Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 60
Leikmenn númer 11 hjá Real Paco Gento Vængmaðurinn var númer 11 átján tímabil og vann tólf deildartitla og sex evrópubikara. Martin Vasquez Vasques lék 252 leiki fyrir Real og vann sex deildartitla og tvo UEFA- bikara. Ronaldo Hinn upprunalegi Ro- naldo var númer 11 fyrsta árið sitt með Real Madrid og skoraði þrjátíu mörk í treyjunni. Arjen Robben Robben kom til Real frá Chelsea árið 2007 og var tvö ár á Bernabeu. Fór þegar Ro- naldo og Kaka komu til FC Bayern. G areth Bale er nýjasti Galactico-inn í liði Real Madríd eða nýjasta ofurstjarnan. Real hefur þar með eytt milljarði punda síðan félagið vann Meist- aradeildina síðast árið 2002. Sam- kvæmt fréttum frá Spáni skuldar Real 500 milljónir punda og er undir rannsóknarauga spænskra yfir- valda vegna lóðamála. Er þar sagt hafa svikið einn og annan í stjórnarkerfinu og skuldi skatta. En ekki er allt sem sýnist því ef allt er tekið með skuldar Real vissulega 500 milljónir en samkvæmt skilgrein- ingu UEFA á skuldum fótboltaliða skuldar Manchest- er United þannig milljónir punda og Arsenal sömu- leiðis. Barcelona, AC Milan og fleiri stórlið eru einnig undir smásjá UEFA vegna skulda. Real er lang- stærsta félagið þegar kemur að tekjum og þénaði Arsenal þannig 191 milljón punda minna en Real á síðasta fjármagnstekjuári og Manchesterliðið þénaði 100 milljónum minna en risarnir frá Madríd. Bankaskuldir Real eru sagðar vera 125 milljónir en liðið á 84 milljónir punda í lausafé (spurning hvort það hafi farið allt til Tottenham). Fjögur ár í röð hefur Real verið á toppnum á lista Deloitte og þénaði félagið 513 milljónir evra á síðasta ári. Var það í fyrsta sinn sem lið fer yfir 500 millj- óna evra markið. Tekjur Real hafa aukist um 10% á hverju ári síðustu fjögur ár. Borgar sig á skömmum tíma Trú Florentinos Perez er að stjörnurnar borgi sig sjálfar með sölu varnings tengds þeim og hefur það gengið upp hingað til. Ronaldo kostaði 80 milljónir punda en ári síðar hafði hann skilað 90 milljónum í kassa Real. Treyjur með nafninu hans seldust eins og heitar lummur og þannig seldust 1,2 milljónir treyja bara í Madríd með nafni hans aftan á. En fótbolta- og markaðssérfræðingar hafa ekki jafnmikla trú á Bale og Real Madríd. Hann verður trúlega aldrei á HM með Wales, hann hefur aðeins einu sinni spilað í Meistaraeildinni og er frekar hæg- látur maður. Fáir þekkja hann utan Bretlandseyja. Hann er t.a.m. aðeins með milljón fylgjendur á Twitter á meðan Ronaldo er með tuttugu milljónir. En markaðsöfl Madrídborgar munu nú fara á fullt að kynna Bale fyrir heimsbyggðinni. Fjölskyldumaðurinn Bale ók eitt sinn 200 mílur frá Lundúnum til Whitchurch í Wales, þar sem foreldrar hans búa og hann ólst upp, með þvottinn sinn þeg- ar þvottavélin hans bilaði. Hann fékk einnig góðan mömmumat hjá Debbie, móður sinni, í leiðinni. Bale er fjölskyldumaður. Hann er ekki úti klukkan fjögur að drekka og verða sér til skammar. Ferill hans er nánast flekk- Gareth Bale ásamt fjölskyldu sinni, sem var að sjálfsögðu mætt. Rhys Jones stendur vinstra megin. AFP Bale veifar til áhorfenda sem komu að taka á móti honum. 20 þúsund manns komu á Santiago Bernabeu. AFP Kostar álíka og Héðinsfjarðar- göng KAUP Á GARETH BALE FRÁ TOTTENHAM KOSTA REAL MADRID 100 MILLJ- ÓNIR EVRA, SEM GERIR HANN AÐ DÝRASTA KNATTSPYRNUMANNI ALLRA TÍMA. 56% ATVINNULEYSI ER MEÐAL UNGS FÓLKS Á SPÁNI OG SKILJA FÁIR HVERNIG REAL GETUR KEYPT OG KEYPT OG KEYPT ÞEGAR KREPPAN HEF- UR BITIÐ SPÁNVERJA EINS FAST OG RAUN BER VITNI. Bale hitti sir Alex Ferguson eitt sinn.Skólamynd. Byrjunarlið Real Madrid eins og stuðningsmenn þess sjá það. Kosning fór fram á realmadrid.com * Harry Redknapp sagðiBale að fara í frí.Hann væri 21 árs og ætti verðskuldað fimm daga frí. Flestallir fótboltamenn hefðu farið til Dúbaí eða sleikt sól- ina á einhverri lúxusströnd en ekki Bale. Hann keyrði til mömmu og pabba. 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013 *„Tölurnar eru móðgun við þann heim sem við lifum í.“Gerardo Martino, þjálfari Barcelona.BoltinnBENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is 1893 var Willie Groves fyrsti leikmaðurinn til að vera seldur á 100 pund. Fór frá WBA til Aston Villa. 1961 fór Denis Law frá Manchester City til Tór- ínó á 100 þúsund pund. 1979 kostaði Trevor Francis milljón pund þeg- ar Nottingham Forest keypti hann. 1996 kostaði Alan Shea- rer 15 milljónir punda sem þá var heimsmet. MENN TENGDIR VIÐ 100
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.