Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 40

Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 40
REYKJAVÍK DAGA HRINGFERÐ 40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Breiðholtið er fjölmenningarsam- félag og það skapar tækifæri. Hverfið er suðupottur allskonar stefna og strauma þar sem ólík við- horf og stefnur mætast. Útkoma úr slíku er alltaf áhugaverð. Hér er fólk af ýmsu þjóðerni og í raun er þetta ekki ólíkt því sem var á upp- vaxtarárum mínum hér, nema hvað þá voru krakkar utan af landi í að- alhlutverki. Þau höfðu – rétt eins og útlendingar nú – ólíkan bak- grunn og því fylgdi margt skemmtilegt,“ segir Óskar Dýr- mundur Ólafsson, hverfisstjóri í Breiðholti. Útlendingar taka virkan þátt Á síðustu árum hafa borgaryf- irvöld í nokkrum mæli beint sjón- um sínum að Breiðholti. Starfsemi þjónustumiðstöðvar hverfisins í Mjóddinni er öflug. Þar eru veittar upplýsingar og þjónusta varðandi starfsemi stofnana borgarinnar í hverfinu. Starfsfólk miðstöðv- arinnar hefur einnig með höndum að virkja íbúa til þátttöku í fé- lagslegu starfi, þannig að allir geti notið sín í lífi og leik sem aftur skilar sér til samfélagsins alls. Að þetta gangi eftir er hlutverk hverf- isstjórans og hans fólks. „Nýlega héldum við Breið- holtsdaga með ýmsum menningar- viðburðum og uppákomum. Þátt- takan var góð og sérstaklega fannst mér ánægjulegt hvað út- lendingarnir tóku virkan þátt, til dæmis á markaði í Gerðubergi þar sem fólk seldi handverk og ýmsa nytjamuni,“ segir Óskar Dýr- mundur. Hverfið er hagkvæm stærð Breiðhyltingar eru í dag um 20.700 en voru 22.233 árið 1998. Hverfið skiptist í þrennt; það er Seljahverfi og svo Neðra og Efra Breiðholt. Það síðastnefnda er fjöl- mennasta byggðin – en þar búa nú um 8.700 manns. „Þegar best lét í kringum 1980 voru Breiðhyltingar um 30.000, svo fækkun íbúa fram til dagsins í dag er mjög mikil. Breytingarnar sem af þessu leiða koma víða fram. Fyrir um þrjátíu árum voru 1.300 nemendur í Fellaskóla en í dag eru þeir aðeins um 300. Þá er fólk af erlendu bergi brotið mjög stór hóp- ur til dæmis í Fellunum og um 75% nemenda á leikskólunum þar eru útlendingar. Þetta gjörbreytir samfélaginu og því þarf að bregð- ast við á ýmsa vegu. Hjá borginni hafa menn svo litið á að 20.000 manns séu mjög hentug stærð hvað varðar alla þjónustu enda höf- um við stillt starf okkar þannig að það er markvisst og gengur greitt fyrir sig,“ segir Óskar. Nýir íbúar fá bréf Hjá Þjónustumiðstöð Breið- holts tíðkast að tvisvar á ári eru send bréf til fólks sem flutt hefur í hverfið mánuðina á undan og það boðið velkomið. „Við fáum útprentun úr þjóð- skrá og fylgjumst með hverjir eru nýir. Ég byrjaði með þetta fyrir tveimur árum eða svo og í stuttu bréfi er tíundað hver þjónusta borgarinnar hér sé, það er skólar, sundlaug, íþróttaaðstaða, menning- armiðstöð, félagsstaða fyrir aldraða og fleira. Fólk er þarna minnt á réttindi sín en líka skyldurnar, það er að við eigum eftir megni að blanda okkur í leikinn og taka þátt í honum. Og þetta starf er mjög fjölbreytt, núna erum við til dæmis að fara af stað með frum- kvöðlasetur fyrir fólk sem vill bæta sig í tölvu- og tæknigreinum og þar munum við fá til dæmis fyrirtæki eins og CCP og Nýherja til liðs við okkur,“ segir Óskar og bætði við: „Nei, í bréfunum höfum við ekki tilgreint hvaða fyrirtæki eru hér. Fólk finnur út úr slíku sjálft en það er góð mannlífsflóra í þjón- ustukjörnum s.s. við Hólagarð og í Mjóddinni, en á síðarnefnda staðn- um vinna um 800 manns.“ Uppbygging í Neðra Breið- holti hófst í kringum 1965 þegar þar voru reist fjölbýlishús með litlum og ódýrum íbúðum. Fella- og Hólahverfið var að mestu byggt milli 1970 og 1980 og síðast kom Seljahverfið. Íþróttir og orgelhátíð „Það er þekkt að hverfi end- urnýjast oft á 30 ár fresti eða svo. Ungt fólk stofnar heimili á þrítugs- aldri og heldur sig gjarnan í sama hverfi þar til börnin eru komin á legg og þau kannski flutt annað. Um sextugsaldurinn vill eldra fólk- ið kannski minnka við sig í hús- næði og börnin, þá sjálf orðin for- eldrar, flytja aftur heim á fornar slóðir. Þetta er einmitt að gerast í nokkrum mæli í Breiðholtinu í dag, íbúum er að fjölga. Nemendum í skólunum fjölgar, en hér eru alls tólf leikskólar og 2.400 nemendur eru í grunnskólunum sex,“ segir Óskar Dýrmundur sem leggur áherslu á að borgin eigi fyrst og síðasta að vera bakhjarl góðra verkefna og aðstoða við að ýta þeim úr vör. „Hér eru margt skemmtilegt að gerast. Menningarstarfið í Gerðubergi er mjög líflegt, Leikn- ismenn í Breiðholtinu eru öflugir í fótboltanum og starfsemi ÍR er sömuleiðis mjög lífleg – og nær til alls hverfisins. Þá eigum við gott samstarf við söfnuðina hér – það er fólk sem starfar í Breiðholts-, Fella- og Hóla- og Seljakirkju. Þannig tóku kirkjurnar þátt í Breiðholtsdögum og í mars verður tónlistarhátíð með orgeltónleikum í öllum kirkjum hverfisins. Svona gæti ég haldið áfram en allt þetta segir okkur að Breiðholtið blómstr- ar.“ Breiðholtið endurnýjast  Íbúum fjölgar aftur eftir mikla fækkun  Gjörbreytt með útlending- um  Eigum að blanda okkur í leikinn Í hnotskurn » Breiðholtsbúar í dag eru um 21 þúsund en voru um 30 þúsund á uppbyggingarár- unum um 1980 » Um 75% nemenda sumra leikskóla í hverfinu eru af er- lendu bergi brotnir » Góð þáttttaka í Breið- holtsdögum, ekki síst meðal útlendinga í hverfinu. » Hlutverk borgarinnar að ýta góðum málum úr vör. » Eigum réttindi en höfum líka skyldur Morgunblaðið/Golli Sprettur Ungir sem eldri tóku þátt í skemmtilegum reiðhjóladegi sem haldinn var í Breiðholtinu í sumar. Morgunblaðið/Rósa Braga Hverfisstjóri Fólk af ýmsu þjóðerni og í raun er þetta ekki ólíkt því sem var á uppvaxtarárum mínum hér, segir Óskar Dýrmundur Ólafsson. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Breiðholtið sem einu sinni var útnári er hin nýja miðja höfuðborgarsvæðisins. Héðan er maður fljótur að aka niður í bæ og sjálfur vinn ég í Mosfellsbæ og þangað er fljótfarið. Hverfið liggur vel við öllum leiðum út úr borginni og hér innansveitar búum við að því hve menn voru framsýnir þegar hverfið var skipulagt og þá með þarfir fjölskyldufólks í huga,“ segir Helgi Kristófersson, formaður íbúasamtakanna Betra Breiðholts. Samráð skortir í stærri málum Íbúasamtökin voru stofnuð árið 2006 og hefur Helgi verið í forystu þeirra frá upp- hafi. „Þetta er svo sem ekki mjög formlegur félagsskapur þó að við höfum stjórn og ákveðið skipulag á starfinu, sem hefur það inntak að vinna að framfaramálum,“ út- skýrir Helgi. „Borgaryfirvöld hafa yfirleitt komið vel til móts við óskir Breiðholtsbúa varðandi úrbótamál hér. Flest minniháttar mál eru leyst bæði fljótt og vel. Það er helst í stærri og veigameiri málum sem skortir samráð við íbúana. Þegar nýtt aðalskipulag var í vinnslu á dögunum komum við með at- hugasemdir við margt og rákum við til dæm- is augun í að fyrirhuguð brú yfir Breiðholts- brautina á móts við Select í Æsufelli hafði verið tekin út af skipulagi. Þau Dag B. Egg- ertsson og Björk Vilhelmsdóttur borgarfull- trúa rak í vörðurnar þegar við spurðum út í þetta og svo fór að þessu var breytt vona ég,“ segir Helgi, sem telur brýnt að brúin sé á skipulagi. Hún verði líka á sinn hátt táknræn, því Breiðholtið sé á margan hátt sem þrjár eyjar, það er Bakkar, Fella- og Hólahverfi og svo Seljahverfi. Þessar eyjar séu um margt ólíkar hvað varði t.d. byggingastíl og íbúa- samsetningu. Önnur hverfi vega þyngra Helgi hefur búið í Breiðholti í 35 ár. „Fjölskyldan fann sig strax hérna. Það fólst mikið t.d. öryggi í því krakkarnir þyrftu aldrei að fara yfir götu á leið í skólann,“ seg- ir Helgi. Hann vísar þarna til Breiðholtsskóla sem var byggður um 1970 – og var á sínum tíma einn fjölmennasti skóli landsins. Síðan hafi börnunum þar örlítið fækkað sem eigi ef til vill sinn þátt í því að skólinn hafi orðið af- gangsstærð og mál þar látin sitja á hakanum. „Breiðholtið er besta hverfið í Reykjavík og fer alltaf batnandi með samstöðu íbúanna en vandamálið er kannski að of margir borg- arfulltrúar búa í póstnúmeri 101 og nágrenni – því áhugi þeirra á hverfinu mætti vera meiri,“ segir Helgi. Breiðholtið er þrjá eyjar, segir formaður íbúasamtakanna Morgunblaðið/Rósa Braga Fjölbýli Langavitleysa er þessi blokk stundum kölluð, sem tilheyrir Fanna-, Gyðu- og Iðufelli í Breiðholti. Hverfið batnar með samstöðu íbúanna Helgi Kristófersson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.