Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 68

Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 68
68 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gefðu þér tíma til þess að sinna því, sem hugur þinn stendur til. Reyndu að halda stillingu þinni í stað þess að rjúka upp. Varastu samt of mikinn íburð. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er oft skammt milli hláturs og gráts og það þarft þú að hafa í huga í um- gengninni við aðra. Nú gefst hlé til skipu- lagningar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er einhver ringulreið í kring- um þig og þú mátt hafa þig alla/n við til að verjast ágjöfinni. Haltu fast í trú þína á það að þú sért á réttri leið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú getur ekki hamið eftirvæntingu þína og þitt góða skap smitar út frá sér í allar áttir. Símtölin og tölvupósturinn getur beðið á meðan þú einbeitir þér að því sem skiptir verulega máli. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sérhver manneskja á jörðinni finnur til líkamlegrar eða andlegrar vangetu á ein- hverjum tímapunkti. Vertu ekki að flagga því að þú hafir nú vitað betur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki vera hissa þótt enginn í kring- um þig hugsi jafn stórt og þú. Ferðalög eða kostnaðarsamir atburðir eru inni í mynd- inni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér lætur vel að leiða aðra í starfi. Af- leiðing þess er alger uppstokkun; þú átt eftir að læra ýmislegt nýtt á næstu tveimur árum. Auðvitað er þetta ansi erfitt en þú vilt hafa það þannig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hver er sinnar gæfu smiður og það sannast á þér sem öðrum. Láttu at- hugasemdir annarra sem vind um eyru þjóta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu ekkert að skipta þér af því sem er þér óviðkomandi. Leitaðu tækifæra til að láta gott af þér leiða. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samtal við ættingja, nágranna eða fjölskyldu hefur jákvæð áhrif á þig. Lausnir á öðrum vandamálum gætu þó skotið upp kollinum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekkert er alveg laust við skugga- hliðar. Ef þú einbeitir þér um of að neðstu línunni, missir þú af blaðsíðunni! Í kvöld gera litlir greiðar gæfumuninn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stjórnvöld eða stofnanir kunna að valda þér erfiðleikum í starfi í dag. Sýndu sveigjanleika og þá munu allir erfiðleikar gufa upp. Það er jafnan hátíð að rekast ákerlinguna á Skólavörðuholt- inu. Nú skaut hún upp kollinum á Boðnarmiði, sagðist hafa útvegað sér Morgunblaðið til að lesa vísna- hornið og séð að karlkvölin væri enn að þrugla um upphlut. Það stendur heima að karlinn á Lauga- veginum skrifaði: Í koti lágu kerling á þar heima, bauð mér inn, – í upphlut var, eins og drottning hún sig bar. Andlitsviprur, augun, – svipurinn bjarti! Ung hún hafði um ástir vélt. Öllum núna frá sér hélt. Kerlingin hélt áfram: „Ég í upp- hlut, en sú hugmynd. Móðursystir mín var stödd hjá mér þegar hann slæddist hér inn og eitthvað hefur slegið saman í höfðinu á honum, enda ekki nema von. Svona var þetta nefnilega: Þyrstur karlinn, því er ver, þambaði úr bokku hálfri, tók svo fullur feil á mér og fjallkonunni sjálfri. Það er óttalegt að vita hvernig komið er fyrir honum, blessuðum.“ Valdimar Tómasson er ljóðaunn- endum og raunar bókaunnendum að góðu kunnur. Hann hefur nú sent frá sér bókina Sonnettugeigur og gerir Anton Helgi Jónsson sér það að umtalsefni á fésbók: „Það er mikill drungi og myrkur í sonnett- unum en Valdimar kveður vel og fegurðin í sumum þunglyndisleg- ustu línunum gæti orðið til þess að maður fyndi hugarró við að hafa þær yfir með sjálfum sér í skamm- deginu. En svo er líka hárfín kald- hæðni í bókinni. Ein sonnettan byrj- ar svona: Ó, kæra heimska, ég krýp við þína skör, ég kom í fóstur til þín barn að aldri. Tryggð þín líkist fornum göfgum galdri og glöð þú jafnan stýrir minni för. Síðan koma tvær ferhendur í við- bót en svo endar Valdimar á þessari tvíhendu: Við unum glöð og sæl við holan hljóm og heimska, þér við sendum kort og blóm.“ Að lokum bregður limruskáldið Anton Helgi á leik, nema það skyldi vera fugl sem kveður utan við gluggann: Hann Valdi er sonnettuseigur, hann síst er við yrkingar deigur. Ég blaða í trans í bókinni hans uns batnar minn sonnettugeigur. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af sonnettum, kerlingunni og karlkvölinni Í klípu „Ó, FYRIRGEFÐU. ÞAR SEM ÞIÐ ERUÐ BÁÐIR HEILMYNDIR HÉLT ÉG BARA AÐ ÞIÐ ÞEKKTUST.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „NAFN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... villt brúðkaup! BRÁÐAMÓTTAKA GRETTIR, GRETTIR, GRETTIR ... ÞAÐ ER ÉG, SPARAÐU NAFNIÐ. HEFURÐU ENGA SJÁLFSSTJÓRN?! FUNDUST ÞÉR VAXEPLIN GÓÐ?! BARA ÞEGAR ÉG LABBA. SEIG OG BRAGÐLAUS, EN METTANDI. NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ, HELGA! VILTU LÁTA SÆKJA ZOOK LÆKNI FYRIR MIG? ÞÚ ÞARFT EKKI LÆKNI ÞEGAR ÞÚ ERT MEÐ TIMBUR- MENN! Senn líður að jólum og allri þeirridýrð sem þeim fylgir. Bakst- urinn er víst ómissandi hluti af jól- um er Víkverja sagt. En Víkverji verður að viðurkenna að hann er ekki sérstaklega mikið fyrir að baka. Tilraunir hans til baksturs hafa verið heldur fálmkenndar og er hann þekktur innan fjölskyldunnar fyrir misheppnaðar tilraunir m.a. í formi marengsköku sem var ein sú almisheppnaðasta sem sögur fara af. x x x Sem betur fer á Víkverji umburð-arlynda fjölskyldu sem tekur vel í tilraunirnar og fúlsar ekki við því sem Víkverji ber á borð. En það er samt alltaf gott að eiga hauk í horni sem bendir ógjarnan á að keisarinn sé ekki í neinum fötum. Sá haukur reynist oftar en ekki vera bróðir Víkverja. x x x Í þetta umrædda skipti þá bar Vík-verji þessa líka rosalega stóru marengsköku á borð – hún var mjög stór og hafði útlitið með sér, verður að segjast í hreinskilni. Þegar búið var að skenkja kökuna á disk, taka allir kurteislega til við að borða hana og gott ef ekki dásama. En þegar bróðirinn hefst handa við átið þá hrekkur upp úr honum: „Þetta er algjörlega óætt.“ x x x Jamm og jú, Víkverji varð að við-urkenna það, skildi ekkert í því afhverju þetta væri jafn óætt og þurr og harður veruleikinn blasti við honum. Jú, jú í öllum hamagang- inum við að reiða fram dýrindisköku þá hafði hann víst gleymt að tvö- falda alla uppskriftina. x x x Úr varð hálfgert hraun, þurrt ogvont. En blessaður rjóminn getur gert kraftaverk. Þeyttur var pínu rjómi og málinu reddað. x x x En nú er Víkverji í bobba. Hannlangar ekki í neinar sérstakar smákökur sem bakaðar voru í æsku og gleðja braðlaukana. Því verður rennt á ný mið og dýrindis sætindi fundin. víkverji@mbl.is Víkverji Verið með sama hugarfari sem Krist- ur Jesús var. (Filippíbréfið 2:5) BLÁTT Spírulína gefur jafna orku sem endist Aukið streituþol og bætir einbeitingu. Nærir taugakerfið. Frábær meðmæli við athyglisbrest og eirðarleysi. Fyrir þá sem eru undir miklu líkamlegu eða andlegu álagi. Inniheldur lifræna næringu samtals 29 vítamín og steinefni, aminosýrur og 50% meira af Phycocyanin en annað Spírulína. Rannsóknir hafa sýnt að það eflir ónæmiskerfið og styður getu tauga og líkama til þess að starfa eðlilega þrátt fyrir streituálag. Phycocyanin er kallað undrasameindin sem eykur virkni mikilvægra ensíma. Eingöngu ræktuð næringaefni, ekkert GMO. Gæðastaðall: ISO 14001, ISO 22000. Útsölustaðir: Lyfja, Hagkaup, Krónan, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup og Græn heilsa. Hrein orka og einbeiting BETRI FRAMMISTAÐA, LENGRA ÚTHALD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.