Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 20
SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meginkostnaður við verð-bólgu er ekki rýrnunkaupmáttar heldurhandahófskennd til- færsla eigna milli skuldara og spari- fjáreigenda vegna óvæntrar verð- bólgu. Verðtrygging eyðir þessari áhættu og gagnast því bæði lánveit- endum og lántakendum. Þá fjölgar verðtrygging valkostum á láns- fjármarkaði en fjölgun valkosta eyk- ur jafnan velferð almennings. Þetta er meðal ályktana sem fram koma í grein Lúðvíks Elíassonar, hagfræðings og starfsmanns fjár- málastöðugleikasviðs Seðlabanka Ís- lands, sem birt er í Efnahagsmálum. Í greininni, „Verðtrygging 101“, er farið yfir ýmis grundvallaratriði, um- ræðu og rannsóknir. Vægi verðtryggingar eykst Verðtrygging lána er ekki sér- íslenskt fyrirbrigði. Lúðvík getur þess að í löndum þar sem verðbólga er mikil hafi um langt skeið þróast markaður fyrir verðtryggð skulda- bréf og lán. Á þessari öld hafi enn fjölgað löndum sem gefa út verð- tryggð ríkisskuldabréf og útgefendur einskorðast ekki lengur við lönd sem glíma við þráláta verðbólgu. Tilgang- urinn er fyrst og fremst að draga úr fjármagnskostnaði ríkissjóðs því verðtryggðir raunvextir eru jafnan lægri en raunvextir á óverðtryggðri fjármögnun. Vinsældir þessara skuldabréfa hafa farið vaxandi eftir því sem mark- aðir með þau hafa þróast. Útgáfa verðtryggðra bréfa franska ríkisins hefur til dæmis aukist ár frá ári. Vægi þeirra hefur einnig farið vaxandi á Ítalíu og í Þýskalandi. Lúðvík bendir á að verðtrygging er ein leið til þess að eyða þeirri óvissu sem skapast um raunvirði endur- greiðslna lána og skuldabréfa vegna sveiflukenndrar verðbólgu yfir samn- ingstímann. Hún dragi því úr óvissu og þar með áhættuálagi. Raunvextir verðtryggðra lána verði því lægri en sambærilegra lána sem ekki eru verðtryggð. Fram kemur að mikil skuldsetning heimila á þensluskeiðinu fyrir 2008 hafi ekki orðið vegna verðtryggingar heldur vegna þess að þau tóku lán og lánastofnanir veittu lán, þegar óraun- særrar bjartsýni gætti varðandi mat lántakenda og lánveitenda á greiðslu- getu. Þensluskeiðið hafi ekki reynst vera eðlilegt ástand og bendir Lúðvík á að sömu vandamál hafi orðið í öðr- um ríkjum við svipuð skilyrði, alveg óháð því hvort verðtryggð lán væru þar í boði. Peningaglýja ræður afstöðu Lúðvík segir að svo virðist sem peningaglýja, sem stafi af því að ekki sé gerður greinarmunur á breyt- ingum nafnverðs og raunverðs, virð- ist leika stórt hlutverk í andstöðu við verðtryggingu. Margir virðist telja að verðbólga rýri kaupmátt almennings vegna þess að launaþróun sé á eftir verðlagi og að launþegar ráði þess vegna ekki við afborganir verð- tryggðra greiðslna. Hann bendir á að launabreytingar séu tíðari eftir því sem verðbólga er meiri og laun ákvörðuð út frá væntingum um þróun verðlags. „Meginafleiðing óvæntrar verðbólgu er tilfærsla verðmæta milli lánþega og lánveitenda en ekki fall- andi kaupmáttur.“ Þá fjallar höfundurinn um umræðu um bann við verðtryggingu og segir meðal annars: „Verðtrygging er einn af þeim valkostum sem bjóðast þegar tekin eru lán til langs tíma. Bann við verðtryggingu felur því í sér að val- kostum fækkar og fækkun valkosta leiðir jafnan til minni velferðar. Það verður að teljast ólíklegt að minni vel- ferð sé í raun markmið þeirra sem tala fyrir banni við verðtryggingu.“ Bann við verðtrygg- ingu minnkar velferð Morgunblaðið/Golli Húsnæði Vinsældir óverðtryggðra húsnæðislána hafa aukist smám saman eftir því sem verðbólgan hefur haldist lengur í skefjum. 20 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íliðinni vikukynntu bæðiVinstri grænir og Sam- fylkingin tillögur sínar um breyt- ingar á fjárlaga- frumvarpinu svo það mætti endurspegla betur stefnu þessara flokka. Ekki er ástæða til að gera ráð fyrir að þessar tillögur nái fram að ganga, enda var stefnu þessara flokka hafnað með afgerandi og eftirminnileg- um hætti í kosningunum síð- astliðið vor. Engu að síður er jákvætt að tillögurnar komi fram því að þær gefa kjósendum góða sýn á af- stöðu þessara flokka og við hverju hefði mátt búast hefðu þeir náð betri útkomu í vor. Þó verður að hafa í huga að tillögurnar eru settar fram þegar flokkarnir eru í stjórnarandstöðu og eru ekki að fara að hrinda þeim í framkvæmd, þannig að ætla má að frekar sé reynt að setja fram tillögur sem lík- legar eru taldar til vinsælda en hinar sem óvinsælastar kynnu að verða. Þær eru væntanlega geymdar þar til og ef flokkarnir komast aft- ur í lykilstöðu í íslenskum stjórnmálum. En þó að þeir sem kynntu tillögurnar hafi þannig sett upp sparisvipinn er ljóst að vinstriflokkarnir hafa ekk- ert lært af mistökum sínum á síðastliðnu rúmu kjör- tímabili. Í meginatriðum ganga tillögur beggja flokka út á að hækka skatta veru- lega og að útdeila auknu fé úr ríkissjóði sem skatt- heimtunni nemur. Þessi hugsun réð ríkjum í stjórn- arráðinu á síðasta kjör- tímabili en gekk ekki upp þá og mun ekki ganga upp síð- ar. Það sem vinstriflokk- arnir gleyma eða neita að viðurkenna er að skatt- heimtan hefur neikvæð áhrif á framleiðslu í hagkerfinu og þess vegna munu skatta- hækkanir þeirra ekki skila þeim tekjum sem þeir gera ráð fyrir, sérstaklega þegar horft er fram á veginn. Tekjuhliðin gengur þess vegna ekki upp. Útgjaldahliðin gengur þar með ekki heldur upp nema með hallarekstri ríkissjóðs, en burt séð frá því þá eru viðbótarútgjöldin sem vinstriflokk- arnir leggja til dæmigerð fyrir yfirboðspólitík og eru ekki mjög sannfærandi. Þeir segjast nú vilja láta Ríkisútvarpið fá útvarps- gjaldið óskert, en skertu það sjálfir ítrekað á liðnu kjörtímabili. Þeir segjast vilja setja enn meira viðbót- arfé í heilbrigðiskerfið en núverandi stjórnarflokkar ætla að gera, en allir muna hvernig þeir forgangsröð- uðu þegar þeir voru í stjórn svo að þetta er ótrúverðugt í meira lagi. Fjöldi annarra tillagna um aukin útgjöld til ákveðinna mála er einnig settur fram og er ekki mikið trúverðugri en þau dæmi sem nefnd eru hér að ofan og skýrist því einkum af yf- irboðspólitík. Ein sérkennilegasta til- lagan í yfirboðspakka vinstriflokkanna er þó tví- mælalaust á tekjuhliðinni, en Samfylkingin leggur til að „leggja á 6 milljörðum meira í bankaskatt en rík- isstjórnin hyggst gera,“ og bætir við að ef bankaskattur sé jafn örugg tekjulind og stjórnvöld leggja nú upp með séu engin rök til þess að nota hann ekki til annarra verkefna en skuldaniðurfell- inga. Greinilegt er að Sam- fylkingin hefur ekki mikla trú á þessari skattlagningu á fjármálafyrirtæki, sem kemur ekki á óvart því að vinstristjórnin sló sem kunnugt er skjaldborg um slík fyrirtæki og gætti þess vandlega að skattleggja heimilin í topp áður en föllnu fjármálafyrirtækin væru snert. Forystumenn Vinstri grænna hafa sömu efasemdir um að styggja fallin fjármálafyrirtæki og hina erlendu kröfuhafa með því að ræða um skattheimtu á þau, en þeir hafa þó ekki þann hárbeitta húmor að setja hækkun bankaskatts- ins inn í tillögur sínar. Á heildina litið eru til- lögur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fagnaðar- efni því að þær sýna al- menningi að þessir flokkar hafa enn ekkert lært af mis- tökum sínum og eiga áfram fullt erindi í stjórnarand- stöðu. Ótrúverðugar til- lögur vinstriflokk- anna eru þrátt fyrir allt mjög gagnlegar} Hefðbundin yfirboð og skattahækkanir F ærni í stærðfræði og lesskilningi hrakar. Frammistaða versnar verulega frá 2009 og sé horft tíu ár aftur í tímann hafa grunn- skólanemar dregist aftur úr sem nemur hálfu skólaári. Þriðjungur fimmtán ára stráka getur ekki lesið sér til gagns. Þeir þurfa, á mannamáli sagt, að sitja eftir, fara í aukatíma og vera duglegri í heimanáminu. Árangur í skólum á höfuðborgarsvæðinu er betri en úti á landi en almennt hefur skólabragur batnað og viðhorf nemenda til náms eru jákvæðari en áð- ur. Þetta eru helstu niðurstöður svonefndrar Pisa-könnunar um námsárangur íslenskra ung- menna sem kynntar voru á dögunum og hafa víða verið ræddar. Viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg; kenn- arar segja hnignun þessa vera afleiðingu mikils niðurskurðar í framlögum til skólastarfs á síðustu árum. Væntanlega mun forysta kennara tefla niðurstöðunum fram í næstu kjaraviðræðum og víst eru kennarar ekkert of sælir af sínu, þó að ekki verði séð að algjörlega bein lína sé milli launa þeirra og árangurs nemenda. Aðrir þættir hafa væntanlega meiri áhrif. Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra er – eins og raunar margir fleiri – til- lögugóður en hann upplýsti í Morgunblaðinu að hann hefði m.a. boðað tölvuleikjahönnuði á sinn fund til að ræða þró- un námsefnis við hæfi illa læsra stráka. Víst er að leikja- stundir í tölvunni eru fjarri því lærdómsríkar en kannski má breyta því með nýjum vinnubrögðum. Íslendingar eru puðarar. Síðustu daga hef ég tekið stikkprufur og spurt foreldra og börn hve langur vinnudagur þeirra sé. Svörin eru yfirleitt svipuð; krakkarnir eru komnir á stjá upp úr klukkan hálfátta á morgnana, bjallan glymur þegar klukkan er korter gengin í níu og þá tekur við þétt stundaskrá fram til klukk- an tvö. Í framhaldinu koma svo allskonar at- riði, sumir krakkar æfa íþróttir þrisvar til fjór- um sinnum í viku, margir eru í tónlistarnámi, skátunum, skák, dansi og svo framvegis. Þá er dagskrá á frístundaheimilum og í fé- lagsmiðstöðvum og auðvitað mæta krakkarnir þangað enda skiptir sú samvera miklu hvað varðar félagsþroska því maður er manns gaman. Raunin er því sú að krakkarnir eru oft ekki komnir heim fyrr en klukkan fimm síðdegis og jafnvel síðar. Og þá er heimalær- dómurinn jafnvel eftir. Við sem fullorðin erum þekkjum vel að eftir átta til tíu stunda vinnu er orkan búin og þaðan af síður er þess að vænta að krakkar sem eru með vaxtarverki líkama og sál- ar megni mikið að svo löngum starfsdegi loknum. Er lík- legt að þau setjist niður með góða bók og lesi sér til fróð- leiks og ánægju og geti lyft huganum í hæðir? Nei, auðvitað ekki. Skýringin á slakri útkomu í könnun Pisa liggur í þjóðfélagsgerðinni; löngum vinnudegi og lífsgæða- kapphlaupi. Krakkarnir eru leiksoppar og kröfur sam- félagsins um námsárangur þurfa því að vera sanngjarnar og í samræmi við aðstæður. sbs@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson Pistill Gerum sanngjarnar kröfur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Bann við verðtryggingu nýrra neytendalána er á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Skip- uð var sérfræðinefnd til að útfæra afnám verðtryggingar. Tillögur og tímasett áætlun áttu að liggja fyrir í lok árs- ins. Nú liggur fyrir að hópurinn mun skila af sér tillögum í janúar. Fram kemur á vef for- sætisráðuneytisins að vinna hópsins er á áætlun en þörf talin á því að ræða hugmyndir hans við verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðis- mála vegna skörunar á verk- efnum. Forsætisráðherra hefur m.a. rökstutt málið með vísan til misvægis launa og lána á verðbólgutímum. Hækkun höf- uðstóls geti leitt til yfir- veðsetningar. Þá geti það skapað hættu á útlánaþenslu þegar lántakendur beri einir áhættu af verðbólgu umfram væntingar. Tillögur koma í janúar SÉRFRÆÐINEFND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.