Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Page 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.11.2013, Page 31
Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson Ragnar Freyr gefur hér m.a. uppskrift að þessum ljúffengu lambarifjum. 3.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 5 dl rjómi 3 dl nýmjólk 150 g sykur 5 gelatínblöð 1 vanillustöng 5 msk góð bláberjasulta 5 msk bláber Aðferð 1. Leggið gelatínblöðin í kalt vatn. 2. Hellið mjólkinni og rjómanum í pott. 3. Skerið vanillustöngina endilangt til helminga og skafið fræin út með hníf. 4. Setjið fræin, stöngina og sykurinn út í pottinn og hrærið. 5. Hitið að suðu og takið svo pottinn af hlóðum. 6. Veiðið vanillustöngina upp úr og leggið til hliðar. 7. Látið kólna í nokkrar mínútur og hrærið svo gelatínblöðunum saman við. 8. Hellið í glös, setjið í kæli og látið stífna. 9. Tyllið einni matskeið af bláberjasultunni varlega ofan á búðinginn. 10. Skreytið með nokkrum bláberjum. Bláberja- pannacotta Uppáhaldsmatur: „Ef ég á að gefa alveg heiðarlegt svar, þá er besti matur sem ég veit um sveitt rúgbrauð, með þykku lagi af smjöri, góðri, feitri, heimagerðri lifrarkæfu og gúrkusneið,“ segir Ragnar. „Þetta hef- ur allt til að bera – er bæði sætt og saðsamt, bragðmikið og salt. Ætti ég hins vegar að bjóða einhverjum í mat og monta mig af íslensku hráefni myndi ég elda íslenskt lambakjöt, læri eða hrygg – það er klár klassík,“ bætir hann við. Uppáhaldsveitingastaður: „Það fer auðvitað mikið eftir því hvar mað- ur er. Hér á Skáni hef ég farið nokkrum sinnum á stað sem heitir Bast- ard og er í Malmö. Þetta er mjög flottur staður þar sem má segja að maður fái fransk-sænskan heimilismat, eldaðan á skemmtilegan hátt. Allt er eldað eftir gömlum hefðum, langeldað og annað slíkt, og ekki al- gengasta hráefnið, t.d. tungur, grísa- og nautakinnar. Allt er líka eldað fyrir framan mann svo maður veit alveg hvað er að gerast.“ Uppáhaldseldhúsáhaldið: „Hnífur verð ég að segja. Ég á ansi veglegt safn orðið og er þar hrifnari af einum kokkahníf en öðrum. Síðan er ég forfallinn aðdáandi Le Creuset sem ég algjörlega elska. Ég á orðið allt of marga ólíka potta frá þeim, grillpönnur og fleira. Þetta er nátt- úrulega komið út í algjört rugl,“ segir Ragnar kankvís. Matgæðingurinn Ragnar í þremur liðum Kjartan Grunnþjónustu í stað gæluverkefna! Verið velkomin á opnun prófkjörsstofunnar, Skeifunni 19, sunnudaginn 3. nóvember kl. 14. Kjósum Kjartan í 2. sætið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.