Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 64
Bjarki Karlsson, doktorsnemi á Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum, hefur hafið störf í hinu nýja húsi íslenskra fræða, eða svona nokkurnveginn. Líkt og myndin sýnir framdi hann nokkurs konar gjörning í vik- unni sem ádeilu á það að byggingu Stofnun íslenskra fræða við Suðurgötu hafi verið frestað. „Ég fékk þessa hugmynd eftir að ég hafði samið ádeilukvæði um að framkvæmdirnar frestuðust. Það var talsvert mál að komast þarna niður með borðið og stól- inn. Það var djúpt meðfram bökkunum og stórgrýtt en þegar ég komst inn á miðju var þetta tiltölulega auðvelt,“ segir Bjarki kátur. Ádeiluljóð Bjarka sem fylgir gjörningnum er í anda ljóðabókarinnar Árleysi alda. Bjarki hlaut verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bókina 10. október síð- astliðinn. „Bragarhátturinn og orðfærið kallast á við kvæði Jóns Helgasonar, Í Árnasafni, og síðustu tvær lín- urnar eru fengnar að láni þaðan óbreyttar,“ segir Bjarki. Bjarki Karlsson, dokt- orsnemi og ljóðskáld, mótmælir frestun á framkvæmdum við Stofnun íslenskra fræða. Hér má sjá nýju skrifstofuna hans. Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir ÁDEILUKVÆÐI BJARKA KARLSSONAR Skrifstofa í Árnapytti SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2013 Internetið gleymir engu Veit barnið þitt að stafræn spor þess á netinu munu mögulega aldrei mást út? Byrjum að tala um örugg samskipti. Þú finnur góð ráð og leiðir á vodafone.is/godsamskipti Vodafone Góð samskipti bæta lífið H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Indverskur lögreglumaður, sem týndist sex ára, hafði uppi á fjöl- skyldu sinni á dögunum eftir 24 ára leit. Ganesh Raghunath Dhan- gade varð viðskila við foreldra sína 1989 þegar fjölskyldan tók lest, en drengurinn varð eftir á pallinum. Ganesh sá um sig sjálfur í fyrstu og bjó síðar á tveimur heimilum fyrir munaðarlausa. Eftir að hann lenti í bílslysi lá Ganesh meðvit- undarlaus í fjóra mánuði og mundi að því loknu lítið sem ekkert um fjölskyldu sína. Árum saman rýndi hann í lista yfir týnt fólk á lög- reglustöðvum og lifði alltaf í von- inni, ekki síst vegna þess að nafn móðurinnar, Manda, hafði verið húðflúrað á handlegg drengsins í æsku. Í skjölum frá fyrra mun- aðarleysingjahælinu fundust ný- verið upplýsingar um að hann hefði nefnt „Mama Bhanja“ sem heimili; skógarsvæði í nágrenni Mumbai. Þar fann Ganesh Dhan- gade móður sína, og þrjú systkini. Móðirin kannaðist strax við húð- flúrið. „Við þögðum um stund en föðmuðumst svo innilega og grét- um,“ segir Ganesh. Þetta var aug- ljóslega Guðs vilji. Kraftaverk.“ FURÐUR VERALDAR Gagnlegt húðflúr Indverjinn Ganesh Raghunath Dhangade sýnir fjölskyldu sinni húðflúrið. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Lína Langsokkur.Annie úr söngleiknum Annie.Vera Illugadóttir, fréttakona. Ofan í holunni ætlað mér kannski var stæði arfinn að varðveita, rannsaka og skrásetja fræði, hálfvegis þegjandi, hálfvegis ómar þó kliður heyri ég þungann í sveðjum að skera þau niður. Híbýli vegleg úr holunni áttu að rísa horfinna kynslóða bergmáli að miðla og lýsa, horfinn er vélagnýr, hljótt er í ríkinu þvísa, heyri ég burðarjálk andlegrar stöðnunar frýsa. Kvæði mig fýsir að lesa og ljóðsandann hvessa, leirspýjur Hjarranda finn þar í drulluvessa, stuðlanna þrískiptu grein lít ég bögglast í brotum, baknöguð þjóðmenning komin að niðurlotum. Lónir í melsári pyttur úr ginnungagapi gras dafnar hvergi, þjóðin er rekin með tapi, sé ég hér Konungs- og Flateyjarbækurnar fljóta fúna og gleymast – svo sægreifar arðs megi njóta. Bókfellið velkist og þránar og þorrinn er kraftur, þeir ætla að moka í holuna jarðvegi aftur, „legsteinninn springur og letur hans máist í vindum, losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.