Morgunblaðið - 30.11.2013, Page 72

Morgunblaðið - 30.11.2013, Page 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tvíeykið Ghostigital, þeir Einar Örn Benediktsson og Curver Thorodd- sen, fagna útgáfu safndisks í kvöld milli kl. 21 og 23 í salnum Gym og Tónik á Kex Hosteli við Skúlagötu. The Antimatter Boutique, eða And- efnabúðin, nefnist diskurinn og hef- ur hann að geyma allkyns andefni sem hafa ekki verið áður á plötum dúettsins. Andefni þessi svonefnd eru endurhljóðblandanir á lögum Ghostigital og lög sem Ghostigital hefur unnið með ýmsum tónlist- armönnum, m.a. Björk og Ásgerði Júníusdóttur. Auk þess að leika and- efni af plötunni mun Ghostigital troða upp og trylla viðstadda með sínum einstaka og taumlausa tón- listarflutningi. „Ég held að við séum fyrsta hljómsveitin sem gefur út andefni fyrir jólin, hljómsveitir eru alltaf að gefa út nýtt eða gamalt efni þannig að við ákváðum að gefa út andefni. Þaðan kemur nafnið á diskinum,“ segir Curver. Á diskinum megi finna tónlistarlegt andefni frá síð- ustu tíu árum. Meðal andefna er lag- ið „Nekrofilologie“ en í því syngur Einar texta á þýsku eftir myndlist- armanninn Dieter Roth og gítarleik- arinn og eins manns hljómsveitin Bob Log III leikur í því. Lagið gerði Ghostigital fyrir þýska safnplötu með lögum ýmissa tónlistarmanna við texta eftir Roth. „Þetta er mjög furðulegt lag,“ segir Curver og hlær. Skemmtilegur heimur Af þeim hljómsveitum og tónlist- armönnum sem eiga endur- hljóðblandanir á lögum Ghostigital á plötunni má nefna Captain Fuf- anu, GusGus og Gluteus Maximus. „Röddin hans Einars skín þarna í gegn og er mjög skemmtileg og textarnir og einhver riff skila sér stundum en þetta er mjög frábrugð- ið okkar hljómi, aðeins aðgengi- legra að einhverju leyti,“ segir Cur- ver um endurhljóðblandanirnar. „Þetta er mjög skemmtilegur heim- ur, þessu endurhljóðblönd- unarheimur. Við vorum líka mjög stoltir af því að fá að gera endur- hljóðblandanir fyrir Björk,“ segir Curver og nefnir lögin „Declare In- dependence“ og „Innocence“. Frekari fróðleik um Ghostigital má finna á ghostigital.com. Búðarlokur Einar Örn og Curver að störfum í Andefnabúðinni. Ghostigital með opna búð  Boðið upp á andefni á Kex Hosteli Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Stefán Örn Gunnlaugsson sendi fyrir skömmu frá sér sína fyrstu sólóplötu undir listamannsnafninu Íkorni og ber platan sama nafn. Stefán hefur komið víða við í tónlist, m.a. unnið með hljómsveitunum Buff, Lights on the Highway, Eldum og Jónasi Sig. og býr yfir áralangri reynslu sem upp- tökustjóri og útsetjari. Fjöldi tónlist- armanna lagði Stefáni lið við gerð plötunnar, m.a. söngkon- urnar Fríða Dís Guðmundsdóttir og Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Kjartan ,,Diddi“ Guðnason á slagverk og Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar. Íkorni er aukasjálf Stefáns, að hans sögn og leikur blaðamanni forvitni á að vita hvaðan nafnið komi. „Fyrrverandi og núverandi kær- asta mín segir að ég líti út eins og íkorni. Þetta var eitthvert grín hjá henni,“ svarar Stefán. Spurður frekar út í þessi líkindi segir Stefán að líklega sé hann með búttaðar kinnar eins og íkorni. – Þú ert margreyndur í bransanum en þetta er fyrsta sólóverkefnið þitt? „Já, þetta hefur lengi verið draum- urinn, að gefa út mitt eigið efni. Þetta er mjög persónuleg plata og það er m.a. ástæða þess að ég er með lista- mannsnafn. Ég er líka búinn að vera í svo mörgu öðru og nafnið skilur þetta að frá öðru sem ég hef gert.“ – Umslagið gefur lítil fyrirheit um innihaldið. Var það hugmyndin? „Nei, upphaflega var þetta ljós- mynd af tré, nærmynd þannig að maður sá börkinn. Svo málaði faðir minn, Gunnlaugur Stefán Gíslason, vatnslitamálverk út frá því og þannig varð þetta til. Tréð átti að vera tilvísun í eitthvað náttúrulegt og lífrænt.“ Kínverskur spagettívestri „Ég myndi segja að þetta væri að hluta til þjóðlagakennt með kvik- myndatónlistarslettum. Ég hef verið undir miklum áhrifum frá alls konar kvikmyndatónlist, það er m.a.s. smáspagettívestra-stemning í einu laginu og svo er slatti af aust- urlenskum áhrifum,“ segir Stefán, spurður að því hvernig tónlist Íkorni hafi að geyma og bætir því við að slagverksleikari hafi líkt einu lagi plötunnar við kínverskan spagettí- vestra. – Þú samdir lagatextana, um hvað fjalla þeir? „Alls kyns tilfinningastríð sem koma inn á milli, þegar maður er í til- finningalegu öngstræti brýst út þörf- in fyrir að setja það niður á blað hvernig manni líður. Og ef mér líður vel þá geri ég oftast bara eitthvað annað.“ – Getur þú gefið mér dæmi? „Ja, þetta er voða mikið um sam- bönd, um ástina og lífið. Ég hætti að drekka fyrir tæpum þremur árum og það hefur sín áhrif líka og eftir það fóru að koma fram fleiri bjartsýnis- söngvar,“ segir Stefán . Eins og íkorni  Íkorni gefur út sína fyrstu sólóplötu  Tónlistin að hluta til þjóðlagakennd með kvikmyndatónlistarslettum Íkorni? Stefán Örn er líkur íkorna, að mati unnustu hans. og kann bless- unarlega að gera grín að sjálfum sér, ekki síður en öðrum. Fyrir nokkrum árum kom út ævi- saga Guðna svo ekki þarf hann að fara yfir pólitíska ferilinn af sögulegri nákvæmni og al- vöru í þessari bók, heldur leyfir sér að horfa yfir farinn veg í gam- ansömum tón. Lestur bókarinnar er eins og sam- koma þar sem Guðni er ræðumaður. Léttur í lund er eins nálægt því að vera hljóðbók og mögulegt er, án þess að vera það; svo greyptur er höfundur í þjóðarsálina að þegar textinn er lesinn hljómar rödd fram- sóknarmannsins í undirmeðvitund- inni. Þessi hljómfagra sunnlenska framsóknarrödd með sínum sterku errrr-um og hv-inu, óraddaða góm- mælta önghljóðinu. Stundum virðist það reyndar tvífari ráðherrans fyrr- verandi, Jóhannes eftirherma, sem birtist ljóslifandi en hann er síst verri en fyrirmyndin. Bókinni skiptir Guðni niður í ör- stuttar sögur, ýmis með eða án skemmtilegs kveðskapar, lengri frá- sagnir, nokkrar ræður hans eru í bókinni sem og „innsendar Guðna- sögur“ þar sem ýmsir segja sögur af bókarhöfundi. Margar sagna í bókinni eru drep- fyndnar og bókin í heild stór- skemmtileg. Guðni er forn á sinn sérstaka hátt og stoltur af. Enda segir hann, strax í fyrstu sögu, af því er Davíð Odds- syni leiddist þrákelkni landbún- aðarráðherra síns, þegar málefni Hlíðarenda í Fljótshlíð bar á góma. Hann horfði nokkuð hvasst á mig, skrifar Guðni, og segir forsætisráð- herra hafa sagt: „Ja, það var verst að þið Gunnar gátuð ekki gert út um þetta með Hlíðarenda meðan þið voruð báðir á lífi.“ Guðni Ágústsson fyrrver-andi alþingismaður ográðherra, er sannarlegaléttur í lund, í samnefndri bók þar sem hann segir gamansögur af sjálfum sér og öðrum. Þessi kjarnyrti bónda- og alþing- ismannssonur úr Flóanum; graf- alvarlegur eins og hann getur verið þegar rætt er um íslenska lamba- kjötið, það besta í heimi, íslenska smjörið, það besta í heimi, og þjóð- argersemina íslenska hestinn, dýr- mætustu eign Íslendinga; er sagna- maður af guðs náð eins og alþjóð veit Guðni fer á kostum Gamansögur Guðni – Léttur í lund bbbbn Eftir Guðna Ágústsson. Veröld, 2013. 251 bls. SKAPTI HALLGRÍMSSON BÆKUR Hljómsveitin Sudden Weather Change heldur sína síðustu tónleika í kvöld á Gamla Gauknum. Sudden Weather Change var stofnuð árið 2006 og hefur gefið út sex plötur. Hljómsveitin var valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaun- unum árið 2010 og þykir lífleg og kraftmikil tónleikasveit. Hún mun í kvöld flytja sín bestu lög og verður húsið opnað kl. 22. Markús & The Diversion Sessions hitar upp fyrir hljómsveitina. Lokatónleikar Sudden Weather Change Lok Sudden Weather Change. STOFNAÐ1987 M ál ve rk : K ar ó lín a Lá ru sd ó tt ir einstakt eitthvað alveg Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.