Morgunblaðið - 16.12.2013, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013
✝ Margrét S.Gunnarsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 20. september
1950. Hún lést á
Hrafnistu í Boða-
þingi 7. desember
2013. Foreldrar
hennar voru
Gunnar Skagfjörð
Sæmundsson, f.
8.10. 1921, d. 10.5.
2013, og Rósa Da-
ney Williamsdóttir, f. 8.11.
1923, d. 15.7. 2010. Systkini
Margrétar eru William, kvænt-
ur Sigrúnu Jónsdóttur, Sæ-
mundur, kvæntur Ingu Ás-
geirsdóttur, Gunnar, kvæntur
Guðrúnu Rafnsdóttur, og
Anna, gift Sigurði Gunn-
arssyni.
Margrét átti fjögur börn
Halldórs eru Sigurjón, kvænt-
ur Gunnlaugu Thorlacius, börn
þeirra eru Þórunn Edda, Hall-
dór Hrafnkell og Katla. Kjart-
an, kvæntur Huldu Bjarnadótt-
ur, dætur þeirra eru Sólrún
Harpa og Hekla Særún.
Margrét útskrifaðist frá
Hjúkrunarskóla Íslands árið
1973. Hún lauk kennslurétt-
indaprófi frá Kennaraháskól-
anum árið 1979 og BS-prófi í
hjúkrunarfræði frá HÍ árið
2000. Margrét starfaði sem
kennari við Héraðsskólann í
Reykholti frá árinu 1974-1985.
Þá réðst hún til starfa við
Heilsugæslustöðina í Árbæ þar
sem hún starfaði til ársins
2009 er hún lét af störfum
vegna veikinda. Hún starfaði
einnig sem skólahjúkr-
unarfræðingur við Selásskóla.
Margrét greindist með fjöl-
kerfahrörnun (MSA) árið 2007
og starfaði í Parkinsonsamtök-
unum meðan hún hafði krafta
til. Útför Margrétar verður
gerð frá Árbæjarkirkju í dag,
16. desember 2013, kl. 13.
með fyrri manni
sínum, Kristófer
Má Kristinssyni,
og þau eru: Daði
Már, kvæntur Ástu
Hlín Ólafsdóttur,
dætur þeirra eru
Sólveig, Margrét
Björk, Hugrún og
Gunnhildur.
Ágústa, gift Óla
Jóni Jónssyni,
börn þeirra eru
Ásdís, Tómas og Jón Kristófer.
Gísli Kort, kvæntur Auðbjörgu
Björnsdóttur, börn þeirra eru
Björn Kort, Ágústa Kort og
Helgi Kort. Gunnar Tómas,
kvæntur Katharinu Schumac-
her, dóttir þeirra er Elísa.
Margrét giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, Halldóri K.
Kjartanssyni, árið 1995. Synir
Leiðir okkar Möggu lágu fyrst
saman þegar ég var nemandi og
hún kennari við Reykholtsskóla í
Borgarfirði fyrir hartnær 30 ár-
um. Þar kenndi hún mér og öðr-
um 9. bekkingum stærðfræði og
náttúrufræði. Magga var góður
kennari, hafði skýra framsögn,
var röggsöm og hélt uppi góðum
aga. Einhverju sinni fannst henni
aðeins of mikið skvaldur í
kennslustofunni. Þá tilkynnti hún
bekknum að hún ætlaði ekki að
láta bjóða sér þessa framkomu og
gekk á dyr.
Með þessu skaut hún okkur
nokkurn skelk í bringu, sem var
auðvitað ætlunin. Við ólátabelg-
irnir sáum okkur ekki annað fært
en gera út sendinefnd upp á
kennarastofu, biðja Möggu auð-
mjúklega afsökunar á hegðun
okkar, lofa bót og betrun og biðja
hana náðarsamlegast að snúa aft-
ur. Það er skemmst frá því að
segja að þetta „trikk“ svínvirkaði
og ég minnist þessi ekki að það
hafi verið neitt skvaldur í tímum
hjá henni eftir þetta.
Um áratug síðar höguðu örlög-
in því þannig að ég kynntist dótt-
ur hennar, Ágústu, í vísindaferð
sagnfræðinema við Háskóla Ís-
lands. Það var ást við fyrstu sýn.
Í kjölfarið gerðist ég tíður gestur
á heimili Möggu og Halldórs í Ár-
bænum. Þau tóku mér frá upp-
hafi einstaklega vel. Ég held að
Magga hafi fljótlega skynjað að
það var alvara í sambandi okkar
Ágústu og mig grunar að það hafi
ekki verið henni alveg á móti
skapi. Að vísu fannst henni það
dálítið bratt þegar við tilkynntum
henni eftir einungis þriggja mán-
aða tilhugalíf að við ætluðum að
fara að búa. En hún virti þá
ákvörðun okkar og studdi okkur
upp frá því á allan hátt.
Þegar við Ágústa tókum sam-
an átti ég eins árs gamla dóttur.
Ég hafði nokkrar áhyggjur af því
hvernig verðandi tengdamóðir
mín tæki henni og hvernig sam-
skipti þeirra myndu þróast. Þær
áhyggjur reyndust algjörlega
óþarfar. Hún var frá upphafi al-
veg einstaklega hlý og góð við Ás-
dísi og leit alltaf á hana sem eitt
af sínum ömmubörnum. Magga
hafði stórt hjarta. Eftir að við
Ágústa eignuðumst drengina
okkar tvo var Magga stoð okkar
og stytta í uppeldismálunum.
Hún reyndi ekki að stjórna okk-
ur, vissi að það þýddi ekki, en ráð-
lagði okkur og aðstoðaði á alla
lund.
Þegar Magga var upp á sitt
besta var hún ótrúlega dugleg og
atorkusöm manneskja, algjör
orkubolti. Hún vann mikið, hélt
stórt heimili og var alltaf með
mörg járn í eldinum. Reglulega
héldu þau hjónin fjölmennar mat-
arveislur fyrir fjölskylduna þar
sem Magga var allt í öllu. Ekkert
var til sparað. Ég dáðist einatt að
yfirsýn hennar, skipulagshæfi-
leikum og krafti. Það gustaði af
henni. En Magga kunni líka að
slappa af og njóta lífsins. Upp í
hugann koma ótal góðar stundir
sem við áttum saman í Árbænum,
tjaldútilegum, sumarbústöðum
og á ferðalögum innan lands og
utan. Allar þessar ljúfu minning-
ar mun ég geyma með mér svo
lengi sem ég lifi.
Ég kveð Möggu tengdamóður
mína, góða vinkonu og ömmu
barnanna minna með miklum
söknuði en jafnframt djúpu þakk-
læti fyrir allt það sem hún gaf
mér. Hvíldu í friði.
Óli Jón Jónsson.
Við erum heppnir strákar því
við áttum einstaklega góða
ömmu, sem var alltaf hress og
skemmtileg við okkur. Það var
gaman að koma til ömmu í miðri
viku og borða nammi og ís. Í Mýr-
arási var gott að fá sér Svala og
horfa á jólamyndir á sumrin,
amma var ekki með of margar
reglur.
Þegar við gistum hjá henni
vaknaði hún með okkur og horfði
á barnatímann og við áttum nota-
lega stund saman. Á jólunum
hittumst við og fórum í leiki,
blikkleik og tölvuleiki í eldgamalli
Nintendo tölvu. Oft fórum við út á
leikvöll og lékum okkur í sjóræn-
ingjaleik í skipinu sem var þar.
Þó að amma væri komin í hjóla-
stól hélt hún áfram að fara með
okkur á leikvöllinn. Eftir að
amma flutti á Hrafnistu í Kópa-
vogi þá komum við oft til hennar
og Tómas fékk meira að segja að
gista. Nú þegar amma er fallin
frá rifjum við upp góðar minning-
ar um skemmtilega ömmu.
Tómas og Jón Kristófer.
Elsku Magga mín, mikið er ég
lánsöm að hafa átt þig fyrir vin-
konu. Af mörgu er að taka og
minningabrotin hrannast upp. Þú
þessi fallega, skynsama, klára,
yfirvegaða kona með fallega
brosið og dillandi hláturinn – ég á
eftir að sakna þín sárt.
Þú nýgift Kristó bróður
mannsins míns. Daði Már fæðist.
Þú að útskrifast sem hjúkrunar-
fræðingur og ófrísk af Ágústu.
Þið komin í Reykholt með tvo
gullmola og við að heimsækja
ykkur oft og mörgum sinnum. Þú
Magga mín í eldhúsinu, elskaðir
að elda og borða góðan mat og
hafa gesti. Síðan bættist Gísli
Kort í fjölskylduna og svo kom
Gunnar Tómas. Við Kiddi vorum
svo heppin að eiga stráka á sama
tíma og ykkar strákar fæddust.
Þeir urðu ekki bara frændur
heldur líka bestu vinir. Allar ferð-
irnar sem við fjölskyldurnar tvær
fórum saman í.
Þegar þið Kristó fluttuð til
Reykjavíkur eftir Reykholtsdvöl-
ina breyttist mikið hjá þér, elsku
Magga mín, því að leiðir ykkar
Kristó lágu ekki lengur saman.
Ég dáðist að þér hvað þú stóðst
þig vel og tókst skynsamlegar
ákvarðanir á þessum erfiðu tím-
um hjá þér. Kiddi var að vinna úti
á landi í nokkur sumur og vorum
við með yngri strákana okkar í
hjólhýsabúskap. Þar af leiðandi
var ég svo heppin að fá þig með
yngri strákana þína til okkar í
sumarfríum. Það var alltaf til-
hlökkun að fá Möggu og strákana
til okkar. Strákarnir fengu vini
og við Magga gátum sprellað og
haft það skemmtilegt. Það er ekki
langt síðan ég fékk Möggu mína
til að skellihlæja svona sárlasna
þegar ég var að rifja upp með
henni atvik sem átti sér stað á
hjólhýsaárunum.
Magga var svo sniðug og flott
því að þegar hún var búin að vera
ein með börnin í nokkur ár fór
hún að segja við vini og fjöl-
skyldu: „Elskurnar mínar, ef þið
þekkið einhvern flottan og góðan
mann þá endilega látið mig vita.“
Við Kiddi tókum Möggu á orðinu
og buðum Halldóri sem vann með
Kidda í grillpartí í Vaglaskógi.
Það fór vel á með þeim í þessu
boði. Auðvitað ekki hægt annað
en að heillast af Möggu og Hall-
dór flottur. Seinna um haustið
þegar Magga er heima hjá okkur
segir hún eins og henni einni var
lagið: „Elskurnar mínar, mér
finnst þið ekki standa ykkur nógu
vel í þessu, það væri auðvitað allt
annað ef hann Halldór sæti núna í
þessum stól hérna.“ Svo að auð-
vitað var drifið í næsta skrefi,
flogið til Akureyrar og raðhús
leigt yfir helgi. Myndirnar af
henni Möggu minni úr þessari
ferð eru yndislegar, svo gaman
hjá okkur, og þau smullu saman
og urðu flott par.
Magga átti stóra og samrýmda
fjölskyldu sem yndislegt var að
kynnast. Svo átti hún einnig ynd-
isleg börn og tengdabörn og stór-
an hóp ömmubarna. Hún var lán-
söm að kynnast Dóra sem elskaði
líka að taka þátt í fjölskylduboð-
unum, því að Magga var mikil
fjölskyldumanneskja.
Eitt minningarbrot: Magga
kemur til mín á nýja frúarbílnum
og er að fara þegar hún kallar til
mín: „Veistu hvaða skrásetning-
arstafir eru á bílnum mínum? Það
er sko MY sem þýðir auðvitað
Magga yndislega.“ Ég var auðvit-
að sammála að það stæði fyrir
Magga yndislega.
Í mínum augum var Magga
stórkostleg kona.
Kristín Þórðardóttir.
Það er óhætt að segja að
Magga Gunnars hafi tekið mér
opnum örmum. Allt frá því ég
man fyrst eftir mér hef ég verið
aufúsugestur á hennar heimili.
Styttri og lengri heimsóknir í
gegnum tíðina, allt frá Reyk-
holtsdögum og svo í Mýrarásn-
um, hafa verið yndislega einlæg-
ar og altumlykjandi stundir. Í
Reykholti átti ég dýrmætan tíma
með frændfólki mínu sem eru líka
mínir bestu vinir. Í sólskála Mýr-
arássins kynntist ég elskunni
minni tveimur áratugum síðar.
Stundir með Möggu tengi ég því
við margt af því besta sem ég á.
Það er mikill söknuður að hún
skuli ekki vera lengur með okkur
nema í minningunni. Magga var
trú og traust og hafði ráð undir
rifi hverju, sérstaklega þegar
kom að ungbörnum. Þess nutum
við hjónin óspart þegar við stig-
um okkar fyrstu skref sem for-
eldrar. Engum var betur treyst-
andi til að gefa góð ráð af
þekkingu og útsjónarsemi. Síð-
ustu ráðleggingar Möggu til mín
voru þær að halda kær þau vin-
áttubönd sem ég ætti, þau væru
ómetanleg og það var hún Magga
Gunnars líka.
Hilmar Þór Kristinsson.
Elsku frænka mín, nú er komið
að kveðjustund hjá okkur í bili
a.m.k. Eftir erfið veikindi veit ég
að hvíldin var þér kærkomin. Eft-
ir sitjum við mjög sorgmædd, en
líka þakklát fyrir að þrautagöngu
þinni er lokið. Það er svo margt
sem við höfum gert saman og
yndislegar minningar sem við
Haukur eigum með ykkur Hall-
dóri. Alltaf var pláss fyrir alla
okkar fjölskyldu hjá ykkur, m.a.
var Hjalti Már hjá ykkur í mánuð
þegar hann byrjaði í Háskólan-
um.
Margar útilegur fórum við í
saman og alltaf mikil dagskrá;
gönguferðir, leikir, góður matur,
skipulagt uppvask með nagla-
lökkuðum hnífapörum til að hver
þekkti sitt að uppvaski loknu, gít-
arspil og söngur. Í tvær skóla-
annir kom ég suður einu sinni í
mánuði og gisti þá hjá ykkur í 2-3
nætur í senn þá var nú ýmislegt
brallað. Þú varst með mig í öku-
tímum um borgina, við fórum í
göngutúra, skoðuðum söfn og
fórum svo gjarnan og keyptum
okkur ís á kvöldin með heitri
sósu, já talandi um sósur, þær
voru í uppáhaldi hjá þér. Stund-
um sátum við lengi við borðstofu-
borðið í Mýrarásnum og kláruð-
um sósuna úr skálinni með
fingrunum, fórum svo í garðskál-
ann og Halldór færði okkur kaffi
og líkjör og þið Haukur reyktuð
vindla og við spjölluðum og hlóg-
um mikið. Að elda með þér var
svo skemmtilegt, það átti að nota
bæði smjör og rjóma. Einu sinni
eldaði ég með Halldóri því þá
varst þú orðin svo lasin og þegar
að við vorum að borða sagðir þú:
„Þú hefur gleymt rjómanum,
Jónína.“
Þú kenndir mér að sofa með
sorrógrímu eins og við kölluðum
hana og að það væri best að sofa í
glansandi náttfötum þá væri svo
auðvelt að snúa sér, enda vissir
þú svo margt, þú varst líka með
próf í að búa um rúm, enda sér-
legur hjúkrunarfræðingur fjöl-
skyldunnar.
Þið voruð alltaf svo dugleg að
heimsækja okkur norður líka og
þá þurfti að elda siginn fisk og
selspik, það var alveg fastur liður.
Í september sáumst við síðast
og áttum frábæran dag sem end-
aði í matarboði hjá Gunnu og
Gunna, þú vildir reykja vindil þó
þú værir löngu hætt, en við hjálp-
uðumst að eins og svo oft áður og
ég lét þig reykja og við gáfum þér
hvítvín í gegnum rör, ógleyman-
leg stund og mikill hlátur.
Yndislega frænka mín, takk
fyrir allar okkar samverustundir.
Sofðu rótt, sofðu rótt,
nú er svartasta nótt.
Sjáðu sóleyjarvönd
geymdu’ hann sofandi í hönd.
Þú munt vakna með sól
Guð mun vitja um þitt ból.
Góða nótt, góða nótt,
vertu gott barn og hljótt.
Meðan yfir er húm
situr engill við rúm.
Sofðu vært, sofðu rótt
eigðu sælustu nótt.
(Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.)
Elsku Halldór og fjölskylda,
Guð styrki ykkur í sorginni.
Jónína Kristjánsdóttir.
Hún Magga frænka er dáin
langt fyrir aldur fram, illvígur
sjúkdómur og langvarandi veik-
indi í kjölfar hans tóku sinn toll.
Hún varð aðeins sextíu og
þriggja ára og því sárt að sjá á
eftir henni svo ungri. Hún var
dugnaðarforkur frá byrjun til
enda og bar líf hennar allt þess
merki.
Í veikindunum var hún söm við
sig, gafst aldrei upp fyrr en í fulla
hnefana. Eiginmaður hennar,
Halldór K. Kjartansson, sýndi
henni mikla umhyggju og studdi
hana af alúð í öllu sem þurfti að
glíma við vegna framgangs sjúk-
dómsins. Hann var hennar klett-
ur í þessu öllu. Hún skilur eftir
sig fagran hóp sem samanstend-
ur af börnunum hennar fjórum,
Daða Má, Ágústu, Gísla Kort og
Gunnari Tómasi. Þau voru öll vel
nestuð út í lífið frá henni og fengu
góðan grunn enda öll vel mennt-
uð og sterk úti í lífinu í dag. Einn-
ig átti hún fjölda barnabarna,
tengdason og tengdadætur. Í eitt
skiptið þegar ég kom í heimsókn
var Halldór heima og eftir góðar
veitingar kom hann með tölvuna
og Magga þú fórst að segja mér
frá því sem þér var kærast, börn-
unum og fjölskyldum þeirra. Það
sannast svo sannarlega hjá þér að
við uppskerum eins og við sáum.
Börnin voru svo stór hluti af
þér. Þú varst hjúkrunarfræðing-
ur að mennt og fórst það vel úr
hendi. Ég minnist þess svo vel um
jólin þegar ég var lítil, hversu
gaman það var að koma á Dal-
brautina um jólin þegar systurn-
ar hittust með hópana sína, dansa
í kringum jólatréð og fá appels-
ínur og epli sem pabbi þinn flutti
inn. Nú ertu búin að hitta pabba
þinn og mömmu, fleiri ættingja
og laus við allar kvalir.
Ég, pabbi og mamma og systk-
inin sendum ykkur aðstandend-
um Möggu okkar innilegustu
samúðarkveðjur og megi guð
geyma hana.
Er líður þú inn í ljóssins heima
líkni þér englafjöld.
Megi góður guð þig geyma
og gleðin taka völd.
(Björg Jakobsdóttir)
Ásta Andrésdóttir.
Í dag kveð ég frábæra sam-
starfskonu og vinkonu. Samstarf
okkar hófst fyrir rúmlega 16 ár-
um þegar ég hóf störf á Heilsu-
gæslunni í Árbæ. Margrét reynd-
ist mér einstaklega vel og það var
gott að hafa hana sér við hlið
enda varð hún fljótt staðgengill
minn. Það var ávallt hægt að
treysta á Margréti. Hún vissi
hvar hlutirnir voru.
Margrét sýndi metnað í starfi
sínu sem heilsugæsluhjúkrunar-
fræðingur en hún var vel mennt-
uð og vel að sér. Hún naut sín í
þeim fjölbreyttu störfum sem
heilsugæsluhjúkrun felur í sér og
leysti þau einkar vel af hendi.
Hún var fljót að tileinka sér nýj-
ungar hvert sem verkefnið var.
Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar tölvuskráning við skjúkra-
skýrslur hófst. Margrét var fljót
að tileinka sér hana. Hún kom
auga á alla þá kosti sem slík
skráning hafði og gerði sitt til að
sannfæra aðra um notagildi þess-
arar nýjungar.
Margrét var mjög úrræðagóð
og hjá henni voru vandamálin til
að leysa þau. Þar nýttist öll
reynsla hennar og góðar gáfur.
Henni var annt um samstarfsfólk
sitt og ef eitthvað bjátaði á hjá
okkur var hún fljót að bregðast
við á sinn ljúfa hátt.
Margrét hafði einnig gaman af
að gera sér glaðan dag með okkur
starfsfélögunum og bregða á leik.
Hún tók oft að sér að skipuleggja
ýmsar skemmtiferðir t.d. í sum-
arbústaði og var ávallt tilbúin
með leiki eða aðrar uppákomur.
Þarna naut hún sín enda hrókur
alls fagnaðar.
Heimili þeirra Halldórs stóð
jafnan opið hvort sem verið var
að föndra eða á leið á árshátíð.
Það var alltaf gott að koma á
heimili þeirra þar sem þau voru
bæði gestrisin. Þar á bæ kunni
fólk að láta gestum sínum líða vel.
Margrét hafði létta lund og
það var stutt í glettnisglampann í
augum hennar og hún átti auðvelt
með að sjá spaugilegu hliðarnar
þegar það átti við. Því var oft
hlegið saman í vinnunni og glatt á
hjalla. Þessir eiginleikar áttu eft-
ir að veita henni styrk síðar meir í
erfiðum veikindum hennar því
glettnisglampinn var aldrei langt
undan þegar gamlar minningar
voru rifjaðar upp.
Það var sárt þegar Margrét
varð að láta af störfum vegna
veikinda. En hún hætti með reisn
eins og við var að búast. Hún náði
að flytja með okkur í nýtt hús-
næði heislugæslunnar og þar
komu skipulagshæfileikar henn-
ar aftur að góðum notum. Við
starfslok hennar myndaðist
skarð í hjúkrunarhópinn sem erf-
itt var að fylla.
Eftir að hún hætti störfum var
gott að geta heimsótt hana og
spjalla saman um heima og
geima. En það þýddi ekkert að
mæta án þess að gera boð á und-
an sér því Margrét hafði í nógu að
snúast við að halda sér við með
sjúkraþjálfun og æfingum. Þá
varð hún að sjálfsögðu fljótt virk í
samtökum parkinsonssjúklinga.
Ég þakka fyrir yndislega vin-
áttu okkar sem aldrei féll skuggi
á og ég votta Halldóri og börnum
hennar mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Margrétar
Gunnarsdóttur.
Ingibjörg Sigmundsdóttir.
Kær vinkona okkar Margrét
Gunnarsdóttir er látin langt um
aldur fram. Við viljum minnast
hennar með örfáum kveðjuorð-
um. Ung að árum kynntumst við í
Reykholtsdal. Börnin okkar voru
öll á svipuðum aldri. Við minn-
umst með gleði sumarbústaða-
ferða okkar að vetri til með börn-
in. Síðar meir, eftir að við fluttum
aftur til Reykjavíkur, gleðistunda
í Mýrarásnum hjá þeim Halldóri
og Margréti.
Margrét var mjög félagslynd
kona. Hún tók þátt í störfum
kvenfélags Reykdæla og leik-
félagsins svo eitthvað sé nefnt.
Hún var hrókur alls fagnaðar
hvar sem hún kom. Hafði mjög
sterkar skoðanir, var vel gefin,
skynsöm og feiknadugleg.
Þegar Margrét flytur til
Reykjavíkur með börnin sín fjög-
ur sýnir hún virkilega hvað í
henni býr.
Er hún kynnist Halldóri eftir-
lifandi eiginmanni sínum hefst
nýr kapítuli í hennar lífi og
barnanna. Ekki minnkaði sam-
gangur okkar við þau kynni, síður
en svo.
Lífið blasti við þeim og þau
nutu samveru hvort við annað í
ríkum mæli og vinátta þeirra var
traust.
Fyrir nokkrum árum greindist
Margrét með þann sjúkdóm sem
dró hana til dauða. Þá kom vel í
ljós hvílíku æðruleysi hún bjó yf-
ir. Hún var hetja og hennar verð-
ur sárt saknað.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
(Vald. Briem)
Samúðarkveðjur til Halldórs
eiginmanns hennar, barna,
tengdabarna og barnabarna.
Ósk, Sigurður, Þórný
og Aðalsteinn.
Við kveðjum Margréti vinkonu
okkar og kæra samstarfskonu
með trega í hjarta. Þegar sam-
Margrét S.
Gunnarsdóttir