Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 ÍSLENSK HÖNNUN ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA ÁLAFOSS Álafossvegur 23, Mosfellsbær Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00 Laugard. 09:00 - 16:00 www.alafoss.is Hydrovane loftpressur eru lágværar, fyrirferðarlitlar, öflugar og henta alls staðar þar sem þörf er á þrýstilofti. Mikið úrval af hágæðaloftpressum, lögnum og síum. Bjóðum lausnir í þrýstilofti fyrir allar aðstæður. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Allt annað líf - með hljóðlátri loftpressu Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is Dregið hefur úr myndun nýrra fjölskyldna því ungmenni ílengjast í foreldrahúsum sem svo aftur dregur úr eftirspurn í vöru- og þjónustugeirum og hægir þar með á bata efnahags Bandaríkjanna. Þessu halda fréttaskýrendur fréttastofu Bloomberg fram í ný- legri grein. Tölur frá ráðuneyti viðskipta- mála sýna að á meðan útgjöld til kaupa á varanlegum vörum (e. durable goods) á borð við bíla og raftæki hafa aukist um 34% frá miðju ári 2009 hafa útgjöld banda- rískra heimila til kaupa á vöru og þjónustu ekki aukist nema um 6,3%. Undir vöru og þjónustu fell- ur flest dagleg neysla heim- ilismeðlima, frá hita- og rafmagns- reikningum yfir í veitinga- staðaferðir og heimsóknir á hárgreiðslustofuna. Það er þessi litli vöxtur í kaupum á almennri vöru og þjónustu sem á að skýra hvers vegna efnahagsbatinn vestanhafs hefur ekki verið hrað- ari en raun ber vitni. Lélegri neytendur Lítil aukning í heimilistekjum út- skýrir að hluta hvers vegna neyt- endur halda fast um pyngjuna, segir Bloomberg, en hluti vandans liggur líka í því að fleiri ungmenni búa lengur í foreldrahúsum og lifa þar af meiri hófsemi en ef þau myndu stofna og reka eigið heim- ili. Einkaneysla á vöru og þjónustu janfngildir um 45,4% af landsfram- leiðslu Bandaríkjanna og því er ljóst að það myndi hafa mikil þjóð- hagsleg áhrif ef þjónustugeirinn myndi eflast, og sennilega rífa bandaríska hagkerfið upp úr þeim rólega 2% hagvexti sem mælst hef- ur undanfarin fjögur og hálft ár. Frá árinu 2008 hefur heildar- fjöldi bandarískra heimila, í skattalegum skilningi, aukist um tæpt prósent á ári sem er töluvert undir 1,7% meðaltalinu frá því mælingar hófust árið 1948. Um leið fer íbúum á heimili fjölgandi upp á síðkastið, sem rímar við þá staðreynd að börn flytja seinna að heiman. „Neysla á vörum og þjón- Hanga í hreiðrinu og á efnahagsbatanum u  Fleira fólk á hverju heimili í Bandaríkj- unum og því minni neysla Neytendur Börn sem búa hjá foreldrum sín- um gera minna fyrir hagkerfið en ef þau héldu úti eigin heimili, segir Bloomberg. Ung- ar konur gera sitt til að örva smásölu á útsöl- unum í nóvemberlok. Sprotafyrirtækið Coinbase hefur tryggt sér fjármögnun frá áhættu- fjárfestum fyrir 25 milljónir dala, jafnvirði um þriggja milljarða króna. Meðal þeirra sem þegar hafa lagt Coinbase til fjármagn má nefna fjárfestingafyrirtækið Union Square Ventures sem var meðal bakhjarla Tumblr og seldi með góðum hagnaði til Yahoo fyrr á árinu. Rætt var við Brad Burn- ham, einn eigenda Union Square Ventures, í Morgunblaðinu í sum- ar þegar hann heimsótti ráðstefn- una Startup Iceland. Coinbase býður upp á rafræn „veski“ fyrir bitcoin auk þess að gera viðskiptavinum sínum fært að kaupa og selja bitcoin-myntina. BBC skrifar um uppgang Coin- base en fjöldi skráðra viðskipta- vina fyrirtækisins hefur tvöfaldast á tveimur mánuðum og eru þeir nú 600.000 talsins. Coinbase mun nú vera best fjár- magnaða sprotafyrirtækið á bit- coin-markaðinum. Fyrst Kína, nú Noregur Rafræni gjaldmiðillinn bitcoin hefur mikið verið í fréttum und- anfarnar vikur vegna mikillar hækkunar á gengi gjaldmiðilsins. Þegar mest lét í lok nóvember og fyrstu vikuna í desember var gengi bitcoin á köflum yfir 1.200 dölum og jafnaði á tímabili verð gullúnsunnar. Síðan þá hefur bit- coin lækkað töluvert og kostaði um helgina í kringum 875 dali. Lækkun bitcon var meðal ann- ars talin skýrast af ákvörðun kín- verskra stjórnvalda sem bönnuðu bönkum að versla með bitcoin. Enn má þó kaupa og selja bitcoin í Kína eins og um væri að ræða hlutabréf. Nú hafa norsk stjórnvöld einnig sent frá sér neikvæða umsögn um bitcoin m.t.t. skattlagningar, að Fjárfestar veðja á bitcoin  Coinbase fær jafnvirði þrigga millj- arða króna  Norsk stjórnvöld segja bitcoin ekki gjaldmiðil skv. lögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.