Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 53

Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Í grein sem birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 27. nóvember er fjallað um jafnræði í skóla- starfi í Garðabæ. Þar er því haldið fram að greitt sé meira með börnum í skólum Hjallastefnunnar heldur en í skólum sem reknir eru af sveitarfélaginu. Í grunninn er samkomulag við Garðabæ um raunverulegt val fjölskyldna um skóla í bænum. Það þýðir að sveitarfélagið greið- ir fullt framlag með barni og á móti skuldbindur Hjallastefnan sig til þess að innheimta ekki skólagjöld með þeim börnum. Samkvæmt lögum skal sveitarfé- lag aldrei greiða minna en 75% af landsmeðaltali til sjálfstætt starf- andi skóla og er þeim heimilt að innheimta skólagjöld fyrir mis- muninum. Meðaltal og viðbótar- kostnaður utan framlags Garðabær greiðir Hjallastefn- unni framlag sem reiknað er út frá meðaltali allra grunnskóla í Garðabæ ársins á undan. Rekstur grunnskóla Garðabæjar er góður þannig að greiðslur til Barna- skóla Hjallastefnunnar og Vífils- skóla eru lægri en landsmeð- altalið. Þegar reiknað er út frá meðaltali er rekstur allra skól- anna í Garðabæ undir. Þegar reiknað er meðaltal eru allir skól- ar sem reknir eru af Garðabæ undir, bæði sá dýrasti og ódýr- asti. Út frá því meðaltali er fram- lag til skóla Hjallastefnunnar ákvarðað. Ekki kemur fram í máli bæj- arfulltrúa M-listans að fyrir utan greiðslur til Hjallastefnunnar, sem eru lægri en landsmeðaltal, er ýmis þjónusta sem skólar sveitarfélagsins hafa aðgang að, sem Hjallastefnan þarf að greiða sérstaklega fyrir. Má þar nefna að Hjallastefnan kostar sjálf þá sérfræðiþjónustu sem hennar skólar þurfa, sem felur í sér að skólarnir nýta ekki sérfræðiþjón- ustu skólaskrifstofu sveitarfé- lagsins, auk þess sem Hjallastefn- an rekur þjálfunarsetur fyrir börn með einhverfu. Hjallastefn- an greiðir aukalega fyrir aðgang að íþróttamannvirkjum bæjarins, Allt viðhald á húsnæði er á veg- um Hjallastefnunnar en bæj- arskólarnir geta leitað til áhalda- húss sveitarfélagsins. Hjallastefnan þarf þar að auki að taka þátt í kostnaði við akstur, bæði skólabíl og tómstundaakst- ur, þar sem hvorki strætisvagnar né frístundabíll bæjarins þjónusta skólasvæðið við Vífilsstaði. Greiðslur undir landsmeðaltali Samkvæmt lögum ber sveit- arfélögum að greiða sjálfstætt starfandi skólum75% af lands- meðaltali og hafa þá þeir skólar heimild til að innheimta skóla- gjöld. Garðabær hefur valið að foreldrar hafi raunverulegt val, óháð efnahag. Samningurinn er hagstæður sveitarfélaginu þar sem greiðslur til Hjallastefn- unnar eru lægri en landsmeð- altalið þar sem rekstur skóla í Garðabæ er undir því. Málflutn- ingur bæjarfulltrúa M-listans er skrítinn og óskiljanlegur og til þess fallinn að ala á tortryggni í garð Hjallastefnunnar. Okkur þykir það miður. Metn- aður okkar alla daga er að tryggja vellíðan barna, góðan námsárangur og fjölbreyttari val- kosti í samvinnu við Garðabæ. Eftir Söru Dögg Svanhildardóttur og Þorgerði Önnu Arnardóttur Sara Dögg Svanhildardóttir »Málflutningur bæj- arfulltrúa M-listans er skrítinn og óskiljan- legur og til þess fallinn að ala á tortryggni í garð Hjallastefnunnar. Sara Dögg er skólastýra Vífilsskóla, Þorgerður Anna er skólastýra Barna- skóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Þorgerður Anna Arnardóttir Rétt skal vera rétt – með morgunkaffinu íslensk hönnun í jólapakkann Kringlunni og Síðumúla 35 www.jens.is Mikið úrval sérsmíðaðra gull- og silfurskartgripameð íslenskumnáttúrusteinum Giftingarhringar 149.900.- parið Eyjafjallajökull - skál 5.900.- Vatnajökull - skál 7.900.- Handunnar gjafavörur úr eðalstáli 6.900.- Sendum frítt um allt land til áramóta! Sultuskeið 12.800.- Kökuhnífur 13.900.- Salattöng 7.900.- 11.900.- 16.200.- 8.200.- 12.900.- 16.900.- 16.700.-32.900.- 8.900.- 7.700.- 12.600.- 42.900.- 18.300.- 11.200.- 12.900.- 18.900.- Demantshringur 10p TW.VVS1 demantur 174.600.- Vandað íslenskt handverk í jólapakkann gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.