Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 64
SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2013 Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins Stefán Eiríksson keppir fyrir hönd Sel- tjarnarness í spurningaþættinum Útsvari í vetur. Hann hefur áður tekið þátt í keppninni en þá fyrir hönd Reykjavíkur. Stefán var í tvö ár í liði Reykjavíkur og kom inn sem varamaður í undanúrslitum í vor en hefur nú skipt um lið. „Félagaskiptaglugginn var opinn og ég er nýfluttur á Seltjarnarnes. Það er dásamlegt að búa á Nesinu og ef ég get lagt lið með þessum hætti þá geri ég það með glöðu geði,“ segir Stefán Eiríksson glettinn þegar Sunnudagsblað Morg- unblaðsins spurði hann um málið. Liðsfélagar Stefáns í Útsvarsliði Seltjarn- arness verða Saga Ómarsdóttir, viðskiptafræðingur og starfsmaður markaðs- deildar Icelandair, og Karl Pétur Jónsson ráðgjafi. Seltjarnarnesið virðist með eindæmum barnvænt bæjarfélag því samanlagt eiga liðsfélagar fjórtán börn. Lið Seltjarnarness í Útsvari síðustu tvö ár hefur vakið athygli fyrir þá stað- reynd að liðsmenn eru systkini, en þau Anna Kristín, Rebekka og Þorbjörn Jónsbörn hafa nú rétt keflið áfram. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri og fimm barna faðir. LÖGREGLUSTJÓRINN KOMINN Í LIÐ SELTJARNARNESS Í ÚTSVARI Útsvarssystkinin rétta keflið áfram Rebekka, Þorbjörn og Anna Kristín Jónsbörn kveðja áhorfendur RÚV eftir ánægjulega samfylgd. Morgunblaðið/Golli Karl Pétur Jónsson, ráðgjafi og fimm barna faðir. Saga Ómarsdóttir, viðskiptafræð- ingur og fjögurra barna móðir. „Þetta er Atlas, tveggja ára hrein- ræktaður labradorhundur,“ segir Sigurður G. Guðjónsson lögfræð- ingur. Sigurður fer alltaf út með hundinn á morgnana í léttan göngu- túr. „Ég ætlaði aldrei að eignast hund, en dóttir mín ætlaði að fá sér hund og gerði það. Svo endaði þetta eins og svo oft; að foreldrarnir sitja uppi með dýrið. Það er oft þannig að börn fá sér hund en foreldrar sitja uppi með hann,“ segir hann og hlær. Sigurði hefur blöskrað sóðaskap- ur Reykvíkinga í gönguferðum sín- um með Atlas og sett upp fésbók- arsíðu sem heitir Rusl í Reykjavík og fengið mikil viðbrögð. „Eftir því sem göngutúrarnir lengdust jókst ruslið. Ég er búinn að bera óhemj- umagn af rusli heim og sorpmæling mín frá heimili mínu er trúlega töluvert meiri en neyslan.“ Verkefni þeirra Atlass hefur vak- ið mikla athygli og segja má að Atl- as sé orðinn varðhundur hreinnar borgar. „Reykjavík er mjög sóðaleg borg og við göngum mjög illa um hana. Hér er bara öllu hent út um bílgluggann. Reykjavík mætti þess vegna kalla Ruslavík,“ segir Sig- urður íbygginn á svip. GÆLUDÝR VIKUNNAR Gengið um Ruslavík Atlas er orðinn andlit átaks Sigurðar um umgengni um Reykjavík. Ljósmynd/Sandra Rún Sigurðardóttir ÞRÍFARAR VIKUNNAR Katy Perry söngkonaZooey Deschanel leikkonaRagnheiður Gröndal söngkona Öruggur tölvupóstur varinn með lykilorði Verndun snjalltækja og viðskiptagagna Yfirsýn yfir snjalltæki gegnum stjórnborð Örugg samskipti bæta lífið Eru snjalltæki þinna starfsmanna örugg? Upplýsingavernd Vodafone tryggir gögn Viðskiptaupplýsingar eru verðmæti sem mikilvægt er að halda utan um í rekstri fyrirtækja. Á sama tíma þurfa starfsmenn að geta nýtt sér möguleika nútíma snjalltækja. VSDM Upplýsingavernd Vodafone gerir þér kleift að vernda gögn á snjalltækjum starfsmanna og stýra notkun. Ef snjalltæki glatast er hægt eyða upplýsingum úr tækinu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.