Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 Ferðalög og flakk B arcelona er höfuðborg Katalóníu á Spáni. Borgin er önnur stærsta borg Spánar með íbúafjölda sem telur 1,6 milljónir manna en séu íbúar aðliggjandi byggða teknir með fer fjöldinn upp í 4,5 millj- ónir. Aðeins höfuðborgin Madríd er stærri. Þrátt fyrir að vera ein af stórborgum Evrópu er stemningin í Barcelona mjög afslöppuð. Árið 1992 hélt Barcelona sumarólympíuleikana og bjuggu borgar- yfirvöld þá til strendur fyrir gesti og gangandi. Allar götur síðan hafa strendurnar verið einn aðalviðkomustaður túrista en Barcelona er ein vin- sælasta borgin til að heimsækja í Evrópu. Árið 2012 komu 14 milljónir manna til borgarinnar en vinsælustu staðirnir til að skoða eru La Sagrada Familia, L’aquarium de Barcelona og heimavöllur knattspyrnuliðsins í Barcelona, Camp Nou. Kirkja, söfn og Picasso Verkfræðingurinn og arkitektinn Antoni Gaudí er einn dáðasti sonur Barcelona borgar en nánast allt sem hann snerti varð að glæsilegum byggingum og hefur Barcelona gert margt til að varðveita hans arfleið. Borgin hefur einni alið af sér marga þekkta listamenn eins og Joan Miró. Gaudí hannaði þekktasta kennileiti borgarinnar og þótt víðar væri leitað; kirkjuna Sagrada Família (kirkja hinnar heilögu fjölskyldu) sem hefur verið í stöðugri byggingu síðan á síðasta hluta 19 aldar. Þeir sem koma þar inn vilja eiga nóg minni á símanum sínum því kirkjan er ótrúlega fal- leg. Listasöfnin eru einnig mörg, en þau sem skemmtilegast er að njóta eru listasöfn Mirós og Picassos. Veturinn er besti tíminn til að skoða söfnin því sumartúristabiðröðin er þá horfin en hún getur verið ansi löng. Á veitingastöðum Barcelona er borinn fram matur nær allan sólarhringinn sem ger- ir miklu meira en að kitla bragðlaukana. Hverfi borg- arinnar hafa hvert sín sér- kenni og það er gaman að leigja hjól og hjóla til að upplifa þessa fjölbreytni sem borgin hefur upp á að bjóða. Hvar sem maður er nið- urkominn í borginni getur maður verið viss um að það er góður matur í næsta ná- grenni. Í Barcelona er auðvelt að njóta sín enda iðar þessi einstaka borg af lífi, hvort sem er um hábjartan daginn eða um miðjar nætur. Skemmtistaður í virki Það er stíll yfir Barcelona. Fallegar og sérstæðar byggingar fanga athygli manns á hverju götuhorni og gamli hluti borgarinnar, Barrio Gotico, þar sem fyrstu byggingarnar risu á 13. öld, er einstakur. Næturlífið í Barce- lona spannar allt litrófið og er kröftugt og fjörmikið. Það er meira að segja útiskemmtistaður í gömlu virki. La Terrrazza heitir hann og er stórskemmtilegur. Barcelona er borg til að skoða, þar er hægt að skemmta sér, snæða góðan mat, kaupa hátískuvörur og njóta lífsins. ÓLYMPÍUBORGIN BARCELONA BARCELONA ER EIN FEGURSTA BORG EVRÓPU, UPPFULL AF IÐANDI LÍFI OG EKKI SKEMMIR VEÐURFARIÐ. Í BARCE- LONA ER HÆGT AÐ BLANDA SAMAN SÓLARLANDAFERÐ OG BORGARFERÐ. BROSA ALLAN HRINGINN Á MEÐAN. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Allra þekktasta tákn Barcelona er kirkjan La Sagrada Familia enda er hún vinsælasti ferðamannastaður borgarinnar. Stendur í Eixample-hverfinu. Enn er verið að byggja kirkjuna þrátt fyrir að fyrsta skóflustunga hafi verið tekin árið 1882. Heillandi heimsborg Menningarlífið er gríðarlega mikið í Barcelona, nánast með ólíkindum. Tón- list finnur þú hvar sem er í borginni, hvort sem er klassík, djass eða hinn hefðbundni flamenkó. Liceu, óp- eruhöllin, Palau de Musica með klassík og óperur, listasöfn Picassos, Mirós og Dalís, þjóðlistasafnið Museu Nacional d’art de Catalunya eða MNAC hefur að geyma minjar Katalóníu. Ný- listasafnið – MACBA er nýjasta afrek arkitektsins Richard Meyers. Safnið var reist í miðju Raval-hverfinu og hýsir sýningar nútímalistamanna. MENNINGARLÍFIÐ Barcelona hefur á að skipa frábærum íþróttaliðum. Frægast er fótboltaliðið, FC Barcelona, en Börsungar, eins og Bjarni Fel kallaði þá fyrstur, hafa einnig frábært hand- boltalið sem og körfuboltalið. Þá er Esp- anyol einnig í borginni. Borgin hélt Ólympíuleikana 1992 sem þóttu takast gríðarlega vel í alla staði. Þá voru nokkrir leikir á Heimsmeistara- mótinu 1982 spilaðir í borginni. Þá var Camp Nou sviðið á einum ótrúlegasta fót- boltaleik sögunnar þegar Manchester Unit- ed vann FC Bayern 2:1 í úrslitum Meist- aradeildarinnar 1999. Börsungar hafa verið með besta fót- boltalið heims í áraraðir, spila fallegasta fótboltann og eru með Lionel Messi, Xavi, Iniesta, Busquets og Neymar innanborðs. Þá er La Masia-unglingastarfið rómað um allan heim. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði með Börsungum um tveggja ára skeið og vann meðal annars Meistaradeildina. Handboltinn skipar einnig stóran sess í hugum Börsunga en þar er valinn maður í hverju rúmi. Viggó Sigurðsson spilaði eitt sinn með Barcelona í handboltanum. Börsungar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.