Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Síða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Síða 57
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Bókaútgáfan Opna og Snorra- stofa í Reykholti hafa gefið út bókina Uppsala-Edda í nýrri útgáfu Heimis Pálssonar, sem jafnframt ritar ítarlegan inn- gang að verkinu. Edda er til í nokkrum hand- ritum og er eitt þeirra varð- veitt í Uppsölum – handritið DG 11 4to. Það handrit, sem eignar Snorra Sturlusyni Eddu, hefur Heimir Pálsson rannsakað um árabil. Þessi bók geymir afraksturinn, ít- arlegan inngang að verki Snorra þar sem Heimir kem- ur víða við. Þetta er einkar falleg og vönduð bók sem ætti að gleðja vandláta les- endur sem unna bókmennta- arfinum. Edda í nýrri útgáfu Aðdáendur bókaflokks- ins Berlínaraspanna eru ófáir en nú er von á nýrri bók eftir höfund hennar, norsku skáld- konuna Önnu B. Ragde. Skáldsagan Ég skal gera þig svo ham- ingjusaman kemur út um mánaðamótin. Sagan er nokkuð dramatískt tímaferðalag aftur til ársins 1965 í velferð- arríkinu norska, þar sem lesendur kynnast gæfu og harmi átta fjöl- skyldna í fjölbýlishúsi í útjaðri Þrándheims. Permanett, slúður og bollasúpur koma við sögu og daginn sem ungur iðnaðarmaður mætir til þess að setja gægjugöt á hurðirnar sýður upp úr. NÝ BÓK EFTIR ÖNNU RAGDE Jólabókaflóðið er um það bil að skella á þótt það hefjist ekki af fullum þunga fyrr en í byrjun nóvember. Aðdá- endur Arnaldar Indriðasonar geta þá gengið að sín- um manni vísum en 1. nóvember kem- ur út ný glæpasaga eftir hann. Segja má að Þorsteinn frá Hamri slái fyrsta tóninn í jólabókaflóðinu en splunkuný ljóðabók eftir hann er kom- in í verslanir og nefnist Skessukatlar. Öruggt er að ljóðaunnendur muni taka fagnandi á móti þeirri bók, enda Þorsteinn eitt af okkar allra fremstu ljóðskáldum. Skáldverk eftir íslenska höfunda munu svo verða æði fyrirferðarmikil á markaði næstu vikur og mánuði. Guð- mundur Andri Thorsson er einn þeirra höfunda sem sendir frá sér nýja bók fyrir jólin. Skáldsaga hans Sæmd gerist árið 1882 og fjallar um atburði sem skáldið Bene- dikt Gröndal dróst inn í. Guðmundur Andri hefur skrifað sex aðrar skáldsögur, nú síðast Valeyrarvals- inn árið 2011, sem hlaut afar góðar viðtökur. Aðdá- endur hans bíða spenntir eftir nýju bókinni enda verður að telja ansi líklegt að stílistarnir tveir Guðmundur Andri og Gröndal muni smellpassa saman. ANDRI SKRIFAR UM GRÖNDAL Benedikt Gröndal Benedikt Gröndal er aðalpersónan í nýrri skáldsögu Guðmundar Andra Thorssonar. Mazen Maarouf er palestínskt skáld sem kemur fram á Bók- menntahátíð í Reykjavík nú í september. Hann hefur verið búsettur í Reykjavík frá því síðla árs 2011. Bókin Ekkert nema strokleður er úrval úr þremur ljóðabókum hans. Bókin er tvímála útgáfa á arab- ísku og íslensku. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Kári Tul- inius og Sjón íslenskuðu ljóðin. Skáldsaga eftir Maarouf er væntanleg innan skamms. Ljóð á arabísku og íslensku Eitthvað fyrir alla, konur og karla NÝJAR BÆKUR ÞEIR SEM VILJA LESA TILFINNINGARÍKA SKÁLD- SÖGU FÁ EINA SLÍKA Í KILJU. ÞEIR SEM UNNA FORNBÓKMENNTUM LESA VITASKULD UPPSALA- EDDU. ÞEIR SEM VILJA EFLA HEILSUNA SKOÐA HEILSUJURTABIBLÍUNA. LJÓÐAUNNENDUR FÁ SVO SÝNISHORN AF LJÓÐAGERÐ PALESTÍNSKS SKÁLDS. Týnda dóttirin er tilfinningaþrungin skáldsaga eftir Shilpi Somaya Gowda sem komin er út í kilju. Somer er læknir og nýgift en getur ekki eignast barn. Kavita er fátæk móðir á Indlandi sem neyðist til að gefa frá sér dóttur sína. Somer tek- ur litlu stúlkuna að sér. Höfundurinn fæddist og ólst upp í Kanada en foreldrar hennar höfðu flutt þangað frá Bombay. Dóttir og tvær mæður Heilsujurtabiblían er ný og áhugaverð bók eftir Jade Brotton, sem Salka gefur út. Þar er fjallað um ýmsar jurtir sem geta haft góð áhrif á heilsuna. Margar þessara jurta má nota gegn algengum kvill- um eins og kvefi, húðvandamálum, magakveisu, streitu og svefnleysi, svo eitthvað sé nefnt. Einnig er sagt frá því hvernig hægt sé að búa til ýmis kon- ar seyði, olíur, krem, smyrsl, sýróp og edik. Lækningamáttur jurtanna * Í minni sveit var svo fallegt útsýni aðvið þurftum ekki á skáldskap aðhalda. Steinn Steinarr BÓKSALA 28. ÁG.-3. SEPTEMBER Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Ísland ehfMagnús Halldórss., Þórður S. Júlíuss. 2 Iceland Small World- small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 3 Leðurblakan - kiljaJo Nesbo 4 María heklbókTinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir 5 Maður sem heitir Ove - kiljaFrederik Backman 6 Nýir heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 7 Inferno - kiljaDan Brown 8 Fórnargjöf Móloks - kiljaAsa Larsson 9 Skúli skelfir og Bína brjálaðaFrancesca Simon 10 Úlfshjarta - kiljaStefán Máni Kiljur - skáldverk 1 LeðurblakanJo Nesbo 2 Maður sem heitir OveFrederik Backman 3 InfernoDan Brown 4 Fórnargjöf MóloksAsa Larsson 5 ÚlfshjartaStefán Máni 6 Rosie verkefniðGraeme Simsion 7 Áður en ég sofnaS.J.Watson 8 Týnda dóttirinShilpi Somaya Gowda 9 Sjálfstætt fólkHalldór Laxness 10 KrónprinsessanHanne-Vibeke Holst MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Öreiginn ber aleiguna á bakinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.