Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Machete Kills er grín-mynd fyrst og fremst.Það er enginn að faraað sjá stórkostlegan leik eða epíska kvikmyndatöku eða eitthvað slíkt í þessari mynd. Hér er ekki verið að spila á fiðlu og reyna á eitthvert tilfinningaklám. Þetta er dýr B-mynd og er mögn- uð skemmtun þó hún sé mun verri en fyrri myndin. Mynd númer eitt var snilld en þessi mynd nær aldr- ei flugi þrátt fyrir bullið og vit- leysuna. Þetta er semsagt framhald af hinni stórkostlegu Machete og segir frá manninum sem öll eitur- lyfjasamtök Mexíkó óttast, Mac- hete. Vopn hans er sveðja, þaðan kemur nafnið. Söguþráðurinn er eins og í góðri B-mynd, bara þráð- ur og þunnur er hann í þessari. Úff. Þetta hefst allt á því að Mac- hete og félagi hans koma í veg fyr- ir að herinn selji eiturlyfja- samtökum vopn. Félaginn deyr í aðgerðinni og Machete er hand- tekinn af rasistalögreglustjóra. Hann ætlar að hengja Machete en gerir sér ekki grein fyrir að Mac- hete deyr ekki. Sko aldrei. Hann hefur verið skotinn og skorinn og hengdur og laminn en aldrei deyr hann. Jæja, í miðri hengingunni hringir rauði síminn og það er for- seti Bandaríkjanna á línunni og skipar lögreglustjóranum að skera Machete niður. Forsetinn kallar Machete á sinn fund, veitir honum ríkisborg- ararétt og sendir hann af stað til að ná í brjálæðing sem miðar sprengju á Washington. Þar með hefst hasarinn. Það er mexíkanskt þema í þess- ari mynd og þannig er Charlie Sheen orðinn Carlos Estevez en hann leikur forseta Bandaríkj- anna. Línurnar sem Charlie eða Carlos fer með í þessari mynd eru algjörlega stórkostlegar. Sá sem ritaði þær hlýtur að vera einnig að skrifa fyrir Bold and the Beauti- ful. Í fyrri myndinni var farið yfir strikið í drápum. Þá gat Machete afhausað fimm eða sex í einu. Hann fékk varla högg á sig. Nú var hann laminn í klessu, ekki einu sinni heldur oft. Ótrúlegu hlutirnir voru líka eitthvað skrýtnir í þess- ari mynd. Machete sest á téða sprengju og aftengir hana að sjálf- sögðu. Sprengjan hefur verið á flugi í rúma mínútu og þegar hann nær að gera hana óvirka hrapar hann rúma fjóra metra niður í vatn þar sem Bandaríkjaforseti tekur á móti honum! Þetta atriði hefði verið mun betra hefði það verið í fyrri myndinni. Hér verður ekki farið í leiksigra eða annað. Þetta er ekki þannig mynd. Hinsvegar skila allir leik- ararnir sínu, sérstaklega Mel Gib- son. Hann tekur sig vel út á hvíta tjaldinu. Það er hins vegar „Ég er að drífa mig og ég nenni ekki“- stimpillinn á henni sem fer í taug- arnar á mér. Og mér finnst svona myndir yfirleitt frábærar. Það var samt eitthvað sem var ekki nógu gott en fyndin var hún og svo lofa þeir þriðju myndinni. Machete kills again ... In space. Þar er Danny Trejo með geislasveðju. Spennið beltin fyrir þá vitleysu. Hún verður frábær. B-mynd „Þetta er dýr B-mynd og er mögnuð skemmtun þó hún sé mun verri en fyrri myndin,“ segir m.a. um Machete Kills. Hér sést Machete (Danny Trejo) á tali við forseta Bandaríkjanna og síminn að sjálfsögðu rauður. Bull og vitleysa en samt svo skemmtilegt Sambíóin Machete Kills bbbnn Leikstjórn: Robert Rodriguez. Handrit: Robert Rodriguez. Aðalhlutverk: Danny Trejo, Michelle Rodriguez, Sofía Verg- ara, Charlie Sheen, William Sadler, Lady Gaga. Bandaríkin, 2013. 108 mín. BENEDIKT BÓAS KVIKMYNDIR Sjá sölustaði á istex.is Gefðu hlýja jólagjöf Ábreiða úr hinni einstöku íslensku ull gerir hverja stund hlýja og notalega...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.