Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 8

Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Orri Hauksson, nýr forstjóri fjar-skiptafélagsins Skipta, lét þau orð falla í síðasta viðskiptablaði Morgunblaðsins að kjarasamning- arnir 2011 hefðu verið veðmál af hálfu atvinnulífsins, sem vitað hefði verið að gæti tapast.    Orðrétt segirOrri: „Vænt- ingar atvinnulífsins um að stjórnvöld myndu standa við sinn hluta sam- komulagsins gengu ekki eftir. Fljótt var ljóst að þau höfðu lítinn áhuga á að efna þann loforðalista, sem vissu- lega hafði verið ýtt að þeim.“    Inn í þetta spilar einnig, eins ogOrri lýsir í viðtalinu, sú stað- reynd að vinstri stjórnin var „á köflum fjandsamleg í garð atvinnu- lífsins“, og þá einkum í garð sjáv- arútvegsins, undirstöðugreinar ís- lensks efnahags.    Fróðlegt væri að bera samanvinstri flokkana hér og þá á hinum Norðurlöndunum, þar sem hér bæri meira á hugmynda- fræðilegum átökum við mikilvæg- ustu greinar atvinnulífsins. Hatur vinstri flokkanna á sjávarútvegi hefði orsakað nær algjört frost í þeim efnum, sem hefði smitað út frá sér til annarra iðngreina sem styddu við sjávarútveginn.    Þeir sem nú semja um kaup ogkjör á vinnumarkaði hljóta að fagna því að þurfa ekki að veðja aftur á þá sem ekki gátu staðið við neitt af því sem þeir lofuðu.    Og atvinnulífið er lánsamt að búaekki við stjórnvöld sem bein- línis vilja draga úr því máttinn. Þetta eru hvort tveggja mikil fram- faraskref. Orri Hauksson Veðmálið sem tapaðist STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.11., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 4 rigning Akureyri 0 snjókoma Nuuk 0 snjóél Þórshöfn 4 heiðskírt Ósló -1 slydda Kaupmannahöfn 5 skúrir Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -5 heiðskírt Lúxemborg 5 skýjað Brussel 7 skúrir Dublin 7 skýjað Glasgow 7 skýjað London 10 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 7 skúrir Hamborg 6 skúrir Berlín 5 skúrir Vín 4 skýjað Moskva -1 snjóél Algarve 16 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 10 heiðskírt Mallorca 8 léttskýjað Róm 10 heiðskírt Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -12 alskýjað Montreal -8 léttskýjað New York 2 heiðskírt Chicago -1 skýjað Orlando 18 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:44 15:50 ÍSAFJÖRÐUR 11:19 15:25 SIGLUFJÖRÐUR 11:03 15:07 DJÚPIVOGUR 10:21 15:12 Fullveldishátíð 1. desember að Hafnarstræti 20 í nýjum höfuðstöðvum Heimssýnar. Dagskrá hefst klukkan 14:00. Jón Bjarnason f.v. ráðherra og varaf. Heimssýnar Jóhanna María Sigmundsdóttir þingkona Inga Backman söngkona Sigurður Alfonsson tónlistarmaður Bjarki Karlsson ljóðskáld Halldóra Hjaltadóttir formaður Ísafoldar Allir velkomnir Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 HÁGÆÐA LED SERÍUR Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Opið kl. 11 - 16 laugardag Opið kl. 13 - 16 sunnudag LED Frá Svíþjóð VELDU SEM END AST OG ÞÚ SPARA R JÓLAL JÓS Jólatré sem Reykjavíkurborg gefur íbúum Þórshafnar í Færeyjum verður afhent með viðhöfn í mið- borg Þórshafnar í dag. Í tilkynningu borgarinnar segir að Jón Gnarr, borgarstjóri, hafi með einhverju móti viljað þakka Færeyingum þá frændsemi og vin- áttu sem þeir hafi sýnt Íslendingum í gegnum tíðina og því hafi verið ákveðið að færa þeim jólatré að gjöf, í samvinnu við Skógrækt- arfélag Reykjavíkur. Tréð, sem stendur nú á Ting- húsvöllinum, er 12 metra hátt og var gróðursett í Heiðmörk 1960. Reykjavík gefur Færeyingum jólatré Morgunblaðið/Kristinn Vinir Óslóarbúar gefa Reykvíkingum jólatré, og Reykvíkingar Þórshafnarbúum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að vera vakandi fyrir grunsamlegum mannaferðum og láta vita um þær, ekki síst í íbúða- hverfum. Innbrot á heimili eigi sér oft stað að degi til og geta þá upp- lýsingar frá t.d. nágrönnum ráðið miklu um að þjófarnir náist. „Hér er m.a. átt við lýsingu á mönnum og bifreiðum en gott er að skrifa slíkt hjá sér ef fólk tekur eft- ir einhverju óvenjulegu í sínu nán- asta umhverfi,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Sama gildir um bílnúmer. Inn- brotsþjófar fylgist gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða. „Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregl- una með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan,“ segir lög- reglan. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal hringja í 112. Ef er- indið er af öðrum toga, og þolir e.t.v. einhverja bið, er fólk beðið um að hafa samband við þjónustuver lögreglunnar í síma 444-1000, senda tölvupóst eða hafa samband í gegnum Facebook. Nágrannar koma lögreglu á sporið  Skrái lýsingar á mönnum og bílum Morgunblaðið/Þorkell Þjófóttir Innbrotsþjófar leggja oft til atlögu að degi til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.