Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 18

Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þjálfunarmiðstöðin Hólaborg verður undir sér- stöku eftirliti héraðsdýralæknis og þarf að lúta sérstökum smitvörnum til 18. desember. Ástæð- an er sú að 18. nóvember sl. járnaði Steven O. Grady, dýralæknir og járningameistari, hestinn Blysfara frá Fremra-Hálsi og notaði til verksins notuð járningaáhöld, hanska, svuntu og vinnuskó, sem innflutningur er bannaður á. Bannað er að flytja inn notuð járningaáhöld og annan búnað samkvæmt íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar af leiðandi hafa allir hestar verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstak- ar smitvarnir á þjálfunarstöðinni sem í hlut átti. Enginn hestur má fara frá stöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er að staðfesta að smit hafi ekki borist í hestana. Járningamaðurinn var farinn af landi brott þegar fréttist af athæfinu, segir Sigríður Björns- dóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Mat- vælastofnun, en honum hefur verið gerð grein fyrir broti sínu. Þrjú ár eru síðan fresta þurfti landsmóti hestamanna vegna smitandi hósta sem geisaði í hrossum hér árið 2010. Það reyndist vera nýr stofn af bakteríunni Streptococcus zooepidem- icus sem hafði borist til landsins. „Sá faraldur hafði í för með sér gríðarlegt fjár- hagslegt tjón fyrir hestamennskuna sem at- vinnugrein. Greinin er ekki að öllu leyti búin að jafna sig eftir það áfall,“ segir Sigríður og vill brýna fyrir hestamönnum að sótthreinsa vel all- an fatnað sem hefur komist í snertingu við hesta erlendis og að allur innflutningur á notuðum búnaði er óheimill. Íslenski hrossastofninn er óvarinn gegn öllum helstu smitsjúkdómum sem þekktir eru í hrossum erlendis. Skortur á sér- tækri mótstöðu ásamt ýmsum þáttum í hrossa- haldinu hér á landi, s.s. mikill þéttleiki og flutn- ingar, ýta undir hættuna á að ný smitefni nái að magnast upp og breiðast hratt út. „Hestamenn verða að standa saman um varnir gegn því að ný smitefni berist til landsins,“ segir Sigríður. „Þeir þurfa að fræða erlenda sam- starfsaðila sem gera sér ekki grein fyrir sjúk- dómastöðunni hér á landi um lög og reglur um sjúkdómavarnir. Þá ber að varast að taka á móti erlendum gestum í hesthús eða annað umhverfi hesta án þess að tryggt sé að reglum um smit- varnir hafi verið framfylgt við komuna til lands- ins.“ Mun harðari viðurlög við sömu brotum í öðrum eyríkjum „Ef álíka tilvik hefði komið upp í Nýja-Sjálandi eða Ástralíu hefði verið beitt hörðum viðurlög- um,“ segið Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, LH. Hann segir það virkilega slæmt að enginn sem stóð að því að fá manninn til landsins hafi gripið inn í. „Það virðist enginn átta sig á alvarleika máls- ins. Þetta er algjörlega óviðunandi og hálfgerður skrípaleikur,“ segir Haraldur. Hann vísar til þess að síðustu ár hafa hestamenn orðið uppvísir að vítaverðu kæruleysi varðandi innflutning á ýmsum búnaði sem hefur komist í snertingu við hesta erlendis. Í desember heldur LH fund þar sem þetta mál verður tekið fyrir. Haraldur segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða. „Við þurfum hreinlega að skoða hvort við þurfum að herða lögin svo skiln- ingur á alvarleika málsins sé öllum ljós.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hestar Allir hestar á þjálfunarmiðstöð á Suðurlandi verða í farbanni til 18. desember vegna þess að erlendur járningameistari brúkaði notuð áhöld, sem bannað er að flytja inn til landsins. Hross í fjögurra vikna farbann  Greinin verður að sýna samtakamátt  Hestamenn átta sig ekki á alvarleika málsins „Svo að það komi skýrt fram þá virði ég lög/reglugerðir hvers lands og hefði fylgt þeim í einu og öllu hefði ég verið upplýstur um þær áður en ég lagði í þessa ferð,“ stendur í yfirlýsingu frá Steve O’Grady, dýralækni og járningameistara sem flutti inn notaðan búnað þegar hann kom til landsins til að meðhöndla Blysfara frá Fremra-Hálsi og birtist á vefnum eidfaxi.is. Ennfremur kemur þar fram að honum hafi ekki verið kunnugt um hvaða reglur eða takmarkanir séu í gildi varðandi flutning á járningarverkfærum til Íslands. Þá hafii hann geymt ferðasettið sitt í frysti í fjór- tán klukkustundir til að drepa bakteríur, segir hann ennfremur. Var ekki kunnugt um reglurnar YFIRLÝSING FRÁ STEVE O’GRADY JÁRNINGAMEISTARA Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, SÍBS, fagnaði 75 ára afmæli sínu á dögunum. Saga sambandsins hef- ur nú verið tekin saman í bókinni Sigur lífsins: SÍBS í 75 ár -1938-2013. Í bók- inni er farið yfir sögu SÍBS frá upphafi og til dagsins í dag með megináherslu á sögu sambands- ins sjálfs. Þó er einnig fjallað um Reykjalund og Múlalund og aðrar stofnanir og aðildarfélög sambands- ins. Pétur Bjarnason, höfundur bók- arinnar og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri SÍBS, segir að bókin hafi átt sér nokkurn aðdraganda. Ár- ið 1988, á fimmtíu ára afmæli Sam- bandsins, hafi komið út SÍBS bókin, sem hefði verið góð á sínum tíma, en bæri þess merki að hafa verið rituð á skömmum tíma. Saga samtakanna frá upphafi Upphaflega hefði staðið til að skrifa söguna þaðan sem frá var horfið í þeirri bók, en komið hefði í ljós að það gengi illa upp. „Fyrir rúmu ári fór ég fram á að fá að skrifa söguna frá upphafi, því að bækurnar tvær yrðu svo ólík verk,“ segir Pétur. Pétur segir að ekki hafi margt komið sér á óvart við ritun bók- arinnar, þar sem hann hafi verið ná- tengdur sambandinu í langan tíma og þekkt söguna allvel. „Ég ritstýrði meðal annars SÍBS-blaðinu og var þar oft með greinar frá gömlum tíma,“ segir Pétur. „En það sem er eftirminnilegast er bjartsýni frum- kvöðlanna og óbilandi dugur. Þetta voru sjúklingar en það sást hvergi í störfum þeirra að þarna væru sjúkir menn á ferð,“ segir Pétur. Pétur segir að starf SÍBS hafi sameinað fólk úr ólíklegustu áttum. „Starfið gekk þvert á flokkslínur, menn komu úr öllum flokkum og voru framarlega í öllum stjórn- málaflokkum, bæði forystumenn þar og þingmenn en það skyggði aldrei á sameiginlega baráttu þeirra,“ segir Pétur. Hann tekur fram að SÍBS hafi ekki verið stofnað gegn berklaveik- inni sjálfri, heldur fyrst og fremst til þess að finna úrræði fyrir þá sjúk- linga sem höfðu fengið berkla og þurftu að komast út í lífið á ný. „Það voru litlir möguleikar fyrir það fólk, og þetta var meginhlutverk sam- bandsins,“ segir Pétur. Starf SÍBS snerist því ekki um læknisfræðilega baráttu gegn berklaveikinni, heldur gegn afleið- ingum hennar. Eftir að sigur vannst á berklum hérlendis hafi starf sam- bandsins færst yfir í alhliða end- urhæfingu eftir aðra sjúkdóma, eins og t.d. hjartasjúkdóma og fjölmarga aðra. „Endurhæfing hefur því verið lykilhugtakið, það hefur verið rauði þráðurinn í starfi sambandsins í þessi 75 ár, að hæfa fólk að nýjum störfum.“ Bjartsýni og óbilandi dugur  Saga SÍBS í 75 ár komin út  Starf samtakanna hefur sameinað fólk úr ólíklegustu áttum, segir höfundurinn Morgunblaðið/Golli Pétur Bjarnason Múlalundur Stærsta og elsta vinnustofa landsins þar sem öryrkjar njóta endurhæfingar. VVVVV Jón Yngvi Jóhannsson / Fréttablaðið VVVVV Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið D Ý R G R I P U R www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Kortið er meðal annars selt hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð. Upplýsingar í síma 896 5808. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.