Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 1

Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 1
L A U G A R D A G U R 3 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 3  279. tölublað  101. árgangur  STEFNAN SETT Á ÓLYMPÍULEIK- ANA Í SOCHI YESMINE OG ARNGRÍMUR BJÓÐA Í MAT SPENNA UM OFSÓKNIR OG GRÁ SVÆÐI SUNNUDAGUR NÝ BÓK SINDRA 70SNJÓBRETTI ÍÞRÓTTIR ÁRA STOFNAÐ 1913 Sjálfstæðisfl. 44,6% Samfylkingin 16,4% Framsóknarfl. 11,8% Píratar 11,3% Björt framtíð 10,3% Vinstri - græn 4,6% Annar fl. eða listi 1,0% Fylgi flokka í bæjar- stjórn Reykjanesbæjar Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 6.-28. nóvember 2013 44,6% 16,4% 11,8% 11,3% 10,3% 4,6% 1,0% Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjanesbæ héldi velli ef sveitarstjórnarkosningar færu fram núna, samkvæmt könnun Félags- vísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn fengi 44,6% atkvæða og sex fulltrúa kjörna, einum færri en í kosning- unum 2010. Þá kusu 52,8% Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjanesbæ en flokkurinn fékk einnig sjö fulltrúa í kosningunum 2006. Samfylkingin myndi missa tölu- vert fylgi, eða fara úr 28,4% í kosn- ingunum 2010 í 16,4% nú. Myndi flokkurinn missa einn mann og fá tvo bæjarfulltrúa. Framsóknar- flokkurinn héldi sínum eina manni með 11,8% fylgi. Píratar myndu fá 11,3% og einn mann og sömuleiðis Björt framtíð, sem fengi 10,3% at- kvæða. Úrtak í könnuninni var 682 manns og svarhlutfall 54%. »14 Meirihlut- inn héldi Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það þarf að vinna nokkur frumvörp út frá til- lögum hópsins. Einhver geta komið fram til- tölulega fljótlega en önnur mun taka einhverja mánuði að vinna,“ segir Sigurður Hannesson, formaður sérfræð- ingahóps um höfuð- stólslækkun verð- tryggðra lána. Áhrifin af boðuðum aðgerðum komi því ekki að fullu fram fyrr en á næsta ári. „Það var ekki verkefni hópsins að velta fyrir sér tekju- öflun ríkissjóðs í þessu máli. Við gáf- um okkur tilteknar forsendur um fjár- mögnun verkefn- isins, þannig að það væri þá fullfjármagnað. Það kemur aðeins ein tillaga frá hópnum. Við skoðuðum tugi sviðs- mynda. Fimm voru skoðaðar alla leið,“ segir Sigurður en endanleg ákvörðun var tekin klukkan fimm í gærmorgun undir lok 15 klukkustunda lokafundar sérfræðingahópsins. Tillögurnar voru samþykktar á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær og verða kynntar á þing- flokksfundum stjórnarflokka í dag og á blaða- mannafundi í Hörpu. Skv. heimildum Morgun- blaðsins hafa þær verið kynntar nokkrum starfsmönnum Seðlabankans lauslega síðustu daga. Starfsmenn SÍ vildu ekki tjá sig um það. Verður gert í skrefum  Útfærsla skulda- tillagna mun taka tíma Tveir fundir » Þingmenn Framsóknar fá að sjá tillögurnar í Ráðherra- bústaðnum kl. 11. » Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hittast í Valhöll kl. 12. DAGA HRINGFERÐ Morgunblaðið og mbl.is leggja á morgun upp í 100 daga hringferð um landið sem stendur út nóvember næstkomandi. Til umfjöllunar verða flestir þéttbýlis- kjarnar landsins og fjöldi annarra áhugaverðra staða. Hringferð Hefur verið farin undan- farna 100 daga á síðum blaðsins. Anna Lilja Þórisdóttir Stefán Gunnar Sveinsson Um helgina lýkur 100 daga hringferð Morgunblaðsins sem farin var í tilefni 100 ára afmælis blaðsins. Í ferðinni, sem hófst á Akranesi 23. ágúst, voru flestir þéttbýlisstaðir á landinu sóttir heim. Lokaáfanga- staðurinn og umfjöllunarefni blaðsins í dag er Reykjavík. Tilgangur ferðarinnar var að fá innsýn í daglegt líf og störf fólksins í landinu árið 2013. Hvar sem komið var voru viðtök- urnar góðar. Ósjaldan höfðu heima- menn kynnt sér hvenær umfjöllunar um byggðarlag þeirra væri að vænta og sendu ábendingar um efni. Fjallað hefur verið um fólk og fyrirtæki, menningu, landslag, sögu og viðburði. Fjöldi viðmælenda skipt- ir hundruðum, rætt hefur verið við fólk á öllum aldri og í fjölmörgum starfsstéttum; börn, íbúa á elliheim- ilum, menntaskólanema, sjómenn, forstjóra, bændur, listafólk, frum- kvöðla og iðnaðarmenn, svo fátt eitt sé nefnt. Í tengslum við umfjöllunina hafa birst um 550 greinar á 243 síðum í Morgunblaðinu. Á mbl.is hafa birst um 150 fréttir og myndskeið úr ferðinni. 100 daga hringferð Morgunblaðs- ins um landið lýkur á fullveldisdaginn, sunnudaginn 1. desember, á því að Haraldur Johannessen ritstjóri ræðir við Sigmund Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra og Bjarna Benedikts- son fjármálaráðherra í beinni útsend- ingu á mbl.is fyrir framan áhorfendur í sal í Hörpu. Umræður Haraldar, Sigmundar og Bjarna munu byggjast á því sem komið hefur fram í hringborðs- umræðum hringferðarinnar og nið- urstöðum viðhorfskönnunar meðal 300 forystumanna úr atvinnulífinu og sveitarstjórnum um land allt sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Landsmönnum gefst einnig tækifæri til að hafa áhrif á um- ræðuna, en hægt er að senda spurn- ingar á netfangið hringlok@mbl.is, á facebook-síðu mbl.is og í gegnum twitter með því að nota #hringlok. Líf og starf í 550 fréttum á 100 dögum Hundrað daga hringferð Morgunblaðsins hófst á Akranesi 23. ágúst og lýkur í Reykjavík um helgina Bjarni Benediktsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson MReykjavík »32-43 Um 480 ökumenn voru stöðvaðir í ölvunar- og fíkniefnaaksturseftirliti lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu og ríkislögreglustjóra á Hring- braut í Reykjavík í gærkvöldi. Tveir ökumenn reyndust vera undir áhrifum áfengis og voru þeir handteknir. Þeir mega búast við ökuleyfissvipt- ingu. Ökumaður og farþegar bílsins á myndinni voru hins vegar allsgáðir en í gleðivímu. Allsgáðir vegfarendur en í gleðivímu Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan kannaði ástand ökumanna á Hringbraut Stóraukin umsvif í ferðaþjónustu ásamt uppgangi í sjávarútvegi, góð áhrif samgönguframkvæmda, efling skólahalds og rannsókna og gróska í menningarlífi er það sem helst hefur gerst til batnaðar í atvinnu- og byggðamálum hér á landi á undanförnum árum. Horf- ur eru bjartar ef landsmenn ná að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast. Þetta er meðal þess sem kom fram í könnun Morgunblaðsins meðal tæplega 200 forystu- mannna í atvinnulífi og sveit- arstjórnum um land allt. »28-31 Mörg vandamál en bjartar horfur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.