Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Grunur leikur á að maður hafi fall- ið fyrir borð af erlendu flutninga- skipi sem var að koma til hafnar á Reyðarfirði í gær. Skipið var um 4,5 sjómílur út frá mynni Reyðar- fjarðar í gær þegar ljóst varð að maðurinn var ekki um borð. Skv. upplýsingum Landhelgisgæslunnar barst aðstoðarbeiðni kl. 18.25 frá flutningaskipinu Alexia sem var þá að koma inn til hafnar á Reyðar- firði. Hafði uppgötvast að skipverja væri saknað. Björgunarskip Lands- bjargar á svæðinu voru samstundis kölluð út til leitar og voru nærstödd skip líka beðin um að taka þátt í leitinni. Mjög slæmt veður var á leitarsvæðinu en það er stórt. Leit- in hafði ekki borið árangur í gær- kvöldi og var ákveðið í samráði við lögreglu og Landsbjörg að fresta leitinni til morguns. Skipverja af erlendu flutningaskipi saknað Lögreglunni á Vestfjörðum var til- kynnt að kynferðisbrot hefði átt sér stað í heimahúsi á Ísafirði seint að- faranótt laugardags. Ung kona var flutt á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði til skoðunar og aðhlynn- ingar. Fimm voru handteknir í kjölfarið en var öllum sleppt eftir yfirheyrslur tæpum sólarhring eftir að þeir höfðu verið teknir höndum, en ekki er heimilt að halda mönnum lengur án þess að leiða þá fyrir dómara. Lög- reglan á Vestfjörðum nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu við rannsókn máls- ins. Tveir hinna handteknu voru í há- deginu í gær úrskurðaðir í farbann til 17. febrúar á næsta ári. Mennirnir eru allir erlendir ríkisborgarar. Kynferðisafbrot til rannsóknar  Tveir menn í farbanni til 17. febrúar Aðeins um fjórðungur eða fimmt- ungur þeirra minkaskinna sem boð- in voru til sölu á loðskinnauppboði Kopenhagen Fur í gær seldist og verðið lækkaði um 20-26%. Verð- lækkunin kom ekki á óvart. Verð á minkaskinnum hefur hækkað ört síðustu ár og það náði sögulegu hámarki á síðasta uppboði síðasta sölutímabils, meðal annars vegna kulda í Kína. Veturinn hefur verið hlýrri í vetur og víða eru til birgðir. Því var reiknað með lækkun. Björn Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra loðdýrabænda, seg- ist raunar lengi hafa vitað að þetta háa verð gæti ekki haldist til lang- frama og því kæmi að lækkun. Áfram í góðum málum Fyrsta uppboð nýs sölutímabils sem hófst í Kaupmannahöfn í gær einkenndist af því að langt var á milli kaupenda og seljenda. Meirihluti framboðinna skinna var dreginn til baka þegar ekki fengust viðunandi boð. Niðurstaðan var 20-26% verð- lækkun. Ekki er vitað hversu mörg skinn frá Íslandi voru boðin til sölu. Björn segir að þetta fyrsta uppboð vegi ekki þungt. „Mér finnst ekki ástæða til að hafa áhyggjur af áhrifunum á bændur á Íslandi. Við erum búnir að búast lengi við verðlækkun og höf- um reynt að búa okkur undir hana,“ segir hann og getur þess að ástandið kunni að vera verra í löndum sem fengið hafa lægra meðalverð. Þá segir hann að málin muni skýrast betur á uppboðum síðar í vetur. helgi@mbl.is Aðeins þriðjungur minkaskinna seldist Loðskinnauppboð Verð á minkaskinnum hefur hækkað ört og náði sögu- legu hámarki á síðasta uppboði síðasta sölutímabils m.a. vegna kulda í Kína.  Verðlækkun á fyrsta skinnauppboði vetrarins Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Norska veðursíðan yr.no hefur nú birt langtímaspá sína fyrir veðrið á aðfangadag. Samkvæmt henni má búast við hvítum jólum bæði á höfuðborgarsvæðinu, á Norður- landi og víðar. Gert er ráð fyrir að hiti haldist stöðugur undir frostmarki og komi úrkoma verði hún annaðhvort í formi éljagangs eða snjókomu. Á Akureyri er spáð allt frá þriggja stiga frosti niður í ellefu stig fram að jólum, en örlítið hlýrra á höfuðborgarsvæðinu. Akureyringar virðast einnig sleppa við vindinn sem gæti náð 17 metr- um á sekúndu í Reykjavík stuttu fyrir jól. Svipað veður og hefur verið undanfarið Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir erfitt að spá um það á þessum tíma hvernig veðrið verður á að- fangadag. „Það er hins vegar óhætt að segja að það er mikill gauragangur á Atlantshafinu þar sem verða til djúpar, krappar lægðir sem fara hratt framhjá okkur. Það er hægt að telja einar fimm lægðir sem munu fara framhjá okkur fram að jólum. Það er því útlit fyrir að það verði órólegt, töluverður vindur og heldur kalt veð- ur.“ Einar segir að ef úrkoma verði á næstunni muni hún falla sem snjókoma eða éljagangur. „Við sjáum ekki fyrir neina meiriháttar hlákublota eða slíkt. Sú veðurstaða sem er nú virðist ætla að haldast fram að jólum.“ Líkur á hvítum jólum í ár Fyrir flestum er snjórinn óaðskiljanlegur hluti af jóla- stemningunni enda veitir snjórinn aukna birtu í skamm- deginu og tækifæri til þess að renna sér á sleðum og skíðum. Á vef Veðurstofu Íslands má nálgast sögulegar upplýsingar um snjóhulu í Reykjavík á aðfangadag frá árinu 1921 þegar snjódýptarmælingar hófust, til ársins 2008. Ef skoðað er tímabilið frá árunum 1921-2008 sést að Reykvíkingar hafa þurft að sætta sig við rauð jól í 33 skipti. Árið 1982 mældist mesta snjódýptin, eða 29 cm. Mestur var snjórinn á árunum frá 1979 til 1982 og síðan frá 1990 til 1995. Versta tímabilið var á eftirstríðs- árunum en á tímabilinu frá 1945 til 1953 voru aðeins ein jól þar sem jörðin var alhvít. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fokker Tvær vélar bíða í snjókomu á Reykjavíkurflugvelli á meðan snjóruðningstæki hreinsa flugbrautina. Líkur á hvítum jólum  Djúpar lægðir í sjónmáli  Úrkoma á næstunni fellur lík- lega sem éljagangur eða snjókoma  Hiti undir frostmarki Níu lyftur voru opnar í Blá- fjöllum í gær og frábært færi var. Að auki var þriggja kílómetra skíðagönguleið opin. Þá voru einnig opin skíðasvæði í Tungudal, í Skagafirði og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Spáð er áframhaldandi frosti víðast hvar á landinu næstu daga. Víða opin skíðasvæði um allt land FRÁBÆRT SKÍÐAFÆRI Ekki eru lengur taldar líkur á að jarðgas sé að finna í Skjálfandaflóa. Orkustofnun hefur fengið niður- stöður úr greiningum sem gerðar voru á kjarnasýnum úr borunum í haust. Niðurstöðurnar voru skýrar, engin ummerki um jarðgas eða jarð- olíu fundust. Orkustofnun stefnir að því að snúa sér næst að Öxarfirði en þar hefur verið sýnt fram á tilvist hita- ummyndaðs gass. Tilgangurinn er að áætla mögulegt hámarksflatar- mál auðlindarinnar. Ljóst er þó að það er mun minna svæði en hefði verið undir ef jarðgas hefði einnig fundist í Skjálfandaflóa. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri vonast til að hægt verði að huga að því verk- efni á næsta ári, að minnsta kosti með því að skipuleggja mælingar. Sýnum úr setinu í Skjálfandaflóa var safnað með borunum á þremur svæðum í haust. Hluti þeirra var sendur til greiningar á rannsókn- arstofu í Noregi. Staðfest var að gas væri í einu setinu en það reyndist vera metangas en ekki jarðgas. Verið er að kanna nánar hvort uppstreymi jarðhitavatns eða grunnvatns hafi gert holurnar sem taldar voru eftir gas. helgi@mbl.is Ekkert jarðgas á Skjálfanda Húsavík Ekki eru taldar líkur á að jarðgas sé að finna í Skjálfandaflóa.  Auðlindin í Öxarfirði könnuð nánar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.