Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 28
*Matur og drykkir Skemmtileg nýjung í lesklúbbi á Akureyri er að elda mat upp úr bókum sem hópurinn les »30 E va María á og rekur kökugalleríið Sætar Syndir en hún sérhæfir sig í að skreyta kökur fyrir ýmis tilefni. „Ég fann hvað það var gaman að geta stundað áhuga- málið og úr varð að fara bara alla leið og stofna fyrirtæki í kringum þetta,“ segir Eva María en hún er viðskiptafræðingur að mennt. „Ég hef að mestu unnið við fjármál og tengd málefni síðustu ár en ákvað að breyta aðeins til og opna köku- gallerí, Sætar Syndir. Ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun.“ Lykillinn að því að geta reitt fram glæsilegar kökur er að hafa áhuga að mati Evu Maríu. „Orðatiltækið: Æfingin skapar meistarann á mjög vel við í þessum aðstæðum og mér hefur farið mikið fram í kökuskreytingum á aðeins einu ári, hvað þá frá því að þetta allt byrjaði heima í eld- húsinu fyrir fjórum árum.“ Fyrirtækið sérhæfir sig í að skreyta kökur út frá ákveðnum þemum, t.d. áhugamálum fyrir afmæli, fermingar og brúð- kaup eða litum og leikfangafígúrum fyrir t.d. skírnarveislur og barnaveislur. „Mér fannst bara vanta svona persónulegar kökur, enda hefur sú eftirspurn alveg sýnt sig þar sem það er mikið að gera,“ segir Eva María. Spurð um góð ráð fyrir byrjendur í kökugerð hvetur Eva María fólk til að nýta netið. „Þar er ógrynni af upplýsingum hvort sem það eru upp- skriftir, hugmyndir eða leiðbeiningar. Svo er um að gera að skella sér á kökuskreytingarnámskeið til að koma sér af stað.“ Hægt er að nálgast upp- lýsingar um kökugalleríið á www.saetarsyndir.is. Morgunblaðið/Ómar ÁHUGINN SKIPTIR MÁLI Krúttlegar kökur EVA MARÍA FÓR AÐ BAKA FYRIR ALVÖRU EFTIR AÐ SONUR HENNAR FÆDDIST FYRIR FJÓRUM ÁRUM. HÚN SKREYTTI AFMÆLISKÖKUR HANS ÚT FRÁ ÁHUGA HANS HVERJU SINNI OG Í KJÖLFARIÐ FÉKK HÚN BEIÐNIR FRÁ FJÖLSKYLDU OG VINUM UM AÐ GERA PERSÓNULEGAR KÖKUR FYRIR SVIPUÐ TILEFNI. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Eva María segir að allir ættu að geta skreytt fallegar kökur, lykillinn sé að hafa áhuga og að æfa sig í því enda skapar æfingin meistarann. Uppskriftin gefur 24 bollakökur 150 g sykur 150 g púðursykur 125 g smjör 2 egg 260 g hveiti 1 tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft ½ tsk. salt 40 g kakó 200 ml mjólk Aðferð: Hitið ofninn í 170°. Hrærið sykur og smjör vel saman þar til blandan verður létt og ljós. Bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið vel. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið svo saman við ásamt mjólk- inni. Setjið deigið í falleg form með mat- skeið eða sprautupoka og bakið í um 16 mínútur. Hafið í huga að ofnar eru mis- munandi svo að það er gott ráð að stinga pinna í miðjuna á kökunum og ef pinninn kemur hreinn út þá eru kökurnar tilbúnar. Kremið: 230 g mjúkt smjör 4 dl flórsykur 100 g hvítt súkkulaði 2 tsk. vanilludropar Aðferð: Flórsykrinum og smjörinu er blandað vel saman í nokkrar mínútur. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði og síðan kælt í smá- stund. Súkkulaðinu og vanillu-extract er því næst bætt saman við blönduna og blandað varlega saman en mjög vel í 3-4 mínútur. Æðislegar bollakökur fyrir öll tilefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.