Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
✝ David EarlBoatwright
fæddist í Ariel
Crossroads in Ra-
ins, SC, 8. nóv-
ember 1939.
Hann lést 23.
nóvember 2013.
Foreldrar hans
voru Percy Le-
holms Boatw-
right, f. 8.3. 1909,
d. 27.7. 1983, og
Virginia Bass Boatwright, f.
20.3. 1917, d. 10.10. 1985. Þau
bjuggu í Britton’s Neck, SC.
Systkini hans eru Carroll
Stanley Boatwright, f. 23.2.
1936, hann býr í Myrtle Beach
SC, Linda Boatwright John-
son, f. 27.10. 1944, hún býr í
Johnsonville SC, Vikki Boatw-
right Cox, f. 14.2. 1950, hún
býr í Britton’s Neck, SC,
Deana Boatwright Brown, f.
7.4. 1955, hún býr í Charle-
ston, SC.
Eiginkona Davids var Guð-
ríður Þórunn Jónsdóttir
Boatwright, f. í Reykjavík 13.
maí 1939, d. 30. nóvember
2006. Börn þeirra eru:
ingur, f. 30.6. 1975 í Rúss-
landi, barn þeirra er Danile
David, f. 16.1. 2011. Þau eru
búsett í Boston Ma.
David bjó fyrstu árin í Brit-
ton’s Neck, SC. Hann lærði
tónlist, viðskiptafræði og
markaðsfræði. Eftir það
skráði hann sig í herinn og
var í hljómsveitinni þeirra.
Hann ætlaði sér að vera í
Þýsklandi og var þar tíma-
bundið en þá losnaði staða hjá
hernum á Íslandi. Þar kynntist
hann konu sinni Þórunni Jóns-
dóttur. Þau bjuggu fyrst í
Keflavík og fluttu til Banda-
ríkjanna og voru þar um tíma.
Síðan fluttu þau aftur til Ís-
lands og þá fékk David starf
hjá Loftleiðum. Þau voru
nokkur ár á Íslandi en um
1967 fluttu þau alfarið aftur
til Bandaríkjanna. Þar fékk
David starf hjá JC Penny og
varð síðan yfirmaður hjá þeim
og sá um nokkrar búðir á
austurströnd Bandaríkjanna
þar til hann fór á eftirlaun 59
ára gamall. Um 1999 að fum-
kvæði Davids keyptu þau
hjónin íbúð á Íslandi og komu
til landsins mörgum sinnum.
Það var þeirra annað heimili
þangað til Þórunn lést.
Útför Davids fer fram í
Conway SC, Bandaríkjunum, í
dag, 30. nóvember 2013, kl.
10.
1) Helen Kusz-
maul deild-
arstjóri, f. 26.12.
1959, eiginmaður
Brad Kuszmaul
smiður, f. 7.10.
1959, börn Eyrún
Lilja, f. 26.1.
1999, Dillon Jón,
f. 24.5. 1995,
Zachary, f. 2.6.
1990. Þau eru bú-
sett í Elkton,
Maryland. 2) Jonina Cham-
berlain fjölmiðlafræðingur, f.
16.4. 1963, eiginmaður Jon
Chamblerlain forstjóri, f.
16.5. 1961, synir: Lucas Krist-
jon, f. 24.10. 1995, Connor, f.
14.1. 1994. Þau eru búsett í
Charlotte NC. 3) Sigrún Hope
Boatwright, markaðs- og við-
skiptafr., f. 25.9. 1964, eig-
inmaður Halldór Ingi Har-
aldsson flugstjóri, f. 14.2.
1964. Barn þeirra er Owen
Þór Halldórsson, f. 30.5. 2008.
Þau eru búsett í Garðabæ. 4)
David Jóhann Boatwright
tölvunarfræðingur, f. 18.6.
1975, eiginkona Lenna
Boatwright tölvunarfræð-
Margar minningar koma upp
í hugann er við kveðjum ein-
stakan mann og góðan vin.
David kom sem stormsveipur
inn í líf fjölskyldunnar þegar
systir okkar, Tóta, kynnti hann
sem tilvonandi lífsförunaut. Það
var eins og við hefðum þekkt
hann alla tíð. Opinn fyrir öllu,
lærði málið á mettíma og hélt
því til enda. Við hjónin áttum
því láni að fagna að þau Tóta
settust fyrst að í sama bæj-
arfélagi og við. Þá voru dagleg
samskipti og böndin treyst fyrir
lífstíð. Þetta voru ómetanleg ár.
Eftir að þau fluttu til Banda-
ríkjanna urðu samskiptin
strjálli. Þá var gripið til símans
eða skrifuð sendibréf. Vissum
við alltaf hvor af öðrum. Unun
var að ferðast með þeim, þegar
við fórum í heimsókn og kom
maður alltaf fróðari úr þessum
ferðalögum. David dáði allt ís-
lenskt, landið, málið, fólkið og
síðast en ekki síst sönglögin,
enda var hann lærður píanó- og
orgelleikari. Íslandsferðirnar
voru ómissandi og ætíð hátið í
bæ þegar von var á þeim. Börn-
in þeirra fjögur hafa einnig ver-
ið dugleg að heimsækja móð-
urland sitt. Síðast í sumar
komu þau öll, ásamt mökum og
börnum og fóru hringinn í
kringum landið, heilsuðu upp á
fjölskyldu og vini. Það er
dásamlegt að eiga góða fjöl-
skyldu, hvar sem hún er stödd í
heiminum.
En lífið er ekki alltaf dans á
rósum. Systir okkar barðist við
krabbamein í um 18 ára skeið.
Undir lokin vildi hún hvíla í ís-
lenskri mold og kom heim árið
2006. Þetta var löng og ströng
barátta en David stóð vaktina
allan tímann. Á hverjum degi í
5 mánuði sat hann við sjúkra-
beð hennar allt þar til yfir lauk.
Þetta sýnir okkur alla þá um-
hyggju, sem hann gaf henni.
Hann sneri aftur heim og flutti
á æskuslóðir sínar og vonuðum
við alltaf að nýtt líf myndi nú
hefjast hjá honum.
Hann var orðinn organisti í
kirkjunni sinni og virkur í
störfum kirkjunnar. Um þetta
leyti fyrir um 4 árum varð hann
fyrir alvarlegu slysi. Upp úr því
náði hann sér aldrei, en alltaf
hélt hann húmornum og bjart-
sýninni.
Í dag eru liðin 7 ár frá and-
láti Tótu okkar og nú í dag
verður Dave borinn til hinstu
hvílu. Undarlegar eru tímasetn-
ingarnar sem við ráðum ekki
við. Við söknum hans og þeirra
beggja og minnumst þeirra með
þakklæti, hlýhug og ást. Ofar-
lega í huga er þakklæti fyrir
yndislegar samverustundir og
móttökur, þegar við heimsótt-
um hann í fyrra sumar.
Minningar sem munu ylja
okkur um ókomna tíð. Fjöl-
skyldu hans sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Sjöfn Jónsdóttir.
Ég kynntist David ungur að
árum aðeins tveggja ára gam-
all. Kallaði hann alltaf Davíð.
Pabbi og hann kynntust hjá
Loftleiðum í Keflavík og voru á
sömu vöktum. Amma Vilhelm-
ína í föðurætt og Lilja tengda-
mamma Davids voru æskuvin-
konur en þeir vissu ekkert um
það fyrr en seinna. Við heim-
sóttum David nokkrum sinnum
er þau bjuggu í Bandaríkjunum
þangað til ég varð 16 ára. David
og Tóta komu alloft til Íslands
og sendu síðan börn sín til
landsins á sumrin til að rækta
ættjarðartengslin. Íslensk jól
voru alltaf haldin hjá þeim öll
árin sem þau bjuggu fyrir vest-
an, þar sem haldið var í siði og í
boði var góðgæti frá gamla
landinu. Leiðir okkar Davids og
fjölskyldu hans lágu síðan sam-
an 19 árum seinna þegar Sig-
rún dóttir hans kom til Íslands
og við felldum hugi saman.
David var kominn aftur. Í
minningunni þegar ég var
drengur var hann alltaf fyndinn
og skemmtilegur.
Mikið líf og fjör í kringum
hann alla tíð. Lífsglaður maður
og allir þeir sem urðu á vegi
hans minnast hans með bros á
vör. Það breyttist ekki þegar ég
kvæntist Sigúnu. David og Tóta
hugsuðu vel um tengdasoninn.
David talaði íslensku og líkaði
við náttúruna og veðráttuna
hér á landi og fannst hitinn fyr-
ir vestan hálfóþægilegur. Hon-
um fannst íslenskur matur
mjög góður. Hann var mikill
tónlistaraðdáandi og spilaði á
píanó og einnig á orgel í kirkju-
sókn sinni. Trúrækinn var hann
og gerðist kaþólikki. Hann
rækti tengsl sín vel við ættingja
og vini. Skrifaði bók um ætt
sína og átti ættir sínar að rekja
til Wales á Englandi, þar sem
forfeður hans voru bátasmiðir
sem eftirnafn gefur til kynna.
Sigrún dóttir hans flutti til Hol-
lands frá Bandaríkjunum vegna
vinnu sinnar og flutti síðan til
Íslands eftir það.
Á þeim árum komu David og
Tóta nokkrum sinnum til Hol-
lands og ferðuðust um Evrópu
með okkur. Eftir að Sigrún
flutti heim um 2005 veiktist
Tóta alvarlega og lést 30. nóv-
ember 2006 á Íslandi. Þann
tíma fór David til Tótu á hverj-
um degi þegar hún lá á sjúkra-
húsinu á Akranesi og í Víðinesi.
Hann var mjög tryggur og sá
vel um konu sína. David flutti
síðan til æskuslóða sinna
Myrtle Beach eftir andlát Tótu,
þar sem systkini hans búa.
Hann kom nokkrum sinnum í
heimsókn til okkar þegar við
bjuggum í Hollandi í annað
sinn.
Þá var David háður því að
hafa súrefnistæki sér við hlið.
Hann hafði dottið úr stiga og
slasaðist alvarlega þegar hann
flutti í nýja húsið sitt og heilsu
hans hrakaði eftir það. Fékk
krabbamein og lyfin sem hann
fékk fóru illa í hann. Það endaði
með því að hann varð mjög
veikur síðustu árin. Hann gat
alltaf búið heima hjá sér og
fékk hjálp frá frænda sínum
Robert og Lindu Rogers. Það
voru ófáar ferðirnar sem við
Sigrún og Owen Þór fórum í
heimsókn til hans á meðan
veikindi hans stóðu yfir og
núna síðast fyrir mánuði. Þá
var hann orðinn alvarlega veik-
ur og þurfti að fara oft á
sjúkrahúsið í heimabæ sínum.
Við kveðjum tengdapabba,
pabba og afa í dag, sama dag
og Tóta konan hans dó fyrir 7
árum.
Hans verður sárt saknað.
Halldór Ingi, Sigrún
og Owen Þór.
David E.
Boatwright
✝ Kristjana El-ínborg Gunn-
arsdóttir fæddist á
Bangastöðum í
Kelduhverfi 7. des-
ember 1928. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Þing-
eyinga 12. nóv-
ember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Jónatansson, f. 5.
maí 1877, d. 25. júní 1958, og
Vilfríður Guðrún Davíðsdóttir,
f. 20. nóvember 1897, d. 25. maí
1973. Systkini Kristjönu eru, Óli
Jónatan (hálfbróðir samfeðra),
f. 19. júlí 1911, d. 1. ágúst 1986.
Jónína Guðný, f. 13. maí 1927,
d. 8. september 1988. Anna Sig-
ríður, f. 11. september 1930, d.
11. janúar 2011. Aðalheiður, f.
4. október 1932. Davíð, f. 15.
mars 1935. Signý, f. 17. janúar
1939. Sigurbjörg, f. 27. sept-
ember 1940 og Soffía Björk, f.
27. september 1940, d. 2. júní
1996.
Kristjana giftist Jóhannesi
Guðmundssyni frá Krosshúsum
í Flatey 29. desember 1963. For-
eldrar hans voru Guðmundur
Karl Jónsson, f. 27. janúar 1880.
d. 11. júlí 1956 og María Jón-
asdóttir, f. 21. nóvember 1884,
d. 30. desember 1965. Börn
Kristjönu og Jóhannesar eru: 1)
Gunnar, f. 7. sept-
ember 1962, maki
Guðrún Stefanía
Steingrímsdóttir, f.
13. maí 1959, börn
þeirra eru Stein-
grímur, Jóhannes
og Kristjana El-
ínborg. 2) Sigríður,
f. 9. ágúst 1968,
maki Helgi Þór
Kárason, f. 2. apríl
1963. Dóttir þeirra
er Sylgja Rún. Barnabarnabörn
Kristjönu eru fimm. Börn Jó-
hannesar af fyrra hjónabandi
eru 1) Kristín Hólmfríður Mi-
lam, f. 12. júní 1958. Maki Ottis
Ray Milam, f. 17. ágúst 1947,
þau eiga tvö börn. Kristín
Hólmfríður er alin upp hjá föð-
ur sínum og Kristjönu. 2) Guð-
mundur Karl, f. 28. september
1959. Maki Harpa Jóna Jón-
asdóttir, f. 24. júlí 1967, þau
eiga fjögur börn. Guðmundur
Karl er alinn upp hjá Hallgrími
Guðmundssyni og Guðrúnu Sól-
veigu Sigurðardóttur.
Kristjana Elínborg vann í
þvottahúsinu á sjúkrahúsi Húsa-
víkur, við heimilishjálp hjá
Húsavíkurbæ, við ræstingar í
bakaríinu og einnig á skrifstofu
KÞ.
Jarðarför Kristjönu fer fram
frá Húsavíkurkirkju í dag, 30.
nóvember 2013, klukkan 14.
Kveðjum nú þá dýrðlegu mær,
sem er svifin á englanna braut.
Þig sem varst okkur öllum svo kær,
felum við í almættis skaut.
Til forfeðranna leið þín er fær,
þú hittir þau öll í Paradísarlaut.
(RLP.)
Elsku frænka nú er þinni lífs-
göngu lokið og langar okkur að
minnast þín með nokkrum orð-
um. Að mörgu er að taka, minn-
ingarnar streyma fram því þú
hefur verið stór partur af okkar
lífi. Þú varst afskaplega hlý og
góð manneskja, blíð og glettin,
umhyggjusöm um aðra, mikill
dýravinur og hafðir yndi af sveit-
inni. Fyrstu minningarnar eru
þegar þú komst í heimsókn í
sveitina ásamt fjölskyldunni í
litla fólksvagninum sem þú varst
svo stolt og hrifin af. Þú elskaðir
að keyra um og njóta náttúrunn-
ar og alls þess sem fyrir augu
bar. Eftir að við fengum bílpróf
urðum við þess aðnjótandi að
bjóða þér í bíltúra, upplifa og sjá
ánægjuna og gleðina yfir þeim
mörgu fallegu stöðum sem við
komum á. Þú gast setið og notið
og sagt með svo mikilli innlifun
„þetta er alveg dýrðlegt“. Þetta
voru skemmtilegar ferðir. Það
var alltaf svo gott að koma til þín
á Túngötuna, fallega heimilið
þitt, þá sást vel hversu mikil hús-
móðir og smekkmanneskja þú
varst. Oftar en ekki var kominn
dúkur á borð og kræsingarnar
ekki af verri endanum. Má þar
helst nefna þínar rómuðu smá-
kökur sem virkilega hafði verið
nostrað við útlitslega og smökk-
uðust dásamlega. Við systur
fáum vatn í munninn við tilhugs-
unina. Nú fyrir jólin bökum við
þessar tegundir af smákökum og
hugsum hlýtt til þín, elsku
frænka, og vonum að þú sért ein-
hvers staðar nálæg. En líf þitt
var ekki alltaf dans á rósum því
heilsuleysi þurftir þú að kljást
við. Þá komu í ljós kostir þínir,
jafnaðargeð, æðruleysi, þolin-
mæði og þrautseigja. Þín sterka
trú á Guð hjálpaði þér hvað mest
og varst þú óspör á bænirnar,
bæði fyrir þig og ekki síður fyrir
aðra. Við þökkum þér fyrir það,
elsku frænka. Ófáar ferðirnar
komstu suður til að leita þér
lækninga og gátum við þá verið
meira samvistum við þig. Þá var
oft glatt á hjalla, margt brallað
saman, hlegið og gert grín þegar
frænkugengið var samankomið.
Að lokum viljum við systur þakka
þér samfylgdina, við erum ríkari
að hafa átt þig að og geymum
minninguna um þig sem varst ein
af uppáhaldsfrænkunum okkar.
Við söknum þín. Kæri Jói, Sigga,
Gunnar, Stína og ykkar fjölskyld-
um vottum við innilegustu samúð
svo og Bangastaðasystkinunum.
Minningin um yndislega konu lif-
ir í hjörtum okkar allra.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Voladalssystur,
Guðrún og Guðný.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Þegar ég hugsa til Kristjönu
móðursystur minnar koma marg-
ar góðar og ljúfar minningar upp,
en eitt stendur þó upp úr og það
er lýsingarorðið yndislegur. Orð
sem Kristjönu var tamt að nota,
enda var Kristjana yndisleg kona
og sannur heiður að hafa átt sem
frænku, réttsýn, glaðlynd og hlý.
Hógværð, dugnaður og þraut-
seigja eru líka orð sem munu
minna mann á hana.
Fyrir lítinn borgarstrák var
það alltaf sannkölluð veisla að
fara norður á hverju ári, enda
kræsingar á hverju borði hjá hin-
um fjölmörgu systkinum frá
Bangastöðum í Kelduhverfi. Á
hverju heimili var boðið upp á
eitthvað sérstakt, pönnukökurn-
ar hennar Ninnu gleymast aldrei,
aðalbláberjaskyrið hjá Önnu, lag-
terturnar og blúndurnar hjá Öllu
og Diddu, Húsavíkurbollurnar og
snúðarnir og vínarbrauðin hjá
Ernu og Davíð og kökurnar hjá
Kristjönu, ekki síst smjörkök-
urnar. Aðrar eins smjörkökur
fékk maður hvergi og þegar mað-
ur fékk poka sendan að norðan
með smjörkökum var eins og
maður hefði unnið í happdrætti,
þvílík gersemi. Enda kom ekki
annað til greina þegar Kristjana
gaf mér eitt sinn pening fyrir að
skutlast með hana eitthvað í
borginni þegar hún dvaldi hér um
hríð vegna veikinda en að kaupa
sér vandaða smákökukrukku.
Hlátur hennar mun maður ekki
heyra aftur eða smjörkökurnar
smakka, en óhætt er að segja að
hvort tveggja mun maður heyra
og bragða í huganum þegar mað-
ur rifjar upp minningar um liðna
tíð.
Jóhannesi og afkomendum
votta ég mína dýpstu samúð. Guð
blessi minningu minnar yndis-
legu móðursystur Kristjönu El-
ínborgar Gunnarsdóttur.
Gunnar Ragnarsson.
Kristjana Elínborg
Gunnarsdóttir
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST