Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 42

Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 42
REYKJAVÍK DAGA HRINGFERÐ 42 Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is „Hér er gott að vera. Fyr- irkomulagið er í mjög góðu lagi og starfsmenn allir af vilja gerðir. Heilsugæslan er alveg sérstaklega góð og sjá hjúkrunarkonur og sjúkraliðar afar vel um okkur,“ segir Edda Jóhannesdóttir, sem hefur búið í sérbýli í Jökulgrunni, Hrafnistu í Reykjavík, í níu ár. Dvalar- og hjúkrunarheimilið Hrafnista í Reykjavík var byggt fyrir forgöngu sjómannadags- samtakanna en sjómannadagsráð var stofnað árið 1937. Fljótlega kom upp sú hugmynd að byggja heimili fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur og til að afla fjár til framkvæmdanna var Happrætti DAS stofnað. Heimilið var loks opnað á sjómannadaginn árið 1957 en í byrjun voru þar 130 heim- ilismenn. Í dag – 56 árum síðar – búa þar 226 heimilismenn. Edda Jóhannesdóttir, sem varð 85 ára á árinu, er ein þeirra. Hún segir að ástæðan fyrir því að hún valdi Hrafnistu í Reykjavík hafi verið sú að hún vildi vera nær fjölskyldunni, sem býr að mestu leyti í höfuðborginni. „Ég skoðaði mig til dæmis um í Hafnarfirði, Húsavík og á Akureyri en valdi að lokum Reykjavík,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera í sérbýli í Jökulgrunni segist Edda vera íbúi Hrafnistu að öllu leyti. „Hrafnista er með alveg sérstaka aðstöðu á dvalarheimilum, heilsugæslu,“ nefnir hún. „Við höfum hver sinn lækni og síðan kemur augnlæknir í hverri viku ef við óskum eftir honum. Við þurfum ekki annað en að panta tíma og eftir þrjá til fjóra daga kemur hann. Eins ef við þurfum sérlæknishjálp. Þá er- um við send til sérfræðinga undir- eins,“ nefnir hún. „Svo kíkir stúlka á hverjum einasta morgni og á hverju einasta kvöldi á okk- ur. Það er litið eftir okkur tvisvar á dag,“ segir Edda sem er sérlega ánægð með starfsfólkið og þá þjónustu sem það veitir. Les spennusögur Edda er mikill bókaormur og les spennusögur sér til dægra- styttingar. „Ef ég byrja á bók snemma dags er ég oft búin með hana áður en ég sofna.“ – Er bókasafn hér til staðar? „Það var bókasafn hérna. En núna eru bækur um allt hús sem fólk getur bara lesið að vild. Hing- að kemur bíll frá Borgarbókasafni Reykjavíkur einu sinni í viku og þar er frábær þjónusta. Ég er meira að segja komin með nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar á borð hjá mér. Mér liggur alltaf smá á að lesa Arnald,“ segir hún. Edda fékk snemma áhuga á bókum en segist ekki hafa lesið bók nema um spennusögu væri að ræða. „Ég var smá-skrítin. Ég las ekki ást- arsögurnar.“ Syngur mikið og vel Edda er sannkallaður söng- fugl en hún er í Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ. „Við æfum einu sinni í viku yfir vetr- artímann. Byrjum í september og hættum ekki fyrr en í júní,“ segir hún. „Einu sinni á vorin höldum við, ásamt kórum á Selfossi, Akra- nesi, Reykjanesi og í Hafnarfirði, tónleika. Síðan syngjum við líka fyrir fólkið á Hrafnistu.“ Hún seg- ir nóg að gera í kórstarfinu, sér í lagi í næsta mánuði, en þá mun kórinn syngja að minnsta kosti fimm sinnum. „Við syngjum og aðrir fá að njóta. Svo syng ég líka hér á Hrafn- istu. Ég er meðhjálpari prestsins, ef svo má að orði komast, og syng alltaf við helgistundir. „Hún segir að yfirleitt sé vel mætt í helgi- stundirnar sem eru haldnar einu sinni í viku. „Við höfum ósköp hugljúfan og góðan prest, Svan- hildi Blöndal, og sinnir hún starfi sínu ákaflega vel.“ Þá syngur Edda oft með heimilismönnum undir harm- onikkuspili. „Þá sit ég við hliðina á harmonikkuleikaranum og syng.“ Syngur og skemmtir sér vel á Hrafnistu  Edda Jóhannesdóttir hefur búið á Hrafnistu í níu ár Söngur og spil Edda Jóhannesdóttir nýtir oft tækifærin og syngur með heimilismönnum á Hrafnistu undir harmonikkuspili. Ýmiskonar þjónusta í boði STARFSFÓLKIÐ KAPPKOSTAR AÐ VEITA SEM BESTA ÞJÓNUSTU Ýmiskonar þjónusta er í boði á Hrafnistu. Eins og fram kemur hér til hliðar starfa hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar við hjúkrun og umönnun allan sólarhringinn og eru læknar á vakt alla virka daga. Þá er matreiddur hollur og fjölbreyttur matur í eldhúsum Hrafnistuheimilanna en matseðillinn er saminn í samráði við nær- ingarfræðing. Á heimilinu reka þær Dag- mar Agnarsdóttir og Unnur Ólafsdóttir hárgreiðslustofu. Þó hún sé fyrst og fremst ætluð heimilisfólki geta nágrann- ar, ættingjar og vinir nýtt sér hana. Vinsæl Hárgreiðslustofan á Hrafnistu nýtur vinsælda. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þegar þeir eru ekki í skólanum, að bralla eitthvað með vinum sínum eða á fótboltaæfingum með Þrótti standa þeir vaktina í versluninni Spilavinum og ráðleggja viðskipta- vinum um val á spilum og setjast gjarnan niður að spilum með gestum og gangandi. Þrátt fyrir ungan aldur eru bræðurnir Máni Snær og Breki Steinn Þorlákssynir hafsjór af fróð- leik um spil og spilamennsku ým- iskonar. Spilavinir er sérverslun með spil og er í eigu móður bræðranna, Lindu Rósar Ragnarsdóttur, og Svanhildar Evu Stefánsdóttur. „Við erum mikið hérna þegar við erum ekki í skólanum eða á fótboltaæf- ingum,“ segir Máni Snær sem er 13 ára. „Við hjálpum fólki að finna réttu spilin og kennum því að spila þau. Það er svo misjafnt hvaða spil passa fólki.“ Þetta hlýtur að vera skemmti- leg vinna? „Að spila á spil? Já, það er örugglega ekki hægt að hafa það betra,“ segir Máni Snær. Mikilvægt að velja rétta spilið Í Spilavinum er veitt ráðgjöf um spil og viðskiptavinum gefst tækifæri til að prófa spil áður en fest eru kaup á þeim. Bræðurnir segja ráðgjöf afar mikilvæga þegar um spilakaup sé að ræða, því spil geti verið dýr og leiðinlegt sé að hugsa til þess að fólk kaupi sér spil sem það spilar svo kannski sjaldan eða aldrei. „Oft kemur fólk og ætlar að fá eitthvert spil, en þegar það prófar að spila það sér það að þetta er ekki spil fyrir það,“ segir Breki Steinn, 8 ára. „Sumir koma inn til að skoða, við drögum þá með okkur í spil og stundum situr fólk hérna lengi og spilar við okkur.“ Kunnið þið öll spil- in í búðinni? „Nei, ekki öll,“ segir Máni Snær. „En mjög mörg. Ef við kunnum það ekki, þá kann hitt starfsfólkið það alveg örugglega.“ „Sum eru of þung fyrir mig,“ skýtur Breki Steinn inn í. Talinn vera forvitinn krakki Bræðurnir hafa verið með ann- an fótinn í búðinni frá opnun hennar árið 2007. „Ég hef verið að hjálpa til síðan þá. Fyrst var ég að verð- merkja, taka upp úr kössum og sækja spil fyrir fólk,“ segir Máni Snær. „En núna fæ ég stundum að afgreiða. Svo erum við auðvitað mik- ið í spilakennslunni.“ „Flestir eru mjög ánægðir að tala við krakka um spil, því margir eru að kaupa spil handa krökkum. Sumir fatta ekki alveg að við erum í alvörunni að vinna hérna í búðinni, halda kannski að ég sé bara forvitinn krakki,“ segir Breki Steinn. „En þeir sjá fljótt að ég veit alveg hvað ég er að tala um.“ Fimm ára bjó til eigið spil Hefur ykkur aldrei dottið í hug að búa til ykkar eigið spil? „Jú, okk- ur hefur alveg dottið það í hug,“ seg- ir Máni Snær. „Ég bjó til spil þegar ég var fimm ára,“ segir Breki Steinn. „En ég man ekki alveg hvernig það var.“ Hvað er skemmtilegt við spil? „Það er samverustundin,“ svarar Máni Snær. Hvernig er gott spil? „Það má ekki vera of langt, það þarf að henta fyrir stóran aldurshóp og þarf að vera fjölbreytilegt, þannig að það sé ekki alltaf eins. Það er leið- inlegt að gera það sama aftur og aft- ur,“ segja bræðurnir í Spilavinum. Sjá fljótt að ég veit hvað ég er að tala um  Ungir spilasérfræðingar miðla af þekkingu sinni og spila við fólk Morgunblaðið/Golli Spilavinir Bræðurnir Breki Steinn til vinstri og Máni Snær til hægri segja að gott spil megi ekki vera of langt. Margur er knár Breki Steinn leiðbeinir ungum viðskiptavini við spilamennsku. Barnabóka- búð í kjallara HALDA SPILAKVÖLD Verslunin Spilavinir er til húsa í bláu húsunum við Suður- landsbraut í Reykjavík og ný- verið var opnuð sérverslun með barnabækur í kjallara hennar. Reglulega eru haldin spila- kvöld í búðinni sem eru öllum opin og vinsælt er að fá Spila- vini í heimsókn í einstaka skóla til að halda spilakvöld fyrir börn og foreldra. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.