Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 heima í eldhúsinu meðan Ronja og pabbi hennar skreppa í sund og gera eitthvað skemmtilegt meðan fólk lærir indverska matargerð. Yesmine „Í ljósi þess að ég er ekki fædd og uppalin Íslendingur og íslenskan mín er ekki nógu góð var ég afar stolt og ánægð með hugrekki pródúsentsins míns, Helga Jó- hannessonar, að þróa þessa hugmynd að þáttunum með mér. En ég trúi því að þrátt fyrir að ég tali ekki fullkomna íslensku þá skilji fólk mig vel.“ Addi „Þetta var í raun líka mjög kjörkuð ákvörðun hjá dagskrárstjóra, flott að gera þetta.“ Yesmine „Mér hafði líka þótt það mjög flott og djarft hjá Einari Bárðar að fá mig með annarri dökkri stelpu til að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd árið 2001. Mér finnst afar mikilvægt að við séum sýnileg, við sem erum af öðrum uppruna en hinn dæmigerði Íslendingur. Það er svo mikið af blönduðum börnum hér á landi, þar sem annað foreldrið er ekki íslenskt að uppruna og ég tel það afar mikilvægt að þau geti samsamað sig fólki sem kemur fram í ís- lensku sjónvarpi. Þegar ég kom hingað fyrst sá ég afar fáa sem voru dökkir á hörund en það er breytt og sjónvarpið þarf líka að end- urspegla þennan fjölbreytileika. Ég fékk mikil viðbrögð við þáttunum og nefni sér- staklega að eldra fólk hefur verið einkar elskulegt við mig. En jú, það kemur alveg fyrir að fólk er að skrifa á Facebook um ís- lenskuna mína og slíkt en ég reyni bara að taka því öllu á jákvæðan hátt og reyni að læra af. Mig langar að verða betri í íslensku og er að læra með dóttur minni núna til dæmis.“ Addi „Ég held að Yesmine hafi verið að brjóta blað í sögu sjónvarps því ég man ekki til þess að nokkur sem hafði ekki búið leng- ur en þetta á landinu né var íslenskur að uppruna hafi fengið að vera með sinn eigin sjónvarpsþátt á RÚV. Þegar þessi hugmynd kom fyrst upp hugsaði ég með mér að fyrst mér þætti svona skemmtilegt að horfa á hana elda hlyti það að vera að öðrum ætti eftir að finnast það líka.“ Eiginmaðurinn var minna með fingurna í hinni nýju matreiðslubók Yesmine enda er starfið í Hörpu annasamt. Yesmine segir að það sé allt í lagi enda sjái hún að Addi Fannar njóti starfsins í botn, enda sé þetta fag sem hann þekki út og inn. Og Skítamór- all er í fríi eða hvað? Saknar hann ekkert þeirra ára? Addi „Hljómsveitin er akkúrat núna í pásu en við höfum haldið saman í gegnum árin. En í rauninni eigum við inni almenni- lega endurkomu. Hljómsveitin á 25 ára af- mæli á næsta ári sem hljómar kannski furðulega þar sem fyrsta platan okkar kom ekki út fyrr en 1996 en engu að síður stofn- uðum við hljómsveitina árið 1989, 13 ára gamlir. Þegar við urðum þekktir vorum við ennþá bara strákar af Selfossi og þótti allt mjög merkilegt sem var að gerast í borginni og vorum fremur feimnir við hana og svolítið til baka. Hljómsveitin var til dæmis orðin mjög fræg áður en nokkur vissi hver var í henni. Þegar við hljómsveitarmeðlimir flutt- um til borgarinnar bjuggum við fyrst í eins konar kommúnu á Ingólfsstræti. Þetta var mjög skemmtilegt en mér þótti oft óþægilegt að vera þekktur. Ég segi stundum: „Ég var einu sinni frægur“ og er mjög feginn að þetta er ekki lengur svona. En hver veit nema hljómsveitin komi saman í tilefni af- mælisins, það er að minnsta kosti fundur hjá „Þegar við hljómsveitar- meðlimir fluttum til borgarinnar bjuggum við fyrst í eins konar kommúnu á Ingólfsstræti. Þetta var mjög skemmtilegt en mér þótti oft óþægilegt að vera þekktur. Ég segi stundum: „Ég var einu sinni frægur.“ Morgunblaðið/Golli PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 3 2 9 5 9 Full búð af vönduðum vetrarúlpum 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚLPUM DIDRIKSONS SUTTON KULDAGALLI 4 litir. Stærðir: 80–130 11.992 KR. Verð áður 14.990 kr. ÚLPUDAGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.