Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Side 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Side 23
20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Heilsa og hreyfing Hýðið utan af ávöxtum og grænmeti getur verið stútfullt af hollumnæringarefnum. Það er hins vegar ofast ekki jafn bragðgott ogávöxturinn sjálfur og því henda flestir Vesturlandabúar hýðinu beint í ruslið án þess að pæla í öllum þeim næringarefnum sem fara til spillis. Breski næringarfræðingurinn dr. Marilyn Glenville hefur fjallað mikið um hollustu hýðisins og hún getur gefið okkur nokkuð góð ráð í þessum málum. Kíví, epli, appelsínur, mandarínur og ban- anar eru allt dæmi um ávexti sem hafa hollt hýði. Hýðið utan af kíví inniheldur t.d. þrisvar sinnum meira magn af andoxunarefnum heldur en ávöxturinn sjálfur. Þá býr hýðið einnig yfir eiginleikum sem vinna gegn matarsýkingum og eitrunum. Vandamálið við kíví er hinsvegar það að hýðið er loðið og mörgum finnst það vera of framandi til að leggja sér það beint til munns. Persónulega finnst mér það ekkert hræðilegt á bragðið en ef þú ert ekki á sömu skoðun þá er um að gera að skella ávextinum í blandarann án þess að taka hýðið af. Þannig nýtist hýðið af kíví sem hluti af heilsudrykk og þú tekur varla eftir loðinni áferð þess. Þú getur líka reynt að skera hýðið niður í þunna strimla og bætt því saman við salatið. Appelsínuhýðið býr einnig yfir ýmsum góðum kostum og er m.a. talið hafa lækkandi áhrif á kólesteról. Ef þú treystir þér ekki til að henda hýð- inu í blandarann þá er hægt að rífa það niður og dreifa því yfir allskonar rétti og jafnvel nota það í kökur. Bananahýði er einnig meinhollt en það er hins vegar ekki gott undir tönn. Ef þú ert ævintýragjörn/gjarn geturðu reynt að borða það hrátt en flestir sjóða það í vatni í nokkrar mínútur og drekka síðan vatnið. Svona mætti lengi telja og ég hvet ykkur til að vera óhrædd við að nota hugmyndaflugið í þessum málum. Mikilvægt er samt að þvo hýðið vel og vandlega til að losna við leifar af skordýraeitri sem oft er úðað á matvælin við nútímaræktun. Það er mun hollara að borða allan ávöxtinn heldur en að drekka ein- göngu safann. Mikilvægar trefjar má oft finna í hýðinu (t.d. í eplum og per- um) og því er mjög mikilvægt að borða hýðið. EKKI HENDA HÝÐINU Heilbrigt líf JÓN HEIÐAR GUNNARSSON Liðsfélagarnir kalla hann „Bjögga“ og hann hefur vakið athygli fyrir frábæra frammistöðu með íslenska landslið- inu í handbolta síðustu ár. Hann hefur einnig farið ham- förum í þýsku úrvalsdeildinni síðustu vikur. Hversu oft æfir þú á viku? Átta eða níu sinnum plús einn leikur. Hvernig æfir þú? Lyfti tvisvar eða þrisvar í viku, annars stend ég bara milli stanga og reyni að vera fyrir. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Já, fínt fyrir þá sem finnst gott að láta kasta í sig bolt- um. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Njóta leiksins. Hver er lykillinn að góðum árangri? Skipulag, ástríða fyrir leiknum og æfa betur en hinir Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Setja sér markmið og byrja hægt. Þetta er allt spurn- ing um að breyta um lífsstíl en ekki taka á því í eina viku. Líður þér illa ef þú færð ekki reglulega útrás fyrir hreyfiþörfina? Úff já … Hvernig væri líf án æfinga? Lenti í veikindum á síðasta ári sem orsökuðu að ég þurfti að vera rúm- liggjandi í svolítinn tíma og það var það erfiðasta sem ég hef gert á æv- inni. Ég náði þó að beina orkunni í námið og fyrirtækið mitt í staðinn. Hvernig heldurðu þér í formi þeg- ar þú ferð í frí? Geri allt annað en ég geri á venjulegu keppnistímabili, reyni t.d. að spila hnit, fer í hot yoga, stunda öðruvísi lyftingar og margt fleira. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Hafragraut, ávexti og ruglaðasta búst sem til er. Það er líka gríðarlega mikilvægt fyrir mig að borða tvær holl- ar heitar máltíðir á dag þar sem ég er með gríðarlega hraða brennslu og ef ég borða ekki hátt í 5.000 kaloríur á dag léttist ég, sem ég má ekki mikið við. Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir? Súkkulaði. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Byrja að kötta út gos, restin kemur af sjálfu sér. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkams- rækt fyrir þig? Hún er mér allt þar sem ég fæ borgað fyrir að vera í toppformi og í leiðinni er ég að fjárfesta til framtíðar. Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Hef sem betur fer ekki ennþá lent í erfiðum meiðslum en ég veiktist í fyrra af fylgigigt sem kom í kjölfar salm- onellusýkingar. Sem betur fer náði ég að losna við þann djöful á mettíma fyrir fullt og allt. Hver eru heimskulegustu meiðslin sem þú hefur orð- ið fyrir? Hef einungis misst af einum leik á ferlinum vegna meiðsla og það var eftir að ég var að leika mér í „rassa“, sem er uppáhaldsleikurinn hans Gumma Gumm, en þar var verið að skjóta boltanum í rassinn á mér (refsing leiksins) en það endaði þannig að ég ætlaði að kíkja á þann sem var að fara að skjóta og fékk þá boltann af öllu afli beint í augað. Missti sjón í tæpan sólarhring og leist ekki á blikuna en hún kom fyrir rest. Ég missti af æf- ingaleik við Þjóðverja í Þýskalandi vegna þessa skemmtilega atviks. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Í handboltanum er algengast að menn taki ekki á því og þá ertu hreinlega að æfa þig í að vera lélegur. Í gymminu eru mest pirrandi hlutir sem ég sé þegar fólk er uppteknara af því sem er að gerast í kringum það en sjálfu sér. Hver er erfiðasti mótherjinn á ferlinum? Uwe Gensheimer, leikmaður Rhein Neckar-Löwen, hefur verið mér erfiður en ég mun loka á hann í næsta leik. Hver er fyrirmynd þín? David Beckham, Peter Schmeichel og Tomas Svensson, hver á sinn hátt. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Jordan er klassískt svar en mig langar mikið til að segja David Beckham og ekki endilega vegna hæfileikanna bara heldur vegna þess hvernig íþróttamaður hann var. Hann gerði allt rétt á sínum ferli og lét gott af sér leiða bæði í sportinu og með því að leggja mikilvægum málefnum lið. Beckham er ein besta fyrirmynd sem ungir iðkendur geta litið til. Skemmtileg saga/uppákoma frá ferlinum? Fólk hefur yfirleitt mest gaman af mistökum annarra og þá er gaman að nefna þegar ég ætlaði að vera töff í æf- ingaleik sem skipti engu máli og sendi boltann aftur fyrir bak og ætlaði að senda fram völlinn en hann endaði í and- liti samherja. Mig hefur aldrei langað eins mikið til að hverfa á ævinni. ÍÞRÓTTAKEMPA VIKUNNAR BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON Missti sjónina í „rassa“ Björgvin Páll Gústavsson Fitur gegna lykilhlutverki fyrir alla líkamsstarfsemi og fita er ein af þremur af meginorkugjöfum okkar, hinir eru kolvetni og prótín. Forðastu hertar fitur og transfitur og veldu frekar einómettaðar og fjölómettaðar fitusýrur. Transfitur auka m.a. hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum. Borðaðu rétta fitu*Hamingja er ekkertannað en góð heilsaog lélegt minni. Albert Schweitzer

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.