Morgunblaðið - 30.11.2013, Page 12

Morgunblaðið - 30.11.2013, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Páll Magnússon útvarpsstjóri gerir ekki ráð fyrir að sú 500 milljóna króna sparnaðarkrafa, sem gerð hef- ur verið á Ríkis- útvarpið (RÚV), verði dregin til baka. Hann bind- ur þó vonir við að Illugi Gunnars- son, menningar- og menntamála- ráðherra, taki ekki 215 milljónir króna til viðbótar af útvarpsgjald- inu, eins og rætt hefur verið um. Í samtali við Morgunblaðið segir Páll að fækka þurfi starfsmönnum hjá RÚV um sextíu og að þar af verði beinar uppsagnir 39 talsins. „Í 21 til- viki er um að ræða samninga um starfslok. Í einhverjum tilvikum er eftirlaunatöku flýtt, tímabundnir samningar, sem renna út, verða ekki endurnýjaðir og þar fram eftir göt- unum. Þess vegna er munur gerður á þessum 39 og 21,“ segir hann. Starfsfólki fækkað um 100 Fram kom í Morgunblaðinu í gær að um síðustu áramót hefðu starfs- menn RÚV verið 37 færri en þeir voru árið 2007, samkvæmt árs- skýrslum stofnunarinnar. Hins veg- ar hafi allt að 114 starfsmönnum ver- ið sagt upp störfum í fjölda- uppsögnum frá sumrinu 2008, að undanskildum uppsögnunum á mið- vikudag. Páll segir mikilvægt að rugla ekki meðaltalsfjölda stöðugilda, sem fram kemur í ársskýrslum, saman við fjölda starfsmanna á einhverjum til- teknum tímapunkti. „Þegar starfs- menn voru flestir voru þeir 342 á ár- unum 2007 til 2008. Sambærileg tala í dag er 305. Ef maður dregur þessa sextíu starfsmenn frá, þá er talan komin niður í rúmlega 240. Hvað hefur þá fækkað um marga starfs- menn frá 2008? Þeim hefur fækkað um 100. Það er sú tala sem er rétt. Þetta eru engin kjarnorkuvísindi. Starfsmönnum Ríkisútvarpsins hef- ur fækkað um 100 með aðgerðunum sem gripið var til á miðvikudag.“ „Engin afgerandi áhrif“ Árið 2011 fór ESA, Eftirlitsstofn- un EFTA, fram á að íslensk yfirvöld breyttu fyrirkomulagi á fjármögnun RÚV. Var RÚV gert að skilja á milli þeirrar starfsemi sem snýr að al- mannaþjónustu og þeirra þátta í starfi RÚV sem lúta markaðslögmál- um. Aðspurður hvort þær aðgerðir hafi falið í sér kostnaðarauka fyrir rekstur Ríkisútvarpsins segir Páll svo vera en að sá kostnaðarauki sé ekki orðinn. „Eina sem má segja að sé til kostnaðarauka í niðurstöðu ESA er að okkur var gert að stofna dótturfélög um aðra þætti rekstrar- ins en það sem skilgreint er sem al- mannaþjónusta. Það verður einhver kostnaður í því fólginn, einhverjir tugir milljóna, en hann ræður engum úrslitum og hefur engin afgerandi áhrif á okkur,“ bendir Páll á. - Nú er ekki búið að samþykkja fjárlagafrumvarpið. Áttu von á því að sparnaðarkrafan á ykkur verði dregin til baka? „Nei, ég geri ekki ráð fyrir því, þó svo að ég voni það auðvitað. En ég geri mér svo sannarlega vonir um að menntamálaráðherra bæti ekki við 215 milljóna króna niðurskurði til viðbótar, eins og hann hefur rætt um. Því það hafa komið fram hug- myndir um að taka 215 milljónir til viðbótar af útvarpsgjaldinu og nota þær til að reka Háskóla Íslands. Ég vona að hann falli frá þeim fyrirætl- unum.“ Hætt verði við frekari niðurskurð  Útvarpsstjóri segir að starfsfólki RÚV hafi fækkað um hundrað frá 2008  Segir kröfur ESA ekki hafa haft afgerandi áhrif á reksturinn  Gerir ekki ráð fyrir að niðurskurður verði dreginn til baka Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjöldauppsagnir „Ég get sagt það að það var gengið afar faglega fram í þessum uppsögnum og fengnir til þess ut- anaðkomandi sérfræðingar, svo sem mannauðsfræðingar og vinnusálfræðingar,“ segir Páll Magnússon. Klaufalegar uppsagnir? » Fram kemur í tilkynningu frá Hollvinum Ríkisútvarpsins að „klaufalega, ófaglega og ómannlega“ hafi verið gengið fram í uppsögnunum. » Páll er ósammála því. » Hann segir að fengnir hafi verið utanaðkomandi sérfræð- inngar, svo sem mannauðs- fræðingar og vinnusálfræð- ingar. Páll Magnússon Embætti ríkisskattstjóra og Reykjavíkurborg hafa fengið við- urkenningu fyrir bestu vefina meðal ríkisstofnana og sveitarfé- laga og ríkisstofnana. Viðurkenn- ingarnar voru afhentar á fjöl- sóttri ráðstefnu þar sem fjallað var um stefnuna um upplýsinga- samfélagið og þau verkefni sem henni tengjast. Ráðstefnan var haldin á vegum innanríkisráðu- neytis, Sambands íslenskra sveit- arfélaga og Ský, Skýrslutækni- félags Íslands. Skv. upplýsingum innanríkisráðuneytisins hafa kannanir á gæðum opinberra vefja farið fram annað hvert ár frá árinu 2005. Alls voru kannaðir 265 vefir að þessu sinni. Vefur Ríkisskattstjóra fékk viðurkenningu. Verðlaun veitt fyrir bestu vefsíðurnar Morgunblaðinu hefur borist at- hugasemd frá rekstrarfélagi Sarps vegna fréttar sem birtist í blaðinu 26. nóvember sl. um vef Listasafns Reykjavíkur. Í fréttinni er haft eftir viðmælanda að vefurinn sarp- ur.is bjóði ekki upp á þann sveigj- anleika sem þarf til að vera að- gengilegur á snjallsímum og spjaldtölvum. Fulltrúar Sarps segja þetta rangt, vefurinn hafi verið hannaður frá upphafi með slík tæki í huga og hafi það gefið góða raun. Athugasemd vegna fréttar Auglýsing eftir framboðum til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Samkvæmt ákvörðun fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi fer fram prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi við bæjarstjórnarkosningar 31. maí 2014. Prófkjörið verður haldið 8. febrúar 2014. Frambjóðendur í prófkjörinu skulu valdir þannig: A. Gerð er tillaga til kjörnefndar fyrir 19. desember kl. 18.00. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri en sex tillögum. B. Tillagan skal borin fram á 20 flokksmönnum búsettum í Kópavogi. Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar frambjóðendum samkvæmt A - lið. Hér með auglýsir kjörnefnd fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi eftir frambjóðendum til prófkjörs sbr. A lið hér að ofan. Skal framboðið bundið við flokks- bundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til framboðs í prófkjörinu. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 31. maí 2014. Tillögum að framboðum ber að skila ásamt mynd og stuttu æviágripi á tölvutæku formi til kjörnefndar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi sem veiti þeim viðtöku í Sjálfstæðishúsinu Hlíðarsmára 19. Allar nánar upplýsingar um prófkjörið veitir formaður kjörnefndar Bragi Michaelsson, bragimich@simnet.is. Framboðsfrestur er til 19. desember 2013 kl 18.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.