Morgunblaðið - 30.11.2013, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.11.2013, Qupperneq 29
Morgunblaðið/Ernir Atvinnulíf Meðal hugmynda sem fram komu í könnuninni var að fyrirtækin í landinu mörkuðu sér menntastefnu og reyndu að skapa fleiri störf fyrir þá sem eiga langa skólagöngu að baki. Fjölskrúðugar tillögur og hug- myndir komu fram þegar spurt var um lausnir á vandamálum sem snerta atvinnulíf og lífskjör í ein- stökum landshlutum. Flestar snúa að stjórnvöldum með einum eða öðr- um hætti. Ekki var við því að búast að menn sæju einfaldar lausnir á einu stærsta vandamáli landsbyggðarinnar, ein- hæfu atvinnulífi og skorti á störfum fyrir fólk með langskólamenntun. Eftirfarandi var meðal þess sem nefnt var: Stofnanir sem þegar eru til staðar á landsbyggðinni, heilsugæslu- stöðvar, skólar og dvalarheimili, ættu að stefna markvisst að því að hafa fleiri háskólamenntaða í starfi. (Sveitarstjórnarmaður á Vest- urlandi.) Ríkið þarf að fjölga störfum á landsbyggðinni sem eru vel launuð og krefjast mikillar menntunar. (Sveitarstjórnarmaður á Norður- landi.) Marka menntastefnu Stærri fyrirtæki úti á landi þurfa að marka sér menntastefnu. Þau ættu að gera auknar kröfur um menntun starfsfólks. Ríki og sveit- arfélög þurfa að vinna markvisst að því að fjölga þekkingarstörfum. (Skólamaður á Austurlandi.) Fyrsta skrefið til að leysa ein- hæfnina væri að ríki og sveitarfélög stuðluðu meðvitað að uppbyggingu starfa sem krefjast hás mennt- unarstigs. (Opinber starfsmaður á Austurlandi.) Styðja frumkvöðla Af öðru tagi eru þessi viðbrögð við fábreytni atvinnulífsins: Aukinn stuðningur við sprotafyr- irtæki. (Sveitarstjórnarmaður á Austurlandi.) Þróunarsetur þar sem frum- kvöðlar hafa möguleika á faglegum og fjárhagslegum stuðningi. (Sveit- arstjórnarmaður á Suðurlandi.) Hið opinbera skapar sífellt ný störf, þeim ætti að beina að lands- byggðinni markvisst. (Skólamaður á Vestfjörðum.) Auka frumkvöðlastyrki og áhættulán til lítilla fyrirtækja og frumkvöðla sem eru að reyna að skapa atvinnu í nýjum greinum. (At- vinnurekandi á Vestfjörðum.) Bæta menntunarstig í mat- vælaframleiðslu og hvetja til vöruþróunar og nýsköpunar. (Bæj- arstjórnarmaður á Suðurlandi.) Laða að byggðunum öfluga fjár- festingu sem á endanum byggir upp vel launuð störf fyrir menntað fólk. (Atvinnurekandi á Suðurnesjum.) Framleiðendur gætu reynt að auka fullvinnslu vöru heima í héraði og þróa aðar tengdar afurðir tengdar sinni framleiðslu, hugsanlega með rannsóknar- og þróunarvinnu. (Sveit- arstjórnarmaður á Suðurlandi.) Skilgreina lágmarksþjónustu Meðal úrbótahugmynda á öðrum sviðum má nefna þessar. Íbúðalánasjóður situr á íbúðum á meðan leiguhúsnæði skortir. Það þarf að breytast. (Frá Suðurnesjum og Vesturlandi.) Forsenda fyrir bættri læknisþjón- ustu er þjóðarsátt um að borga lækn- um sambærileg laun og í öðrum nor- rænum löndum. (Frá Vesturlandi.) Skilgreina þarf lágmark grunn- þjónustu um land allt. (Frá Vest- urlandi.) Ívilnanir vegna búsetu Styðja þarf fólk á aldrinum 20-40 ára sem kýs að setjast að á lands- byggðinni með ýmsum ívilnunum, afskrift námslána að hluta, lægra tekjuskattshlutfalli og hærri barna- bótum. (Frá Vestfjörðum.) Ný störf sem ríkið skapar verði á landsbyggðinni samkvæmt mark- vissri áætlun. (Frá Vestfjörðum.) Fjarlægðarívilnanir fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. (Frá Vest- fjörðum.) Draga úr kostnaði í kringum störf að nýsköpun og rannsóknum. (Frá Vestfjörðum.) Niðurgreiðslukerfi Skapa sjávarútveginum raunhæfa framtíðarsýn. (Frá Norðurlandi.) Stjórnvöld þrýsti á erlenda fjár- festa að setja niður orkufreka starf- semi. (Frá Norðurlandi.) Fjölbreyttara námsframboð í heimabyggð. (Frá Norðurlandi.) Niðurgreiðslukerfi að norrænni fyrirmynd handa þeim sem þurfa að sækja atvinnu langt frá heimili sínu. (Frá Norðurlandi.) Auka kynningu Átak í gerð jarðganga og vega- gerð. (Frá Austurlandi.) Betri kynning fyrir fjárfesta á byggðarlögum landsins og tækifær- um sem þar eru. (Frá Austurlandi.) Mótuð verði byggðastefna til lengri tíma. (Frá Austurlandi.) Draga úr regluverki Draga úr íþyngjandi regluverki í atvinnulífinu. (Frá Suðurlandi.) Byggja upp stórskipahöfn í Þor- lákshöfn í stað Reykjavíkurhafnar. (Frá Suðurlandi.) Álver Álver í Helguvík verði að veru- leika. (Frá Suðurnesjum.) Uppbygging atvinnuklasa í sjáv- arútvegi og orkutengdri starfsemi. (Frá Suðurnesjum.) Skattalækkanir Lækka skatta til að örva atvinnu- lífið. (Frá höfuðborgarsvæðinu.) Halda verðbólgu í skefjum og lækka vexti. (Frá höfuðborgarsvæðinu.) Skoða kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. (Frá höf- uðborgarsvæðinu.) Almennar aðgerðir sem leiða til stöðugleika í efnahagsmálum. (Frá höfuðborgarsvæðinu.) Fyrirtækin marki sér menntastefnu  Auka þarf stuðning við frumkvöðla  Ívilnanir vegna búsetu á landsbyggðinni  Dregið verði úr íþyngjandi regluverki  Lækka skatta til að örva atvinnulífið  Móta byggðastefnu til lengri tíma 2Hvernig erhægt að leysa þessi vandamál? MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Hydrovane loftpressur eru lágværar, fyrirferðarlitlar, öflugar og henta alls staðar þar sem þörf er á þrýstilofti. Mikið úrval af hágæðaloftpressum, lögnum og síum. Bjóðum lausnir í þrýstilofti fyrir allar aðstæður. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Allt annað líf - með hljóðlátri loftpressu Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.