Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013 BÓK VIKUNNAR Í María heklbók er að finna 25 upp- skriftir eftir Tinnu Þórudóttur Þorvaldar. Bókin er einkar fal- lega úr garði gerð og mun örugglega gleðja hannyrðafólk. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Bókakápur eru sannarlega ekki ætíðlýsandi fyrir innihaldið. Þetta á tildæmis við um kápuna á nýrri skáldsögu Stephens Kings, Joyland, en þar sést rauðhærð skvísa, ansi barbíleg, í greinilegu tilfinningalegu uppnámi. Myndin bendir til að sagan sé fremur ómerkileg, sem er ekki rétt. Þeir sem hafa kynnt sér verk Stephens Kings að ein- hverju ráði vita að þegar hann er í sínu besta formi er hann hinn fín- asti höfundur. Hann er mikill sögumaður, á auðvelt með að skapa spennu og yfirleitt tekst honum að skapa trúverðugar per- sónur. Ekki má svo gleyma því að hann er sérlega flink- ur þegar kemur að því að lýsa sálarlífi barna. Allir þessir eiginleikar end- urspeglast vel í nýrri skáldsögu hans Joyland. Bókin er allt í senn þroskasaga, ástarsaga og morðgáta með hryllings- yfirbragði. Það er góð regla að dæma höfunda út frá bestu bókum þeirra. Samkvæmt þeirri reglu á Stephen King, sem sann- arlega getur verið mistækur, skilið þær miklu vinsældir sem hann nýtur. J.K. Rowling er, eins og King, í hópi vinsælustu rithöfunda heims, en deilt er um gæði bóka hennar og eins og King hefur hún ómaklega verið sögð heldur ómerkilegur höfundur. Nýjasta bók hennar er The Cuckoo’s Calling sem hún skrifaði undir dulnefn- inu Robert Galbraith. Þetta er hin fínasta glæpa- saga með eft- irminnilegum spæjara, Cor- moran Strike, fyrrverandi hermanni í Afg- anistan, sem rannsakar óvænt dauðsfall ungrar fyr- irsætu. Rowling er ekkert að flýta sér fremur en fyrri daginn og tekur sér góðan tíma til að segja söguna. Lausnin er svo hæfilega óvænt og í stíl Agöthu Christie. Vonandi skrifar Rowling fleiri bækur um hinn eftirtektarverða Cormoran Strike. Víst er að sakamálaformið hentar Rowling einkar vel. Stephen King og J.K. Rowling eru ólíkir höfundar en eiga það sameiginlegt að njóta gríðarlegra vinsælda enda kunna þau að skemmta lesendum. Það er ástæða til að mæla með þessum bók- um, sem fást í bókaverslunum hér á landi. Orðanna hljóðan HÖFUND- AR SEM SKEMMTA The Cuckoo’s Calling er sakamálasaga í stíl Agöthu Christie. Stephen King er í fínu formi í Joyland. R osie verkefnið eftir Graeme Simsion er nýkomin út í ís- lenskri þýðingu. Skáldsagan kom út í Ástralíu í byrjun árs og er nýkomin eða væntanleg á rúmlega 30 tungu- málum og hefur vakið mikla athygli. Sony hefur keypt kvikmyndaréttinn og höfundurinn er að skrifa kvik- myndahandritið. Aðalpersóna bókarinnar er Don Tillman sem vill umfram allt kvænast en að sjálfsögðu ekki hvaða konu sem er. Hann útbýr mjög nákvæman spurningalista til að auðvelda sér valið. Rosie verkefnið er fyrsta skáldsaga Simsion. „Mig langaði alltaf til að skrifa skáldsögu en fyrstu tilraunir mínar, þegar ég var rúmlega tvítugur, sannfærðu mig um að ég hefði ekki hæfileika til þess,“ segir hann. „Vitaskuld snúast skriftir ekki bara um hæfileika, það þarf einnig rannsóknir og æfingu, en það vissi ég ekki þá! Ég komst að því rúmlega fertugur að ég hefði einhverja hæfileika til að skrifa handrit og fór á námskeið. Ég ákvað að skrifa sögu um mann í konu- leit og notaði vini sem fyrirmynd að aðalpersónunni. Ég starfaði í upplýsingageiranum og þar hitti ég fjölmarga sem áttu auðveldara með að fást við efnislega hluti og hugmyndir fremur en fólk og til- finningar. Þetta fólk þráði samt tengsl og samskipti jafn heitt og aðr- ir. Eftir að hafa unnið að handritinu í fimm ár áttaði ég mig á því að ég var með efni í gamansama skáldsögu.“ Hin ofurnákvæmi Don Tillman sem er í konuleit er skemmtileg og áhugaverð persóna, en það kann að hvarfla að lesandanum að hann sé með asperger-heilkenni. Hvað segir höfundurinn um það. „Ég er ekki sálfræðingur en þeir sem þekkja til asperger, þar á meðal læknar sem hafa lesið bókina, segja mér að ég þarna hafi ég hitt á réttar nótur,“ segir Simsion. Rosie verkefnið hefur fengið afar góðar viðtökur gagnrýnenda og lesenda. Þegar Simsion er spurður hvort hann hafi skýringar á þess- um miklu vinsældum segir hann: „Þetta er gamansaga og það eru fremur fáar skáldsögur sem eru hreinar gamansögur. Ég get þakkað Don Tillman fyrir það – hann er persóna sem lendir í óvenjulegum aðstæðum sama hvert hann fer. Ég held að það séu manneskjur eins og Don Tillman í mörgum fjölskyldum og við hin höfum áhuga á því hvernig þessar manneskjur hugsa og hvað það er sem gerir þær að því sem þær eru.“ Simsion er spurður að því hvort velgengni hans á ritvellinum hafi breytt lífi hans. „Í lok síðasta árs gat ég hætt í dagvinnunni og ein- beitt mér að því að skrifa og kynna bókina. Það er stærsta breyt- ingin,“ segir hann. „Ég var í vel launaðri vinnu þannig að líf mitt hefur ekki breyst í veraldlegum skilningi. Bakgrunnur minn er í upp- lýsingatækni og ég stofnaði ráðgjafafyrirtæki í Ástralíu en seldi það svo til að fá tíma til að skrifa. Nú er ég atvinnurithöfundur.“ Eiginkona Simsion er einnig rithöfundur og skrifar erótískar sögur undir nafninu Simone Sinna. Spurður hvort það komi sér vel að það séu tveir rithöfundar á heimilinu segir Simsion: „Þessi spurning kem- ur á hárréttum tíma. Í morgun var ég einmitt að lesa yfir smásögu sem konan mín er að skrifa. Ég kom með margar gagnlegar at- hugasemdir, en það er ekki víst að hún sé sammála því. Hún kemur oft með hugmyndir í sambandi við mín skrif og við vinnum saman að söguþræði. Það er frábært að hafa manneskju á heimilinu sem skilur rithöfundastarfið. Þegar annað hvort okkar er í skriftarstuði þá virðir hinn aðilinn það og býr til kvöldmatinn. Ef við erum bæði í skrift- arstuði er enginn matur!“ SKÁLDSAGNAPERSÓNAN DON TILLMAN ER HUGSANLEGA MEÐ ASPERGER-HEILKENNI Hitti á réttar nótur „Ég held að það séu manneskjur eins og Don Tillman í mörgum fjöl- skyldum,“ segir Graeme Simsion um hina skemmtilegu aðalpersónu sína. GRAEME SIMSION ER HÖFUNDUR BÓKARINNAR ROSIE VERKEFNIÐ SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN VÍÐA UM HEIM. BÓKIN ER KOMIN ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU. Salka Valka hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því ég las hana fyrst á unglingsárum mínum og allar götur síðan. Sögur Astrid Lind- gren eru mér hjartfólgnar og er Bróðir minn ljónshjarta ein fal- legasta og jafnframt áhrifaríkasta saga sem ég hef les- ið, bæði fyrir mig og börn mín. Minnist ég þess að hafa lesið hana fyrir börnin mín með tár í augum. Bækur Jóns Kalmans hafa ávallt heillað mig en ég var svo heppin að ná hér um árið að sækja leiðsögn höfundar í Búðardal um staðhætti bóka hans sem var mjög skemmtilegt. Hálfbróðirinn eftir norska höfundinn Lars Saaby Christensen er einkar vel skrifuð og áhrifa- rík fjölskyldusaga en myndaflokkur eftir sögunni er sýndur á RÚV. Það verður því skemmtilegt að fylgjast með því hvern- ig til hefur tekist. Þá er skáldsagan Módelið eftir sama höfund ekki síðri. Þá er ég mjög spennt að lesa nýjustu bók Finnans Arto Paasil- inna, Heimsins besti bær, en fyrri bækur hans, Dýrlegt fjölda- sjálfsmorð og Ár hérans eru bækur sem eru í miklu uppáhaldi. Hinn svarti finnski húmor á vel við mig. Ég gæti svo talið upp marga aðra höfunda og sögur sem eru í uppá- haldi og skipta mig ekki síður máli en það sem ég hef veri að telja upp. Ég hef einnig mikinn áhuga á og á orðið gott safn af fallegum lista- verkabókum. Þá hef ég haft gaman af bókum sem fjalla um líf minna uppáhaldslistamanna, til dæmis bókina um Birgi Andrésson, Í ís- lenskum litum, eftir Þröst Helgason og bókaþríleikinn um Rósku, Megas og Dag í ritstjórn Hjálmars Sveinssonar og Geirs Svanssonar. Í UPPÁHALDI ELSA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR DEILDARSTJÓRI Elsa María Ólafsdóttir er lesandi vikunnar en hún hefur mikla unun af lestri góðra bóka og segist eiga erfitt með að gera upp á milli þeirra. Morgunblaðið/Ómar Heimsins besti bær.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.