Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013
Q
igong er ekki íþrótt
og ekki trúarbrögð
heldur lífsmáti,“ seg-
ir leikarinn Gunnar
Eyjólfsson en ný-
komin er út bókin Gunnarsæfing-
arnar Qigong – Orka – Hug-
leiðsla – Heilsa. Í bókinni eru
kynnt grunnatriði í qigong en
einnig eru svonefndar Gunn-
arsæfingar kynntar með skýr-
ingum, en þar er um að ræða
qigong-æfingakerfi sem Gunnar
þróaði og hópur fólks hefur
stundað reglulega í tvo áratugi.
Í bókinni er einnig að finna hug-
leiðsluæfingar Gunnars. Sömuleið-
is er sagt frá vaxandi áhuga á
hugleiðslu í heiminum og vitnað
í erlendar tímaritsgreinar því til
staðfestingar. Qigong er ævaforn
leið til að efla lífsorkuna, stuðla
að vellíðan og auka heilbrigði.
Aflinn, félag qigong-iðkenda á Ís-
landi, gefur bókina út en það
var stofnað árið 2002 til að
stuðla að kynningu á qigong og
efla samstöðu iðkenda á Íslandi.
Gunnar er fyrst spurður
hvernig hann hafi komist í kynni
við qigong. „Einstakur maður,
Clifford Turner, varð áhrifavald-
ur í lífi mínu þegar ég var í
leiklistarnámi í RADA í London
á árunum eftir seinna stríð,“
segir hann. „Turner kenndi þar
framsögn og taltækni og þjálfaði
einnig ýmsa fréttamenn á BBC
og breska þingmenn. Einn dag-
inn kom ég í tíma til hans og
þá hafði hann teiknað á töfluna
mynd af manni sem stóð mjög
hokinn. Turner sagði við okkur
nemendurna: „Allavega einn ykk-
ar en sennilega tveir eða þrír
eiga föður sem leit svona út
þegar hann varð miðaldra, þetta
eru neikvæðar erfðir.“ Síðan leit
hann á mig, háan og grannan
Íslendinginn, og sagði: „Það ert
örugglega þú, herra Eyjólfsson,“
og nefndi einnig tvo aðra. Þetta
var rétt hjá honum, faðir minn
varð afar hokinn með árunum.
Þetta atvik hafði mikil áhrif á
mig. Við erum erfðir og áhrif.
Enn þann dag í dag er það
þannig að um leið og ég geng
út úr húsinu heima hjá mér
rétti ég úr mér og segi: „Gunn-
ar, þú ert strengjabrúða orkunn-
ar og nú hjálpar hún þér yfir
þröskuldinn. Þakkaðu orkunni og
réttu úr þér!“
Síðan liðu nokkur ár og ég fór
á leiklistarnámskeið í New York.
Eftir nokkra daga kom einn
kennarinn til mín og sagði: „Ég
sé að þú hefur verið í RADA,
kenndi Clilfford Turner þér?“
„Já, uppáhaldskennari minn,“
sagði ég. „Veistu að hann er qi-
gong-maður?“ sagði hann. „Hvað
er það?“ spurði ég. Hann tók
mig með sér í heilsustöð þar
sem menn komu saman, flestir
af Asíukyni, og þar var æft qi-
gong. Ég fór að æfa með þeim
en hætti því síðan um skeið en
eftir erfið bakveikindi árið 1972
fór ég að æfa qigong að nýju.
Þar með var grunnurinn lagður
að æfingunum sem kynntar eru í
bókinni.“
Stjórn á sjálfum sér
Segðu mér aðeins frá hugsuninni
á bak við qigong?
„Qi er frumafl sem skapar allt
í veröldinni og við lifum jafn-
lengi og við erum hlaðin qi. Það
er mikilvægt að anda að sér lífi.
Við grípum andann á lofti þegar
við fæðumst og um leið grátum
við – þetta er eina skiptið sem
foreldrar gleðjast yfir því að
heyra barn sitt gráta – svo
geispum við golunni þegar við
deyjum. En meðan við drögum
andann eigum við að horfast í
augu við okkur sjálf. Í qigong er
stefnt að því að fullkomin sátt
sé milli líkama og sálar, efnis og
anda. Með því að stunda qigong
losar fólk sig við spennu sem er
enginn vandi ef fólk gengur
orkunni á hönd. Qigong er þrí-
þætt: Hugleiðslu-qigong, heilsu-
qigong og bardaga- qigong. Und-
irstaðan er agaður líkamsburður,
öguð öndun og öguð hugsun.“
Hvað er átt við með bardaga-
qigong?
„Bardaginn snýst ekki um það
að leggja aðra að velli heldur að
hafa stjórn á sjálfum sér. Við
látum stjórnast of mikið af nei-
kvæðum áróðri, eins og því að
við þurfum að eignast alls konar
hluti. Maðurinn er barn, erfingi
orkunnar, og á að fara vel með
þann arf. Þegar maðurinn breyt-
ir um lífsstíl gerir hann sér
grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir
því að vera manneskja sem er
trúað fyrir gersemum eins og
heilbrigðum skilningarvitum.
Það er svo auðvelt að brengla
skilningarvitin með alls konar
drullu sem verið er að ýta að
ungu fólki í dag. Ég skora á
fólk sem reykir að drepa í sígar-
ettunni og segja við sjálft sig:
Þetta geri ég aldrei aftur. Ef
viljinn er til staðar þá er hægt
að hætta.
Ég segi stundum við ungt fólk
sem ég sé vera að reykja:
„Kannt þú að búa til lungu?“
„Ha, kann ég hvað?“ er svarið.
„Þú ert að eyðileggja lungun
með því að reykja ofan í þau á
þínum aldri,“ segi ég. Ungmenn-
ið svarar stundum hortugt: „Þér
kemur það ekkert við!“ Um dag-
inn hringdi hins vegar ungur
maður í mig og sagði: „Er þetta
ekki Gunnar Eyjólfssson leikari,
ég vildi láta þig vita að ég er
hættur að reykja.“ Þetta er ekki
eina símtalið sem ég hef fengið
með sömu skilaboðum.
Ég bið fólk um að viðurkenna
að við höfum ekki leyfi til að
eyðileggja það sem við kunnum
ekki að búa til. Á meðan við
kunnum ekki að búa til lungu
eigum við ekki að reykja og
meðan við kunnum ekki að búa
til lifur eigum við ekki að demba
í okkur brennivíni.“
Andartak eilífðarinnar
Hversu mikilvæg finnst þér hug-
leiðsla vera?
„Qigong leysir úr læðingi hæfi-
leika sem fólk hafði ekki hug-
mynd um að það byggi yfir. Sá
sem stundar qigong finnur fljót-
lega styrkleika sinn í orkunni.
En þá er það alveg eins og í
trú, maður verður að fara alla
leið og það gerir maður ein-
göngu gegnum hugleiðslu og
öndun. Við verðum að leggja
rækt við öndunina meðan við lif-
um. Sem leikari kynntist ég
þessu vel. Að tala er að virkja
orku og leikari vinnur fyrir sér
með því að flytja texta og túlka
og þá er eins gott að önd-
unarfærin séu í lagi.
Með hverjum andardrætti
þiggjum við líf en í hugleiðslu
hættum við að hugsa og um leið
verður allt svo skýrt. Við teljum
okkur vita allt en þekking okkar
er mjög takmörkuð. Það er stöð-
ugt verið að segja okkur að við
þurfum að eignast þetta og hitt
og þessi eftirsókn eftir efnis-
legum gæðum skapar öfund. Við
horfum yfir til nágrannans og
hugsum: Jæja, það er aldeilis að
sumir hafa það gott. Fólkið
þarna hinum megin var að fá
sér nýjan bíl eftir að vera ný-
komið úr enn einni utanlands-
ferðinni … Við stjórnumst um of
af neikvæðum tilfinningum og
áróðri.
Að hugleiða er að hætta að
hugsa. Á hverjum morgni stend
ég fyrir framan spegilinn og
horfist í augu við sjálfan mig og
spyr: Hver ertu? Ég anda að
mér og hætti svo að anda um
stund. Það að hætta að anda er
mjög þýðingarmikið og maður á
ekki að óttast það. Ég anda svo
rólega að mér. Þetta geri ég
þrisvar sinnum. Andartak eilífð-
arinnar nefnist það þegar maður
hættir að anda. Það er öruggt
að öll eigum við eftir að upplifa
andartak eilífðarinnar þegar við
kveðjum þennan heim.“
Langrækni skilar engu
Hvert heldurðu að sé viðhorf
heilbrigðisstétta til qigong?
„Undanfarin ár hefur áhugi á
qigong aukist á Vesturlöndum og
heilbrigðisstarfsmenn eru að átta
sig æ betur á því að hugleiðsla
skilar árangri og frá þessu er
sagt í bókinni. Frá árinu 2007
Að anda
að sér lífi
GUNNAR EYJÓLFSSON LEIKARI ER AÐ VERÐA 88 ÁRA
GAMALL OG STUNDAR REGLULEGA QIGONG, EN NÝ-
KOMIN ER ÚT BÓK MEÐ ÆFINGUM SEM HANN ÞRÓAÐI. Í
VIÐTALI RÆÐIR GUNNAR UM ÞENNAN EINSTAKA LÍFSSTÍL
OG ÞÁ MIKLU ÁBYRGÐ SEM FYLGIR ÞVÍ AÐ VERA
MANNESKJA.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
* „Við grípum andann á lofti þegar viðfæðumst og um leið grátum við –þetta er eina skiptið sem foreldrar gleðjast
yfir því að heyra barn sitt gráta – svo
geispum við golunni þegar við deyjum. En
meðan við drögum andann eigum við að
horfast í augu við okkur sjálf.“
Svipmynd