Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Það er mikið ánægjuefni að fá í hend-urnar í desemberbyrjun þrjár íslensk-ar djassskífur, sem allar teljast í fremstu röð norrænna djassskífna ársins. Ein þeirra, The Eleventh Hour Sigurðar Flosa- sonar, er gefin út af Storyville í Kaupmanna- höfn, en hinar hér í Reykjavík, Bassanótt Tómasar R. Einarssonar og Mold Árna Karls- sonar. Ekki er minna gleðiefni að síðsumars komu út tveir píanótríó-djassdiskar í sama gæðaflokki: Distilled Sunnu Gunnlaugsdóttur og Meatball Evening K-tríós Kristjáns Mar- teinssonar. Það er sama hvar borið er niður í íslenskri tónlist: tónskáldatónlist, djassi eða poppi, allt stenst það samanburð við það besta hjá nágrannaþjóðum okkar og víðar. Í þungum svítustraumi Árni Karlsson Tríó – Mold bbbbn Kongó, 2013. Árni Karlsson er traustur píanisti og tón- höfundur sem byggir bæði á hinni „jarrettsku“ hefð og leitar aftar í sög- una – til rómantíska tímabilsins. Það skilur hann dálítið frá helstu impressjón-djassistum okkar af hans kynslóð, Agnari Má og Sunnu Gunnlaugs. Þessi diskur er rökrétt framhald af Mæri, er út kom 2009, þar léku Gunnar Hrafnsson og Matti Hemstock með honum, en nú er það tvíeyki Sunnu, Þorgrímur Jónsson og Scott McLemore. Það er dálítið öðruvísi að leika með Niels-Henning en Charlie Haden á bass- ann og sama má segja um að leika með Gunna eða Togga. Nýja platan er öll myrkari en Mæri og ógnarsterkur bassaleikur Togga set- ur mikið mark á hana. Tónsmíðarnar eru ekki eins eftirminnilegar hver fyrir sig og sumar á Mæri, en renna fram í þungum svítustraumi. Þó eiga „Heylykt“, „Mold“og hin glaðlega „Spretta“eftir að fylgja manni lengi. Latíndjassinn sýður á keipum Tómas R. Einarsson – Bassanótt bbbbm Blánótt, 2013 Bassanótt Tómasar R. Einarssonar er gulls ígildi. Það þarf ekki að koma þeim á óvart er heyrðu tónleika hans á Jazzhátíð í ágúst. Það eru engir blásarar á þessari plötu, ólíkt hin- um klassísku latíndjas- splötum Tomma, nema Samúel J. Samúelsson, básúnuleikari númer eitt í Íslandsdjassinum ásamt Birni R. Sammi blæs heitan sóló í „Dípoppalúla“ sem er eins- og nafnið gefur til kynna af ætt boppdjassins. Fæst laganna sækja þangað en eru frekar af ætt hinna klassísku söngdansa, sem djass- og danstónlistarmenn sóttu hvað mest í að túlka alla síðustu öld. Sum laganna spretta svo eðli- lega af þeim meiði að það er einsog maður hafi þekkt þau langa ævi. Ég nefni bara „Hvítan kjól“ og „Laugar“, en þar heyrum við vatnsnið í lokin, sem vísar til hins mikla óðs Tómasar til róta sinna „Strengs“. Svo er auðvitað Kar- íbahafið allt um kring. En þetta er engin söngdansaplata. Lat- índjassinn sýður á keipum í hverju lagi og trumbusláttur Matthíasar M.D. Hemstocks og Sigtryggs Baldurssonar er sterkur og stundum bætist Sammi í hópinn með guiro. Þegar Tómas ber uppi laglínur er það hinn þungi voldugi bassaleikur hans sem ljær tón- listinni þennan sérstaka svip, sem við þekkj- um öll, og hefur slegið í gegn í latíndjassheim- inum. Eyþór Gunnarsson er á heimavelli, hvort sem hann leikur einfaldar laglínur eða hleður inn blokkhljómum og Óskar Guð- jónsson, með treslíkan gítarhljóm sinn, gæti verið strákur úr Karíbahafinu. Ég er sann- færður um að þetta er besta latíndjassplata Tómasar, en margt hefur hann þó gert frá- bærlega sem ekki flokkast undir þá tónlist- arstefnu, og dæma verður frá öðru sjónar- horni. Hvert tónverk hefur sína sögu Sigurður Flosason – The eleventh hour bbbbm Storyville records, 2013. Sigurður Flosason tekur flugið á splunku- nýrri skífu með Kaupmannahafnarkvartetti sínum, Nicolaj Hess á píanó, Lennart Ginman bassa og Morter Lund trommur: the eleventh hour. Ginman hefur verið tíður gestur á skíf- um Sigurðar og Morten Lund er einn fremsti trommari Norðurlanda af yngstu djass- kynslóðinni. Nikolaj Hess er gamall refur, sem hefur komið víða við, bæði vestan hafs og aust- an. Komið hér með Ettu Cameron og þaðan þekkti ég hann fyrst og fremst. Hann kom mér glettilega á óvart á þess- ari plötu og byggir ekki síst upp dramatíkina sem hlýtur að láta á sér kræla á elleftu stundu. Frábær hrynsveit – en blásarinn toppurinn. Sigurði hefur tekist að sameina hráan órólegan stíl sinn er ríkti forð- um í hraðari tempóum, hinum mjúktóna stíl sem heyra má næsta fullkominn á „Night fall“ frá því í fyrra. Hann má þegar telja einn alf- remsta saxófónleikara sinnar kynslóðar í nor- rænum djassi og jafnvel evrópskum. Alla tíð hefur mátt þekkja altóstíl Sigurðar eftir fá- eina takta og hann hefur náð æ betri tökum á tónsmíðum, skrifar að ýmsu leyti í þessum klassíska eftirboppstíl sem víða ríkir, en fellur aldrei í þá gryfju að endurtaka for- tíðina og hvert tónverk hefur sína sögu að segja og þær oft æði persónubundnar. Mér finnst þetta besta skífa Sigurðar ásamt „Leiðinni heim“ frá 2005. Það er kannski ekki neinn smellur þarna einsog „Stjörnur“, en mörg verkana eru áleitin og eiga eftir að lifa lengi: Ég nefni bara „By Myself All Alone“ með seiðandi sveiflu „While the Nights Linger“ með ellingtonísku píanóupphafi, hið dramatíska „The Eleventh Ho- ur“ og ballöðuna gullfallegu „No One Knows“. Íslenskur djass í hæstum hæðum Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar djassskífur Vernharður Linnet linnet@simnet.is Morgunblaðið/Einar Falur Píanistinn „Nýja platan er öll myrkari en Mæri,“ segir rýnir um Mold Árna Karlssonar. Morgunblaðið/Einar Falur Bassaleikarinn „Ég er sannfærður um að þetta er besta latíndjassplata Tómasar.“ Sigurður „Frábær hrynsveit – en blás- arinn toppurinn.“ pastellitir, heldur sterkir og heitir litir þar sem skuggarnir undir- strika hið litríka. Fyrri hluti plötunnar gefur tón- inn: Leiksviðið er sveipað skuggum og myrkri, þung og klunnaleg hús- gögn, dökkklæddar persónur reika um sviðið, fangar eigin fordóma, þröngsýni og heiftar, sólin sest ekki, hún fellur, hrapar, og myrkrið skellur á. Það er ekki fyrr en í því frá- bæra lagi Siam sem birtir til og smám saman leysast skuggarnir upp, tónlist og textar drífa okkar áfram að loka- laginu: Við munum endurlifa góða tíma, góða tíma. Sigra hið vonda, endurlifa góða tíma. Fram kom í viðtali við Benedikt hér í blaðinu að platan hefði orðið til í Skotlandi og verið unnin þar og það skýrir kannski að einhverju leyti hve frábrugðin hún er fyrri Benna Hemm Hemm plötum. Óhætt er að segja að dvöl Her- manns ytra hefur gert honum gott, miðað honum áfram í tónsmíðum og textagerð og skilað framúrskar- andi skífu. Tónlist Benedikts Her-manns Hermannssonarhefur alla jafn yfir sérheiðríkju og gleði, hvort sem sú gleði felst í lögunum sjálf- um, eða útsetningum þeirra. Text- arnir gera svo sitt til að skapa hug- ljúfa stemningu, en sem betur fer er á stundum kryddað með smá myrkri eða depurð – við þurfum að þekkja súrt til að meta sætt. Á nýrri skífu Benedikts, Elim- inate Evil, Revive Good Times, er myrkari svipur en oft áður, meiri vigt í textunum og gott ef það eru ekki líka skarpari og dekkri litir í tónlistinni líka, ekki sólbleiktir Endurlifum góða tíma Tregapopp Benni Hemm Hemm – Eliminate Evil, Revive Good Times bbbbn Hljómplata Benedikts Hermanns Her- mannssonar, Benna Hemm Hemm, sem hann hljóðritaði í Edinborg með aðstoð ýmissa tónlistarmanna skoskra. Bene- dikt gefur sjálfur út. ÁRNI MATTHÍASSON TÓNLIST 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.