Morgunblaðið - 30.11.2013, Page 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hvernig getur Reykjavík átt svona
mikið af spennandi yrkisefnum?
Svona spurði fólk sig árið 1934 þegar
ljóðabókin Fagra veröld eftir Tómas
Guðmundsson kom út. Með henni var
sleginn nýr tónn í skáldskap og skrif-
um. Bærinn við sundin blá, sem óðum
var að breytast í borg, varð sögusvið
bókmennta sem áttu eftir að breyta
sýn fólk á staðinn sem þótti ekki par
fínn í sveitasamfélaginu.
Leit auga þinn nokkuð fegra
„Af bernskuglöðum hlátri stræt-
ið ómar, því vorið kemur sunnan yfir
sæinn / sjá sólskinið á gangstéttunum
ljómar,“ yrkir Tómas í ljóði sínu,
Austurstræti. Með þessu var tónninn
sleginn og borgarskáld var komið
fram. „Leit auga þitt nokkuð fegra –
en vorkvöld í Vesturbænum,“ spurði
Tómas í öðru ljóði og lagði hverfið að
líku við skínandi hallir keisara í Kína.
Þessi bæjarhluti væri heimur sem
kynslóðir hlóðu „með sálir sem
syrgja og gleðjast / og sálir sem hitt-
ast og kveðjast,“ orti Grímsnesing-
urinn Tómas sem lengst bjó við
Egilsgötuna á Skólavörðuholtinu.
Samkvæmt útnefningu Unesco,
menningarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna, er Reykjavík bókmennta-
borg ársins 2013. Efniviðurinn í þann
titil er nægur því saga Íslands er
skráð alveg aftur á núllpunkt.
Finnur enga súlu
„On í fjöru Ingólfur/er í skapi
fúlu, / fram og aftur flækist þar/en
finnur enga súlu, orti Þórarinn Eld-
járn um landnámsmanninn úr Sogns-
firði í Noregi og fyrsta Reykvíking-
inn, Ingólf Arnarson. „Þar fornar
súlur flutu á land / við fjarðarsund og
eyjaband, þeir reistu Reykjavík,“ orti
Einar Benediktsson.
Elías Mar er brautryðjandi í ís-
lenskum skáldskap og í bókinni
Vögguvísu er „sveitin jafnfjarlæg og
tunglið. Gamla einangraða Ísland er
horfið. Ísland nútímans með peninga-
viðskipti og bandarísk dægurmenn-
ingaráhrif er komið til að vera,“ segir
Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi í
bókinni Nýr penni í nýju lýðveldi,
sem fjallar um skáldskap Elíasar
Marar. Vögguvísa hefst á innbroti og
svo segir frá Bambínó sem lá í leðj-
unni fyrir utan Sjálfstæðishúsið á
Austurvelli.
Hjálmar segir að Elías hafi í
þessari sögu, sem kom út 1949,
skynjað betur en aðrir að amerísk
dægurmenning ætti eftir að leggja
heiminn undir sig. Bókin hafi því náð
að túlka tíðarandann nokkuð vel og
það hafi höfundum eins og Ástu Sig-
urðardóttur og Indriða G. Þorsteins-
syni einnig tekist.
Þórbergur Þórðarson bjó á
Hringbraut 45 í Reykjavík eins og
skýrt er merkt á skilti sem er fest ut-
an á húsið. Sambýli fólks í stigagang-
inum þar varð skáldinu efniviður í
Sálminn um blómið, þroskasögu lít-
Sólskin á gangstéttum
Bókaslóðir í borg Skáldskapur breytti sýn fólks á höf-
uðstaðinn Njálsgata, Laufásvegur, Laugarnes og Hátún
Morgunblaðið/Ól.K.M.
Reykjavík Með Tómasi Guðmundssyni komu bókmenntirnar í borgina. Skáldið í Lækjargötu á því herrans ári 1976.
Einar Már
Guðmundsson
Elías Mar Steinunn
Sigurðardóttir
Halldór
Laxness
Þrettán borgarstjórar í 40 ár
Á sl. fjörutíu árum hafa þrettán
manns gegnt embætti borgarstjóra í
Reykjavík, allt fólk sem er lifandi.
Þessir framkvæmdastjórar stærsta
sveitarfélags landsins hafa staldrað
við mislengi og af því ræðst að mis-
jafnt er hverju þeir hafa áorkað.
Borgarstjóri frá 1972 til 1978 var
Birgir Ísleifur Gunnarsson, seinna
ráðherra og seðlabankastjóri. Á því
skeiði var mikil uppbygging í borg-
inni og umhverfismálin komust vel á
dagskrá með Grænu byltingunni sem
svo var kölluð.
Egill Skúli Ingibergsson var borg-
arstjóri í tíð vinstri meirihlutans frá
1978-1982. Þá náði Sjálfstæð-
isflokkur aftur meirihluta sínum
undir forystu Davíðs Oddssonar og í
hans tíð voru byggð Perla og Ráð-
hús, Viðey reist úr öskustó og haldið
upp á 200 ára afmæli borgarinnar
sem enn er minnst. Markús Örn Ant-
onsson tók við af Davíð og Árni Sig-
fússon var borgarstjóri um hríð vorið
1994.
Í kosningum 1994 náði Reykjavík-
urlistinn meirihluta í borginni og hélt
til 2006. Lengst af var Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri en síðar
komu Þórólfur Árnason og Steinunn
Valdís Óskarsdóttir. Á tólf árum R-
listans gerðist margt. Þar má tiltaka
uppbyggingu leikskóla, sem var
áherslumál. Allt var sett á fullt hjá
Orkuveitunni og brotin ný lönd undir
íbúðahverfi.
R-listinn fjaraði út og eftir kosn-
ingar tóku Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokkur við. Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson varð borgarstjóri. Fljótt
slitnaði upp úr því samstarfi og á
kjörtímabilinu fram til 2010 voru
borgarstjórar þau Dagur B. Eggerts-
son, Ólafur F. Magnússon og Hanna
Birna Kristjánsdóttir.
Núverandi borgarstjóri, besta-
flokksmaðurinn Jón Gnarr, er allt
öðruvísi en fyrirrennarar hans. Með-
an menn sitja enn í embætti er
ómögulegt að tilgreina hvar viðkom-
andi hafi helst markað spor. Þó má
nefna að Gnarr hefur beint sjónum
að mannréttindum og minni-
hlutahópum og beitt sér í þeirra
þágu. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Forystufólk Sex fv. borgarstjórar. Frá vinstri Birgir Ísleifur, Egill Skúli, Markús
Örn, Ingibjörg Sólrún, Þórólfur Árnason og Steinunni Valdís.
Davíð
Oddsson
Dagur B.
Eggertsson
„Öskjuhlíðin er ef til vill hin
gleymda perla Reykjavíkur, ekki
síst vegna takmarkaðra tenginga
hennar við ytra umhverfi sitt. Úti-
vistargildi svæðisins er mikið
vegna fjölbreyttrar náttúru, skjól-
góðs skógar, útsýnis yfir borgina
og fjallahringinn og áhugaverðra
sögulegra minja sem gera mætti
verðug skil. Hins vegar týnist
margt í skógivaxinni hlíðinni, þ.m.t.
yfirsýn, og þarf að opna betur að-
gengi að hlíðinni
og skóginum
með greiðum
leiðum,“ segir
Þráinn Hauksson
landslags-
arkitekt.
Geislar frá
Perlunni sem
tengja hana við
Öskjuhlíðina og
nærumhverfið
eru meginstefið í tillögu teiknistof-
unnar Landslags, er unnin var af
Þráni, Sif Hjaltdal Pálsdóttur og
Svövu Þorleifsdóttur sem öll eru
landslagsarkitektar FÍLA. Tillagan
vann til fyrstu verðlauna í sam-
keppi sem Reykjavíkurborg stóð
fyrir nýverið, hvar leitað var hug-
mynda um skipulag svæðisins. Suð-
urgeislinn er megintenging Öskju-
hlíðarinnar við strandlengju
Fossvogs, þar sem bratti hlíð-
arinnar er minnstur.
Annar ráðandi þráður í tillögu
Landslags er Perlufestin – greið-
fær hringleið um ofanverða hlíðina
sem þræðir saman áhugaverða
staði. Þar er lagt til að söguminjar
verði verndaðar og vegur þeirra
gerður meiri með merkingum og
fróðleiksskiltum. Einnig að gróð-
urreitir verði þróaðir í átt að vist-
fræðilegum fjölbreytileika og að í
austurhlíðinni, sem liggur að Foss-
vogskirkjugarði verði birkiskógur
með rjóðrum, þar sem blómgróður
fái notið sín.
„Í tillögunni er lögð áhersla á að
skilgreina auðratanlegt net stíga
Geislar og
greiðari leiðir
Öskjuhlíðin
til öndvegis
Útsýni Skissa að palli sem komið er fyrir á klettum. Stjórnstöð Neðanjarðarbyrgi breska hersins.
Þráinn
Hauksson
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
DAGA
HRINGFERÐ
REYKJAVÍK
Morgunblaðið/Ómar
Ráðhús Reykjavíkur Þar við tjörnina er stjórnsýsla borgarinnar til húsa.