Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 2

Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sólin verður æ sjaldséðari gestur í daglegu lífi landsmanna nú þegar aðeins tæpur mánuður er í vetrarsólstöður. Í Reykjavík, þar sem þessi mynd var tekin af Vífilsfelli og nærfjöllum, líða nú aðeins rúmar fimm klukkustundir frá sól- arupprás til sólseturs. Oft hefur verið lagt til að breyta klukkunni til að nýta sólarstundirnar betur. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp Bjartrar framtíðar sem geng- ur út á að seinka klukkunni um eina klukkustund þannig að morgunninn verði bjartari. Heildar- fjöldi sólarstunda verður þó óbreyttur. Dimmasti tími ársins gengur í garð Morgunblaðið/Kristinn Sólarstundirnar verða æ styttri þessi dægrin á Íslandi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mjólkursamsalan mun greiða fullt verð fyrir alla þá mjólk sem kúa- bændur geta framleitt á næsta ári. Vonast formaður stjórnar til þess að það skili 4-5 milljónum lítra til við- bótar þegar ákveðnum kvóta næsta árs. Samkvæmt því gæti framleiðslan orðið 127-128 milljónir lítra á árinu. „Við þurfum að styrkja birgðastöð- una og svo gerum við ráð fyrir því að sú aukning sölu á mjólk og mjólkur- vörum sem verið hefur á þessu ári haldi áfram. Þetta er okkar svar, til að tryggja neytendum fullt framboð af hágæðavörum,“ segir Egill Sig- urðsson, bóndi á Berustöðum og for- maður stjórnar Mjólkursamsölunn- ar. Tækifæri fyrir duglega bændur Vegna mikillar aukningar í sölu á seinni hluta ársins, sérstaklega á fitu- ríkum vörum, tilkynnti MS í vetur að öll mjólk sem framleidd er á árinu yrði greidd fullu verði. Stefnir í að heildarframleiðsla ársins verði lið- lega 122 milljónir lítra. Greiðslu- markið var hækkað fyrir næsta ár um 7 milljónir lítra og verður alls 123 milljónir lítra. Það dugar ekki miðað við þróunina á innanlandsmarkaði svo stjórn Mjólkursamsölunnar taldi þörf á frekari hvatningu til fram- leiðsluaukningar. Því verður greitt fullt verð fyrir alla mjólk á næsta ári, hvort sem hún er framleidd innan eða utan kvóta. Egill reiknar ekki með kúvendingu í framleiðslu hjá hverjum og einum. „Þetta skapar ákveðin tækifæri fyrir duglega bændur. Þeir geta nýtt betur þá gripi sem þeir eiga,“ segir Egill. Ákvörðunin var tilkynnt á haust- fundi fulltrúaráðs Auðhumlu, aðal- eiganda Mjólkursamsölunnar, í gær. Egill segir að hún hafi mælst vel fyr- ir. „Það er alltaf gott að fá jákvæðar fréttir í skammdeginu.“ »24 Fullt verð fyrir alla mjólk  Mjólkursamsalan hvetur bændur til að auka framleiðsluna enn frekar vegna söluaukningar  Vill kaupa 4-5 milljónir lítra umfram úthlutaðan kvóta Morgunblaðið/Eggert Afurðir Aukin sala á mjólkurvörum skapar tækifæri fyrir bændur. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Við kærastan mín vorum að kaupa okkur íbúð í Þingholtunum fyrir stuttu og vorum búin að vera að dunda okkur við það að gera hana fína. Svo sá ég að það var komið eitt- hvert graffití á vegginn við inngang- inn hjá okkur,“ segir Arnar Sigurðs- son kvikmyndagerðarmaður. Honum gramdist þessi gjörningur skemmdarvargsins og hóf aðgerðir til þess að hafa uppi á þeim sem bar ábyrgð á krotinu. Gúglaði manninn Hann segir að hann hafi haft uppi á manninum með því að gúgla titil sem ritaður var inn í merkið fyrir utan innganginn. „Ég komst inn á einhverja bloggsíðu og það sást aug- ljóslega að um réttan einstakling var að ræða þar sem hann var á ferð um Reykjavík,“ segir Arnar. Hann segir að um hafi verið að ræða ung- an bandarískan ferðalang. ,,Ég skrifaði til hans bréf sem var að mínu mati kurteist og vinsamlegt en samt með þeirri vinsamlegu hótun að ég myndi gera heyrinkunnugt hvernig hann kæmi fram á þeim stöðum sem hann heimsækir,“ segir Arnar. Ekki leið á löngu þar til Arnar fékk orðsendingu frá ferðalangnum sem baðst afsökunar á hátterni sínu. Ennfremur gerði hann sér ferð að húsi Arnars og Arnhildar Lilý Karls- dóttur konu hans þar sem hann mál- aði yfir það sem hann hafði gert. „Svo skildi hann eftir krumpaðan sígarettupakka með íslenskum og bandarískum seðlum til þess að bæta fyrir ónæðið,“ segir Arnar sem var afar ánægður með þessi viðbrögð mannsins. Hann hefur nú boðið veggjakrot- aranum í kaffi og hann og kærasta hans hafa þegið boðið. „Við eig- inkonan höfum fullan skilning á skapandi þörfum mannsins og erum ekki að setja okkur á háan hest,“ segir Arnar. Krotarinn baðst afsökunar Ljósmynd/Arnar Sigurðsson Bætur Krotarinn skildi eftir seðla.  Hafði uppi á manni sem hafði spreyjað merki á hús hans Íslenskur karlmaður á miðjum aldri lét lífið í bílslysi í Taílandi um síð- ustu helgi. Maðurinn var á ferð með erlendri konu sem slasaðist. Borgaraþjónusta utanríkisráðu- neytisins hefur haft aðkomu að mál- inu og verið í sambandi við aðstand- endur. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Þá er ekki hægt að greina frá því hvar slysið varð, né fengust upplýs- ingar um líðan konunnar sem var með manninum í bílnum. Íslendingur lést í bílslysi í Taílandi Kópavogsbær hefur bætt að- stöðu til skíða- göngu í aust- anverðum Fossvogsdal. Þetta kemur fram á vef bæj- arins en þar seg- ir að skíðagöngu- félagið Ullur hafi átt frumkvæðið með erindi til bæjarins í fyrra. Svæðið nær frá Fagralundi, íþróttasvæði HK, austur að Kjarr- hólma og Víkingssvæðinu. Skíða- göngumenn gætu nýtt sér aðstöð- una strax í næstu viku en að sögn Veðurstofunnar kann að vera skíðafært á höfuðborgarsvæðinu eftir éljagang í vikubyrjun. Er svo spáð úrkomulausu, köldu veðri. Allt til reiðu og bara beðið eftir snjónum Skíðaganga Holl og góð hreyfing. Karamella: 175 g Ljóma 2 dl sykur 3 dl rjómi 0,5 dl síróp Botn: 125 g mjúkt Ljóma 4 dl hveiti 0,5 dl sykur Twix-bitar Yfir: 200 g rjómasúkkulaði Hnoðið hráefnunum í botninn á formi sem er ca. 20 x 30 cm. Bakið við 175°C í 20 mínútur. Setjið öll hráefnin í karamelluna í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið við vægan hita í 45–50 mínútur. Til að sjá hvort karamellan er tilbúin er gott að setja smá af henni í glas með ísköldu vatni. Ef það gengur að hnoða karamelluna í kúlu er hún tilbúin. Karamellan á að vera mjúk en hægt að rúlla henni saman. Hellið karamellunni yfir botninn og setjið í ísskáp í ca. 15 mínútur. Bræðið súkkulaðið og hellið því yfir karamelluna. Látið kólna í ísskáp og skerið síðan í bita. Tilraunir til smygls á LSD hafa stóraukist milli ára og hafa tollverðir lagt hald á 700 skammta af efn- inu það sem af er ári, borið saman við 10 allt árið í fyrra. Þá hafa tollverðir stöðvað smygl á rúmlega 14.000 e- töflum það sem af er þessu ári. Fram kemur í tilkynningu frá embætti tollstjóra að það sé mun meira magn en árið 2012, þegar lagt var hald á 1.500 e-töflur. Þá hefur verið lagt hald á metmagn af am- fetamíni það sem af er þessu ári, eða rúm 30 kíló, eins og áður hefur kom- ið fram. Reynt að smygla mun meira af LSD Eitur E-töflur kom- ast ekki alla leið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.