Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 31

Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Framtíðarhorfur í byggðum lands- ins eru bjartar að mati for- ystufólks í atvinnulífi og sveit- arstjórnum sem Morgunblaðið leitaði til. Ekki er þó alveg jafn áberandi bjartsýni á höfuðborg- arsvæðinu og á landsbyggðinni. Bjartsýnin um framtíðina er þó ekki fyrirvaralaus. Áherslan er á að tækifærin séu til staðar en það ráði úrslitum hvernig spilað sé úr þeim. Forsendur sem menn gefa sér eru margvíslegar og mismun- andi, gjarnan nokkuð breytilegar eftir landshlutum. Algengast er að menn á landsbyggðinni nefni í þessu sambandi þörf fyrir sam- göngubætur. Einnig nefna margir að þörf sé fyrir þolinmótt fjár- magn í margs konar atvinnuskap- andi verkefni. Þá þurfi ríkisvaldið að taka sér tak gagnvart lands- byggðinni og marka raunverulega byggðastefnu. Óvissu verði eytt „Ég er bjartsýnn á framtíð byggðarlagsins,“ sagði útgerð- armaður á Vesturlandi. Hann taldi brýnt að óvissu um fiskveiðikerfið yrði eytt. „Atvinuhorfur eru al- mennt mjög góðar og lífskjör eru mjög góð á svæðinu,“ sagði for- ystukona í sveitarstjórn á Vest- urlandi. „Kröftug menning“ Embættismaður á Vestfjörðum sagði að svæðinu hefði lengi verið haldið í úlfakreppu. Tilfinning sín væri að þetta hefði leitt af sér „kröftuga menningu sem ekki læt- ur mótbyr stöðva sig og einnig frjóan jarðveg til vaxtar sem nýtir hvert tækifæri sem býðst,“ eins og hann komst að orði. „Við þurf- um fyrst og fremst að bera gæfu til þess að vanda til verka við uppbyggingu svæðisins og gæta þess að líta ekki á hvert tækifæri sem býðst eins og síðasta sjens, heldur vega það og meta með sjálfbærni til framtíðar að leið- arljósi,“ bætti hann við. „Er frekar bjartsýnn á framtíð- arhorfur,“ sagði sveitarstjórn- armaður á Vestfjörðum. „Sér- staklega ef umhverfi sjávarútvegsins verður þannig að fólk þarf ekki að hafa endalausar áhyggjur af stórfelldum flutningi aflaheimilda í burtu af svæðinu.“ Meiri samstöðu Skólamaður á Norðurlandi sagði að horfur í landshlutanum væru mjög góðar ef tækist að skapa fleiri störf fyrir háskóla- menntað fólk og bæta samgöngur. En þörf væri á meiri samstöðu í landshlutanum „og ekki síður skilning höfuðborgarsvæðisins á að Ísland er meira en Reykjavík og nágrenni“. Sveitarstjórnarkona kvað at- vinnulíf og mannlíf á svæðinu hafa alla burði til að vaxa og dafna þannig að íbúum fjölgaði og þjón- usta ykist. „Ekki síst ef umgjörð og starfsskilyrði atvinnulífs verða löguð þannig að aðstæður skapist á ný til vaxtar. Hér eru hagfelld skilyrði til fjölbreyttrar fram- leiðslu- og þjónustustarfsemi, mannauður mikill og mannlífið gott.“ Samfélagsbreytingar „Ég hef væntingar um að at- vinnulíf muni halda áfram að blómstra á Austurlandi. Ýmsar þær hugmyndir sem unnið er að af bæði sveitarfélögum sem og einkaaðilum eru til þess fallnar að efla svæðið til lengri tíma litið og er því ástæða til að ætla að sú já- kvæða þróun, í atvinnulífs- uppbyggingu og íbúaþjónustu, sem átt hefur sér stað á umliðnum árum muni halda áfram,“ sagði sveitarstjórnarmaður á Austur- landi. „Á heildina litið virðist fram- tíðin vera nokkuð björt, en ég ótt- ast þó að samfélagsbreytingarnar muni þó hægt og hægt grafa und- an bæði byggð og atvinnulífi, ef ekki verður brugðist rétt við í tíma,“ sagði skólamaður á Austur- landi. Vandamálið væri endurnýj- un samfélagsins á svæðinu í ljósi breyttra tíma og breyttra vænt- inga ungs fólks. „Sífellt fleiri fara í langskólanám og það unga fólk finnur ekki störf við hæfi í sjáv- arplássum eða sveitum. Verði ekk- ert að gert munu þau störf sem losna vegna kynslóðaskipta á næstu árum og áratugum ekki verða fyllt af heimamönnum (eða jafnvel öðrum Íslendingum) og samfélagið því smám saman „þorna upp“ innan frá,“ sagði hann. Þörf fyrir virkjanir „Hér eru möguleikarnir nokkuð góðir,“ sagði sveitarstjórnarmaður á Suðurlandi. Afar stöndug og góð fyrirtæki væru rekin víða í lands- hlutanum. Fram hefðu komið afar metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu á sviði ferðaþjónustu og þar væru miklir möguleikar. Annar sveitarstjórnarmaður sagði að horfurnar væru ágætar ef virkjanamál kæmust í eðlilegt horf og virkjanakostir færu í nýt- ingarflokk úr biðflokki. „Ferða- mannaþjónusta mun áfram fara vaxandi og verða æ mikilvægari. Það þarf engu að síður að tryggja fjölbreytni í nýjum störfum. Það er best gert með nýtingu orkunn- ar, enda verða þá til störf í bygg- ingariðnaði, verkfræði og iðnaði sem eru vel launuð. Þjónusta við fyrirtæki og heimili munu áfram vaxa út frá grunnstoðunum sjáv- arútvegi, ferðaþjónustu og orku- geiranum. Þeir tveir síðarnefndu eru aðalundirstaða nýrra starfa,“ sagði hann. Góðar tengingar „Framúrskarandi,“ sagði at- vinnurekandi á Suðurnesjum um horfurnar. Þrátt fyrir tímabundin vandamál væri ekkert svæði á landinu sem byggi yfir eins góðum tækifærum til atvinnuuppbygg- ingar. „Góðar tengingar hvort sem er innanlands eða utan skapa einstakt aðgengi að þekkingu og fleiri þáttum sem nauðsynlegir eru til að byggja upp atvinnu og bæta lífskjör,“ bætti hann við. „Framtíðarhorfur eru gríð- arlega jákvæðar að gefnum þeim forsendum að til þessa svæðis fá- ist orka og að þau störf sem hér verða til nýtist íbúum svæðisins (ekki aðgreining betur launaðra til höfuborgarsvæðisins eins og til- hneiging hefur verið). Hér eru góðar fiskiskipahafnir, góð fisk- vinnsluhús og góð aðstaða til út- flutnings bæði með flugvelli, FLE og stórskipahöfn, Helguvík,“ sagði bæjarstjórnarmaður á Suð- urnesjum. Hægur bati „Útlit er fyrir að hægur bati verði hérlendis á næstu árum. Hættan er aftur á móti sú að þrátt fyrir að áframhaldandi vöxt hérlendis verði hann ekki nægur til að bæta lífskjör til jafns við þau lönd sem við viljum bera okk- ur saman við,“ sagði verkalýðsfor- ingi á höfuðborgarsvæðinu. „Landið er gjöfult og hefur alla kosti þess að veita íbúum sínum velgengni – til þess þurfa ráða- menn að þora að sjá nýjar leiðir og reyna nýjar hugmyndir,“ sagði annar forystumaður í stétt- arfélagi. Ljúka þarf viðræðum Ekki voru allir bjartsýnir. „Ég met horfurnar ekki góðar, sér- staklega ef ríkisstjórnin ætlar ekki að ljúka aðildarviðræðum við ESB og fara út í leiðréttingar á lánum sem hleypa verðbólgu á flug,“ sagði framkvæmdastjóri fyrirtækis í Reykjavík. „Næstu 2-3 verða erfið – en framhaldið snýst um hvaða leiðir við veljum svo. Til að setja þetta val upp á mjög einfaldan hátt þá held ég að lausnir „einangrunarsinna“ og „al- þjóðasinna“ muni takast á og að lífskjör hér næstu árin muni fara mikið eftir því hvor fylkingin verði ofan á,“ sagði annar fram- kvæmdastjóri á höfuðborgarsvæð- inu. Almenn bjartsýni – en margir fyrirvarar  Mun jákvæðari tónn á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu  Tækifærin eru til staðar  Þörf fyrir virkjanir  „Kröftug menning sem ekki lætur mótbyr stöðva sig“ Morgunblaðið/Ernir Samfélag Vitundarvakning hefur orðið um lífsgæði sem felast í búsetu í minni samfélögum úti á landi þar sem umhverfið er fjölskylduvænt. 4Hvernig meturðu framtíðarhorfur atvinnulífs?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.