Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Orri Hauksson, nýr forstjóri fjar-skiptafélagsins Skipta, lét þau orð falla í síðasta viðskiptablaði Morgunblaðsins að kjarasamning- arnir 2011 hefðu verið veðmál af hálfu atvinnulífsins, sem vitað hefði verið að gæti tapast.    Orðrétt segirOrri: „Vænt- ingar atvinnulífsins um að stjórnvöld myndu standa við sinn hluta sam- komulagsins gengu ekki eftir. Fljótt var ljóst að þau höfðu lítinn áhuga á að efna þann loforðalista, sem vissu- lega hafði verið ýtt að þeim.“    Inn í þetta spilar einnig, eins ogOrri lýsir í viðtalinu, sú stað- reynd að vinstri stjórnin var „á köflum fjandsamleg í garð atvinnu- lífsins“, og þá einkum í garð sjáv- arútvegsins, undirstöðugreinar ís- lensks efnahags.    Fróðlegt væri að bera samanvinstri flokkana hér og þá á hinum Norðurlöndunum, þar sem hér bæri meira á hugmynda- fræðilegum átökum við mikilvæg- ustu greinar atvinnulífsins. Hatur vinstri flokkanna á sjávarútvegi hefði orsakað nær algjört frost í þeim efnum, sem hefði smitað út frá sér til annarra iðngreina sem styddu við sjávarútveginn.    Þeir sem nú semja um kaup ogkjör á vinnumarkaði hljóta að fagna því að þurfa ekki að veðja aftur á þá sem ekki gátu staðið við neitt af því sem þeir lofuðu.    Og atvinnulífið er lánsamt að búaekki við stjórnvöld sem bein- línis vilja draga úr því máttinn. Þetta eru hvort tveggja mikil fram- faraskref. Orri Hauksson Veðmálið sem tapaðist STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.11., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 4 rigning Akureyri 0 snjókoma Nuuk 0 snjóél Þórshöfn 4 heiðskírt Ósló -1 slydda Kaupmannahöfn 5 skúrir Stokkhólmur -2 heiðskírt Helsinki -5 heiðskírt Lúxemborg 5 skýjað Brussel 7 skúrir Dublin 7 skýjað Glasgow 7 skýjað London 10 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 7 skúrir Hamborg 6 skúrir Berlín 5 skúrir Vín 4 skýjað Moskva -1 snjóél Algarve 16 heiðskírt Madríd 11 heiðskírt Barcelona 10 heiðskírt Mallorca 8 léttskýjað Róm 10 heiðskírt Aþena 12 heiðskírt Winnipeg -12 alskýjað Montreal -8 léttskýjað New York 2 heiðskírt Chicago -1 skýjað Orlando 18 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:44 15:50 ÍSAFJÖRÐUR 11:19 15:25 SIGLUFJÖRÐUR 11:03 15:07 DJÚPIVOGUR 10:21 15:12 Fullveldishátíð 1. desember að Hafnarstræti 20 í nýjum höfuðstöðvum Heimssýnar. Dagskrá hefst klukkan 14:00. Jón Bjarnason f.v. ráðherra og varaf. Heimssýnar Jóhanna María Sigmundsdóttir þingkona Inga Backman söngkona Sigurður Alfonsson tónlistarmaður Bjarki Karlsson ljóðskáld Halldóra Hjaltadóttir formaður Ísafoldar Allir velkomnir Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 HÁGÆÐA LED SERÍUR Skoðið úrvalið á www.grillbudin.is Opið kl. 11 - 16 laugardag Opið kl. 13 - 16 sunnudag LED Frá Svíþjóð VELDU SEM END AST OG ÞÚ SPARA R JÓLAL JÓS Jólatré sem Reykjavíkurborg gefur íbúum Þórshafnar í Færeyjum verður afhent með viðhöfn í mið- borg Þórshafnar í dag. Í tilkynningu borgarinnar segir að Jón Gnarr, borgarstjóri, hafi með einhverju móti viljað þakka Færeyingum þá frændsemi og vin- áttu sem þeir hafi sýnt Íslendingum í gegnum tíðina og því hafi verið ákveðið að færa þeim jólatré að gjöf, í samvinnu við Skógrækt- arfélag Reykjavíkur. Tréð, sem stendur nú á Ting- húsvöllinum, er 12 metra hátt og var gróðursett í Heiðmörk 1960. Reykjavík gefur Færeyingum jólatré Morgunblaðið/Kristinn Vinir Óslóarbúar gefa Reykvíkingum jólatré, og Reykvíkingar Þórshafnarbúum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að vera vakandi fyrir grunsamlegum mannaferðum og láta vita um þær, ekki síst í íbúða- hverfum. Innbrot á heimili eigi sér oft stað að degi til og geta þá upp- lýsingar frá t.d. nágrönnum ráðið miklu um að þjófarnir náist. „Hér er m.a. átt við lýsingu á mönnum og bifreiðum en gott er að skrifa slíkt hjá sér ef fólk tekur eft- ir einhverju óvenjulegu í sínu nán- asta umhverfi,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni. Sama gildir um bílnúmer. Inn- brotsþjófar fylgist gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða. „Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregl- una með upplýsingar af þessu tagi en einu sinni of sjaldan,“ segir lög- reglan. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal hringja í 112. Ef er- indið er af öðrum toga, og þolir e.t.v. einhverja bið, er fólk beðið um að hafa samband við þjónustuver lögreglunnar í síma 444-1000, senda tölvupóst eða hafa samband í gegnum Facebook. Nágrannar koma lögreglu á sporið  Skrái lýsingar á mönnum og bílum Morgunblaðið/Þorkell Þjófóttir Innbrotsþjófar leggja oft til atlögu að degi til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 279. tölublað (30.11.2013)
https://timarit.is/issue/372677

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

279. tölublað (30.11.2013)

Aðgerðir: