Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli sunnudaginn 1. des- ember kl. 16. Viðburðurinn hefur um áratuga skeið markað upphaf jólahalds í borginni. Fyrir hönd Reykvíkinga mun Jón Gnarr borgarstjóri veita greni- trénu viðtöku úr hendi Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs, og Rinu Marin Hansen, borgarfulltrúa Verkamannaflokksins í Ósló. Að því loknu mun hinn sjö ára gamla norsk-íslenski Ólafur Gunnar Steen Bjarnason tendra ljósin á trénu. Jólasveinar koma í heimsókn, Sigríður Thorlacius og Ragnhildur Gísladóttir syngja og einn sig- urvegara í stóru upplestrarkeppni grunnskóla, Stefanía Ragn- arsdóttir, nemandi í Langholts- skóla, frumflytja kvæði um Glugga- gægi. Kynnir verður Gerður G. Bjarkl- ind. Morgunblaðið/Sverrir Ljósin tendruð á Óslóarjólatrénu Íþróttafélagið Ösp heldur jólabingó í hátíðasal Hólabrekkuskóla sunnu- daginn 1. desember kl. 14.00. Bingóið er til styrktar félaginu og því starfi sem þar er unnið fyrir þroskahamlað og fatlað íþróttafólk. „Veglegir vinningar verða í boði, s.s. flug til Evrópu, ævintýraferðir innanlands, gisting við hringveg- inn, út að borða, allskonar dekur, gjafakörfur og margt fleira sem fyrirtæki hafa gefið af miklum rausnarskap,“ segir í tilkynningu. Sérstaða Íþróttafélagsins Aspar er sú að á æfingum félagsins þarf fleiri þjálfara og aðstoðarfólk en hjá öðrum íþróttafélögum. Flugferðir á Jólabingói Aspar Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opnað í dag, laugardag, kl. 12 og þessa fyrstu aðventu- helgi verður viðamikil dag- skrá. Aðal- viðburðurinn er þegar tendrað verður á jólatrénu fyrir miðju þorpsins kl. 16,30 en tréð er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar, Frið- riksbergi í Danmörku. Í þeirri dagskrá tekur þátt Karlakórinn Þrestir ásamt Kristjáni Jóhanns- syni, álfadrottningunni, grýlu og jólasveinunum og gestir þorpsins munu telja niður þegar jólaljósin verða kveikt. Í litlu jólahúsunum er ýmislegt í boði sem tilvalið er að setja í jólapakka. Alls konar gjafavara, heimilisiðnaður, handverk og hönnun, ásamt gómsætum veit- ingum líkt og heitu kakói, smá- kökum og vöfflum. Jólaþorpið er opið frá kl. 12-17 allar helgar fram til jóla og einnig 19. og 20. desember auk Þorláksmessu frá 16-21. Fjölbreytt skemmtidagskrá á sviði. Sjá nánar á www.hafn- arfjordur.is Jólaþorpið á Thorsplani opnað Kristján Jóhannsson STUTT Árleg friðarganga Árskóla á Sauð- árkróki fór fram í gærmorgun. Gengu nemendur frá skólanum að kirkjunni og mynduðu þaðan keðju upp kirkju- stíginn og að stóra ljósakrossinum á Nöfunum. Afhentu krakkarnir frið- arljós frá fyrsta nemanda að þeim síð- asta með friðarkveðju. Neðst í keðj- unni voru yngstu nemendurnir og svo koll af kolli. Veður var gott en kalt en frið- arganga markar upphaf aðventunnar á Sauðárkróki um leið og kveikt er á krossinum. Í dag verður kveikt á jóla- trénu á Kirkjutorgi, að loknu jólahlað- borði Rotary fyrir bæjarbúa. Friðarganga á Króknum Ljósmynd/Hjalti Árnason Um fátt hefur meira verið fjallað í þjóðmála- umræðunni í meira en heila öld en skatta og gjöld. Sögu skattkerfis- breytinga hefur þó ekki verið gerð fræðileg skil fyrr en núna með ritinu Í þágu þjóðar eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing. Tíundarkerfið forna var orðið úrelt á 19. öld og þjóðina vantaði tilfinnan- lega sameiginlegan sjóð, ríkissjóð, til að geta byggt uppnútímasamfélag. Það var gertm.a. með því að taka upp tekjuskattskerfi árið 1877. Allar ríkisstjórnir hafa síðan breytt skattalögum og því er ritið hvort tveggja í senn mikilvægt framlag til stjórnmálasögu þjóðarinnar oggrundvallarrit umsögu skatta og skattkerfisbreytinga á árunum1877–2012. Sagan er sögð á ljósanog skilmerkileganhátt og margt kemur fram sem áhugafólki um þjóðarsöguna mun þykja fengur að. Saga skatta og skattkerfisbreytinga á Íslandi 1877−2012 Friðrik G. Olgeirsson Bækurnar fást í bókaverslunum Pennans/Eymundsson og hjá Bóksölu stúdenta Í þágu þjóðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.