Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Bros í hverju hjarta Vodafone spjaldtölvur fyrir rafbækurnar, netið og leikina Vodafone Góð samskipti bæta lífið Vodafone 7" Spjaldtölva 39.990 kr. eða 3.690 kr á mánuði. Vodafone 10" Spjaldtölva 69.990 kr. eða 6.490 kr á mánuði. Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Veitt voru verðlaun fyrir þær tillög- ur sem urðu hlutskarpastar í keppn- inni um fegursta orðið á Hátíð orðanna í Háskóla Íslands á laugar- dag. Leit Hugvísindasviðs Háskóla Ís- lands og Ríkisútvarpsins að fegursta orðinu lauk 11. nóvember síðastlið- inn og fengu níu manns verðlaun fyr- ir tillögur sínar. Orðið ljósmóðir hlaut flest at- kvæði í kosningunni en Magnús Ragnarsson, sem var einn þeirra sem tilnefndu orðið, hlaut verðlaun fyrir besta rökstuðninginn að baki valinu: Tvö fallegustu hugtök verald- ar sett í eitt. Í flokki þeirra sem fæddir eru 1988 til 1997 hlaut orðið hugfanginn flest atkvæði en Sigrún Stella Þor- valdsdóttir tilnefndi það. Nanna Guðrún Sigurðardóttir fékk flest atkvæði í yngsta aldurs- hópnum fyrir orðið spékoppar. Fram kemur í tilkynningu að margt áhugavert hafi komið í ljós þegar leitin stóð yfir. Yngsti aldurs- hópurinn hafi frekar tilnefnt orð sem tilheyri yfirhugtökum, eins og til dæmis blóm, tré og vatn, en eldri aldurshópurinn hafi tilnefnt mun sértækari orð, eins og til dæmis sól- skríkja eða glitskýr. Þá vakti það at- hygli að náttúruorð voru mjög al- geng meðal tilnefninga. Fátæklegar eigur það fegursta Oddný G. Sverrisdóttir, dósent í þýsku við Háskóla Íslands, flutti er- indi á hátíðinni um leitina að feg- ursta þýska orðinu sem fram fór árið 2004. Úr eldri aldurshópnum reynd- ist þá fegursta orðið vera „habselig- keiten“, sem þýðir fátæklegar eigur eða pjönkur. Í rökstuðningi kom fram að orðið tákni ekki auðæfi held- ur það litla sem einhver á og gleður hann. Sagði hún að orðið „libelle“ hafi borið sigur úr býtum í yngri aldurs- hópnum en það þýðir drekafluga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinningshafar Hér má sjá vinningshafana taka á móti verðlaununum en til- lögur þeirra báru sigur úr býtum í leitinni að fegursta íslenska orðinu. Fegurstu íslensku orðin verðlaunuð  Ljósmóðir, hugfanginn, spékoppar Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Tekjufrumvarp fjármálaráðherra verður að öllum líkindum afgreitt úr efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis í dag, mánudag, og mun þá koma í ljós hvort nefndin leggi til breytingar á því. „Við höfum fengið mikið af góðum ábendingum en eins og staðan er núna er ekki líklegt að við breytum uppleggi fjármálaráðuneytisins,“ segir Frosti Sigur- jónsson, formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, í samtali við Morgunblaðið. Nefndin fundar klukkan 8.30 í dag. „Ef vel gengur getum við afgreitt þetta úr nefndinni einhvern tímann á mánudag,“ seg- ir Frosti. Miklar umræður hafa átt sér stað í þing- nefndinni frá því að hún fékk tekju- frumvarpið fyrst til umfjöllunar. Í frum- varpinu er meðal annars lagt til að miðþrep tekjuskatts einstaklinga lækki um 0,8% en nefndin lét fjármálaráðuneytið reikna aðrar útfærslur á tekjuskattskerfinu sem hefðu svipaðan kostnað í för með sér. Samkvæmt þeim myndi tvö þúsund króna hækkun á persónuafslætti á mánuði umfram verðlags- uppfærslu kosta ríkissjóð um fimm milljarða og lækkun á neðsta þrepi tekjuskatts um 0,45% myndi hafa sömu áhrif. Alþýðusamband Íslands hefur lagt til aðra leið en kveðið er á um í frumvarpinu. Telur sambandið það skilvirkast að hækka mörkin þar sem miðþrep tekjuskattsins byrjar. Sú leið er í samræmi við nýjar fjárlagatillögur Samfylkingarinnar. Stefnt að þinglokum í lok vikunnar Óvíst er hvenær umræðum um fjárlaga- frumvarpið lýkur. Að sögn Einars K. Guð- finnssonar, forseta Alþingis, er stefnt að þinglokum í lok vikunnar. Hann þorir ekki að segja til um hvort annarri umræðu um frumvarpið lýkur í dag. Önnur umræða um fjárlögin hélt áfram á laugardaginn og var fundi frestað rétt eftir klukkan fimm síðdegis. Stjórnarandstaðan gagnrýndi áherslur stjórnvalda, þar á meðal þau áform að taka upp komugjöld á sjúkra- húsum, lækka framlög til þróunarmála og hverfa frá lengingu fæðingarorlofs. Að sögn Einars er staðan óbreytt frá því á laug- ardag. „Áherslan sem er uppi er að lokið verði við fjárlagaafgreiðsluna og mál sem tengjast henni, auk lagasetningar sem eru dagsetningabundin, og um það hefur alltaf ríkt ágætur skilningur í þinginu, sama hversu hart menn hafa tekist á. Það gera sér auðvitað allir grein fyrir því að það þarf að ljúka fjárlagagerðinni fyrir næsta ár.“ Tekjufrumvarpið úr nefnd í dag  Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir ekki líklegt að nefndin breyti „uppleggi fjármálaráðuneytisins“ í tekjufrumvarpinu  Miklar umræður hafa átt sér stað í nefndinni Morgunblaðið/Golli Annir á Alþingi Umræða um fjárlög stóð yfir á laugardaginn og verður henni haldið áfram í dag. Að sögn forseta Alþingis liggur ekki enn fyrir hvenær annarri umræðu um frumvarpið lýkur. Samfylkingin vill fara sömu leið og Al- þýðusamband Íslands og hækka mörk millitekjuþrepsins úr 250.000 í 350.000. Flokkurinn kynnti um helgina breytingar- tillögur sínar við fjárlaga- og tekjuöfl- unarfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Þar seg- ir að fyrirhuguð lækkun á skatti í meðaltekjuþrepi kosti fimm milljarða og nýtist þeim hæst launuðu best. Þá leggur flokkurinn til að fallið verði frá öllum gjaldskrárhækkunum, útgjöld til húsaleigubóta verði hækkuð um millj- arð og að fjórum milljörðum verði varið í að styðja við hópa í lægsta tekjuþrepi, svo sem með breytingum á barnabótum, vaxtabótum og bótum almannatrygg- inga. Vill flokkurinn jafnframt veita fimm milljarða króna í heilbrigðiskerfið. Vilja fara sömu leið og ASÍ TILLÖGUR SAMFYLKINGARINNAR Samfylkingin Breytingartillögur kynntar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.