Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 71

Morgunblaðið - 30.11.2013, Síða 71
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Hann er stórmerkilegur, þessi undirgeiri popptónlistarinnar sem kenndur er við jólin. Einu sinni á ári, í u.þ.b. mánuð, dynja þessi lög á okkur og sá sem hitti á eitt stykki smell af þeim toganum í ár- daga getur haft af því hið sæmi- legasta lifibrauð í dag. Án þess að ég hafi á því ein- hverjar skýringar hefur dálæti mitt á þessari tónlist vaxið und- anfarin ár. Og það er ekki bara að ég sé farinn að leggja mig meira eftir fagurfræðinni heldur er ég heillaður af því hvernig þessi geiri virkar menningarlega/samfélags- lega, í raun hversu undurfurðu- legur hann er. Ég er að segja ykk- ur það, fræðileg ídýfa er handan við hornið. Undarlegir hlutir hafa þá gerst, eins og botnlaus hrifning mín á jólaplötu Sting ber t.d. vitni um, eitthvað sem er þannig séð óverjandi og eiginlega ekkert sniðugt að játa þetta svona op- inberlega. Það er nánast eins og smekkvísi fari í jólafrí hjá manni eins og annað. Er það vel! Epískt síróp Þessi jólaplatnabransi gengur mikið til á endurtekningum, sömu lögin hljóma von úr viti og jóla- plötur með Presley, Nat King Cole, John Denver o.fl. endur- unnar og endurútgefnar ár eftir ár. Eitthvað er þó um endurnýjun ár hvert og sumar plötur ná að festa sig í sessi (mér verður t.d. hugsað til Íslands og jólaplötu Sig- urðar Guðmundssonar og Memfis- mafíunnar, en fyrirsögn grein- arinnar er lagatitill af henni) á meðan aðrar lifa bara í örfáar vik- ur líkt og jólatréð í stofunni. En kíkjum aðeins á þetta ár. Ég held að ég byrji á því að leiða fram hefðbundnari plöturnar og þá listamenn sem eru aug- ljóslega að gera meðvitaða tilraun til að treysta sín framlög í sessi. Plata Mary J. Blige, A Mary Christmas (þessi titill var auðvitað óhjákvæmilegur) er veigamesta platan í þessum efnum og Blige fetar þessa epísku, sírópslegnu leið sem Josh Groban, Michael Bublé og fleiri hafa verið að trítla eftir með firnagóðum árangri, sölulega þá fremur en listrænum. Þessi höfundur hefur reyndar veikan blett fyrir Groban (sjá fyrri yfirlýsingar um „smekkleysi“). Það eru nær eingöngu söngkonur þetta árið sem standa í upp- færslum á jólaplatnabunkanum, Kelly Clarkson og Leona Lewis bjóða upp á samskonar plötur og Nú mega jólin koma fyrir mér … Jóla jóla … Erasure-liðarnir Vince Clark og Andy Bell jóla sig upp. þá gefur Susan Boyle, hin eina sanna, út plötuna Home for Christ- mas. Pönkað inn jólin Flippdeildin hagar sér öðru- vísi, oft er hugsunin eingöngu sú að prófa þetta einu sinni, fólk er ekkert að stressa sig um of og ein- mitt það viðhorf hefur getið af sér dásamlegar plötur sem standast tímans tönn. Sjá t.d. hina frábæru plötu Christmas með bandaríska neðanjarðarrokktríóinu Low, sem hefur öðlast hálfgerða „költ“ stöðu. Ég set Kim Wilde í þennan flokk, en jólaplata var nokkuð óvænt útspil frá þessari fyrrver- andi níunda áratugs poppstjörnu. Wilde hefur átt erfitt með að fóta sig í tónlistinni unfanfarna áratugi eins og svo margir fyrrverandi meðreiðarsveinar hennar og -meyj- ar og því þá ekki að láta reyna á þetta? Hún hefur vit á því að taka sig ekki of alvarlega, spott og spé stingur upp kolli reglubundið og tveir af þessum áðurnefndu með- reiðarsveinum, þeir Rick Astley og Nik Kershaw, kíkja í heimsókn. Það er innilegur fjölskyldubragur á þessu líka, eiginmaður hennar, Hal Fowler, syngur með henni í einu lagi og bróðir hennar Ricky og pabbi hennar Marty syngja með í ábreiðu á guðdómlegt lag Fleet Foxes, „White Winter Hymnal“. Rafdúettinn góðkunni Erasure snarar þá út plötunni Snow Globe sem já … hljómar eins og jólaplata ef Erasure hefðu gert jólaplötu! Skringileg, rafknúin og jafn und- urfurðuleg og þessi blessaði geiri allur. Pönkrokksveitin Bad Reli- gion beitir svipaðri aðferðafræði á sinni plötu, Christmas Songs. Jóla- lögin sem við þekkjum öll eru þarna, en búin að fara nokkra snúninga í þeytivindu ræflarokks- ins. Það merkilega er samt að það er ekki vottur af kaldhæðni hjá Bad Religion-mönnum, lögin eru flutt á heiðarlegan, mætti ég segja einlægan máta. Ég verð líka að nefna jólaplötu Nick Lowe, Quality Street – A Seasonal Selection For All The Family. Eins og þeir sem ég hef nefnt hér á undan fer Lowe óhefðbundnar leiðir, tónlistin í þessum þekkilega rokkabillí/ kántrí-gír sem höfundurinn hefur meitlað til í gegnum árunum og lagatitlar eins og „Christmas at the Airport“, „Old Toy Trains“ og „The North Pole Express“ und- irstinga blæbrigðin sem leika um plötuna. Og að lokum, haldiði ekki að Kool & The Gang séu með jólaplötu líka!? Kool for the holidays heitir hún að sjálfsögðu. Ég viðurkenni að ég hef ekki enn þorað að hlusta á hana. Líklega af ótta við að fíla hana! Gleðileg jól! »Undarlegir hlutirhafa þá gerst, eins og botnlaus hrifning mín á jólaplötu Sting ber t.d. vitni um.  Ófullkomið yfirlit yfir nýjar erlendar jólaplötur  Plöturn- ar koma úr óvæntum áttum sem og fyrirsjáanlegum MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Stoppleikhópurinn frumsýnir á morgun kl. 14 jólaleikritið Sigga og skessan í jólaskapi í Ársafni, Hraunbæ 119. Leikritið er byggt á sögum Herdísar Egilsdóttur um Siggu og skessuna og er ætlað 2-9 ára börnum. Um sýninguna segir í tilkynn- ingu: „Það eru að koma jól og allir að komast í sannkallað jólaskap. Skessan er heima í hellinum með Siggu að skreyta þegar þær frétta að veðrið sé að breytast og snjón- um kyngi niður. Allt er að verða ófært og jólapósturinn kemst ekki áleiðis með jólakortin og jólagjaf- irnar. Nú eru góð ráð dýr, en Sigga og skessan ákveða að taka til sinna ráða til að bjarga mál- unum og arka af stað með jóla- skapið eitt að vopni. Þær lenda í alls konar skemmtilegum ævintýr- um en jólapósturinn kemst á leið- arenda að lokum.“ Sigga og skessan komnar í jólaskap Jól Sigga og skessan í jólaskapi. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Pollock? (Kassinn) Lau 30/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 6/12 kl. 19:30 13.sýn Fim 12/12 kl. 19:30 22.sýn Sun 1/12 kl. 19:30 12.sýn Lau 7/12 kl. 19:30 20.sýn Lau 14/12 kl. 19:30 24.sýn Fim 5/12 kl. 19:30 Aukas. Sun 8/12 kl. 19:30 21.sýn Sun 15/12 kl. 19:30 25.sýn Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýnigar komnar í sölu! Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 6/12 kl. 19:30 56. sýn Sun 29/12 kl. 19:30 59.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Lau 14/12 kl. 19:30 57.sýn Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. ÓVITAR (Stóra sviðið) Lau 30/11 kl. 17:00 Aukas. Lau 7/12 kl. 17:00 Aukas. Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Sun 1/12 kl. 14:00 15.sýn Sun 8/12 kl. 14:00 17.sýn Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 1/12 kl. 17:00 16. sýn Sun 8/12 kl. 17:00 18. sýn Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 30/11 kl. 11:00 200.sýn Lau 7/12 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 12:30 Lau 30/11 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 11:00 Lau 21/12 kl. 11:00 Lau 30/11 kl. 14:30 Sun 8/12 kl. 12:30 Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 11:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Sun 1/12 kl. 12:30 Lau 14/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 11:00 Lau 7/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 12:30 Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 11:00 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins. Miðasala er hafin. Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Sveinsstykki (Stóra sviðið) Fim 5/12 kl. 19:30 Einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson í flutningi Arnars Jónssonar Fetta bretta (Kúlan) Lau 7/12 kl. 14:00 Lau 14/12 kl. 14:00 Lau 7/12 kl. 15:30 Lau 14/12 kl. 15:30 Ný barnasýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mýs og Menn –★★★★★ – SGV, Mbl Mary Poppins (Stóra sviðið) Lau 30/11 kl. 13:00 Fös 13/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Fös 6/12 kl. 19:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fim 19/12 kl. 20:00 Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Fös 20/12 kl. 20:00 Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Lau 28/12 kl. 20:00 Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Þri 17/12 kl. 20:00 Sun 29/12 kl. 20:00 Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Mið 18/12 kl. 20:00 Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst Mýs og menn (Stóra sviðið) Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Síðasta sýning! Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó) Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Ólgandi ástríður, þrá eftir frelsi og betra lífi. Síðasta sýning! Refurinn (Litla sviðið) Lau 30/11 kl. 20:00 6.k Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Þri 3/12 kl. 20:00 7.k Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Sun 22/12 kl. 20:00 Mið 4/12 kl. 20:00 8.k Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 30/11 kl. 11:00 aukas Sun 8/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Lau 30/11 kl. 13:00 5.k Sun 8/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 13:00 Lau 30/11 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Sun 22/12 kl. 14:30 Sun 1/12 kl. 11:00 aukas Lau 14/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Sun 1/12 kl. 13:00 6.k Lau 14/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 14:30 aukas Sun 15/12 kl. 11:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 7/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:30 Lau 28/12 kl. 14:30 Lau 7/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 14:30 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.