að skrifa leikrit. Þannig fáum við góða speglun á íslenskum veruleika. Í hópi höfunda eru bæði reynd- ari leikritaskáld og svo rithöfundar sem hafa ekki áður spreytt sig á leikritaforminu. Verkin eru gam- anleikir af öllu tagi sem og drama- tísk verk og fjölmargar tilraunir eru gerðar með form. „Útvarpsleikhúsið er orðið sjálf- stæðari miðill og það hefur verið gefandi samstarfið sem við höfum til dæmis átt við Listahátíð í Reykjavík þar sem við höfum leitað til leikskálda og verk þeirra verið leiklestin á Listahá- tíð. Þannig hefur verið hægt að þróa verkin áður en þau fara í upptökuverið okkar. Þetta tel ég að hafi skilað okkur enn betri vinnu. Handrit að nýjum verkum vetrarins eiga Auður Ava Ólafs- dóttir, Bragi Ólafsson, Steinunn Sigurðardóttir, Kristín Ómars- dóttir, Gunnar Gunnarsson, María Reyndal, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Sigurður Pálsson. Aðspurður hvaða eldri verk ís- lenskir áhorfendur ættu ekki að láta fram hjá sér segir Viðar að þau séu vissulega öll forvitnileg en þó megi sérstaklega nefna K-421 eftir Odd Björnsson sem sé brautryðjandi í að skrifa fyrir útvarpsleikhús. „Svo ég tali nú ekki um skáld eins og Nínu Björk Árnadóttur sem á tvö verk þarna, sem eru algerar perlur.“ Auk þessa verða fluttir stakir þættir og tvær þáttaraðir frá fyrri árum. Meðal verka sem flutt verða í Útvarpsleikhúsinu í vetur verða leikrit Nínu Bjarkar Árnadóttur og Kristínar Ómarsdóttur. Þrjár kyn- slóðir skrifa WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Net fang: baekur@simnet . is Til bókaútgefenda: Bókatíðindi 2013 Skráning nýrra bóka í Bókatíðindi 2013 er hafin. Útgefendur eru hvattir til að skrá bækur sínar sem allra fyrst en lokaskil vegna kynninga og auglýsinga er 18. október. Bókatíðindum verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. Frestur til að tilkynna bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013 er til 10. október nk. www.bokautgafa. is Íslensku bókmenntaverðlaunin Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Heilsu Qigong 5 helstu ástæður þess að iðka qigong Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi í heilsurækt þarsem saman fer qi, sem merkir “lífskraftur”, og gong, sem merkir “nákvæmar æfingar”. 1. Aukin vellíðan og lífsþróttur Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi, jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról. 2. Dregur úr þrálátum sársauka Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt. 3. Betra blóðstreymi Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið súrefnisflæði í líkamanum. 4. Dregur úr spennu Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi. Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð. 5. Byggir upp sjálfsvirðingu Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega. Skráning í síma 553 8282
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.