Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 55

Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 55
Þekkt er að fæla má fisk með sprengingum. Sprengingar geta auð- vitað drepið fisk en það gerist þó aðeins mjög nærri sprengistaðnum sjálfum. Væntanlega getur þó verið talsvert erfitt að smala 100-200 milljón síldum út úr Kolgrafafirði og koma þeim í gegnum það litla op sem er undir brúnni. Á það mun þó væntanlega reyna á næstunni. Telja má miklar líkur á að þverun fjarð- arins með garði og brú hafi búið til dauðagildru fyrir síldina í þessu magni. Því skiptir mestu máli að koma í veg fyrir að síld fari í stórum stíl undir brúna á ný þegar aðstæður eru þannig að síldin leitar inn í fjörð- inn. Ef það er tilfellið að síldin fælist við sprengingar liggur beinast við að reyna að leysa þennan umhverf- isvanda með því að búa til spreng- ingar við eða undir brúnum áður en síldin fer að leita þangað inn. Þetta má líklega gera með afar einföldum búnaði. Við ýmsar jarðvísindarannsóknir eins og t.d. könnun á setlögum á sjáv- arbotni til olíuleitar er beitt end- urkastmælingum þar sem búnar eru til hljóðbylgjur með litlum spreng- ingum og mælt endurkast þeirra úr jarðlögum. Algengasta leiðin til að búa til bylgjurnar er að beita loft- byssum sem eru sérhannaðar til að búa til litlar „spengingar“ undir sjáv- arborði. ÍSOR (Íslensk- ar orkurannsóknir) hef- ur notað slíkar loftbyssur, meðal annars í undirbúningsrann- sóknum vegna Hvalfjarðarganganna og eins til að mæla end- urkast í jarðlögum. Þetta er einfaldur og til- tölulega ódýr búnaður, byssurnar sjálfar nánast hilluvara hjá tækjafram- leiðendum og til að reka þær þarf loftpressu sem fá má í bygg- ingavöruverslunum eða jafnvel nota þrýstiflöskur. Ég legg því til að fyrir næsta vetur, þegar koma þarf í veg fyrir að síld fari undir brúna í Kolgrafafirði, verði búið að koma upp röð loftbyssna með hæfilegu millibili ásamt loftpressu sem sér um að hlaða byssurnar. Síðan má með einföldum rafeindabúnaði stýra byssunum þannig að þær skjóti sjálfvirkt ótt og títt og fæli þar með síldina frá því að fara undir brúna. Kostnaður við slíka aðgerð yrði varla nema um fáeinir tugir milljóna sem er hjóm eitt miðað við umhverfiskostnað og tekjumissi af síldardauðanum. ÍSOR er reiðubúið að miðla af þekk- ingu og reynslu sinni á þessu sviði til að aðstoða við slíka aðgerð. Að fæla síld frá Kolgrafafirði Eftir Ólaf G. Flóvenz Ólafur G. Flóvenz Höfundur er jarðeðlisfræðingur og forstjóri ÍSOR. »Algengasta leiðin til að búa til bylgjurnar er að beita loftbyssum… MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND Skoðið úrvalið á bata.is Vertu vinur á SPARISKÓR FYRIR DÖMUR, HERRA OG BÖRN Á 20% AFSLÆTTI Kíktu við og mátaðu þína jólaskó…Við tökum vel á móti þér Dömuskór 21.990,- 17.592,- Barnaskór 10.990,- 8.792,- Herraskór 14.990,- 11.992,- Herraskór 27.790,- 22.232,- Herraskór 21.990,- 17.592,- Barnaskór 7.990,- 6.392,- Barnaskór 7.990,- 6.392,- Dömuskór 18.990,- 15.192,- Dömuskór 18.990,- 15.192,- Dömuskór 19.490,- 15.592,- H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Dagskrá 8:30 Opnunarávarp Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra 8:50 Kynning á stefnu Vísinda- og tækniráðs 2013-2016 Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar Sveinn Margeirsson, formaður tækninefndar 9:20 Hringborðsumræður um stefnu Vísinda- og tækniráðs Fulltrúar vísindasamfélagsins og hagsmunaaðila ásamt gestum Rannsóknaþings 10:00 Afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs Valur Ingimundarson gerir grein fyrir starfi dómnefndar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs afhendir Hvatningarverðlaunin 2013 Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís Morgunverður í boði frá kl. 8:15 Skráning á rannis@rannis.is 5.desemberkl. 8:30-10:30Grand HótelReykjavík Rannsóknaþing 2013 Stefna Vísinda- og tækniráðs 2013 - 2016 h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.