Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 F A S TU S _E _0 4. 01 .1 3 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Verslun opin mán-fös 8.30 -17.00 Hágæða stálpottar og pönnur fyrir þá sem eru metnaðarfullir í eldhúsinu. Má nota á allar gerðir af hellum, þ.m.t. spanhellur. Mikið úrval af öllum stærðum og gerðum. Potturinn og pannan í góðu eldhúsi Veit á vandaða lausn Meðlimir Xhosa-ættbálksins dönsuðu hefðbundinn út- farardans á meðan kista Nelsons Mandela var borin til grafar í heimaþorpi hans í Qunu í gær. Fyrr um daginn var opinber jarðarfararathöfn og sóttu hana mörg fyrirmenni og þjóðhöfðingjar. Að henni lokinni var einkaútför þar sem nánustu ættingjar kvöddu Mandela. AFP Mandela borinn til hinstu hvílu Mótmælin í Úkraínu héldu áfram um helgina, en um 200.000 manns komu saman í miðborg Kænugarðs, höfuðborgar landsins, í gær. Mark- mið mótmælenda var að fá Viktor Janúkovíts, forseta landsins, til þess að leysa ríkisstjórn sína frá störfum og boða til kosninga. Mótmælin hafa nú staðið í þrjár vikur. Bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn John McCain ávarp- aði mótmælendur í gær og sagði að Bandaríkjamenn styddu Úkraínu. „Úkraína mun gera Evrópu betri líkt og Evrópa Úkraínu,“ sagði McCain. Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, tilkynnti í gær að hlé yrði gert á undirbúningi sam- bandsins fyrir nýjan viðskiptasamn- ing við Úkraínu þar til ljóst væri að skýr vilji væri til þess hjá stjórn- völdum að undirrita hann. sgs@mbl.is ESB gerir hlé á und- irbúningi  McCain ávarpaði mótmælendur Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Flokksmenn þýska Sósíaldemókrataflokksins (SPD) samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta um helgina að gengið yrði til stjórnarsamstarfs við kristilega demókrata, flokk Angelu Merkel kansl- ara. Um 76% þeirra sem tóku þátt í póstkosning- unni léðu stjórnarsamstarfinu atkvæði sitt. Þykja úrslitin vera sigur fyrir Sigmar Gabriel, formann SPD, sem átti frumkvæðið að því að stjórnarsátt- málinn yrði lagður í dóm flokksmanna. Ráðherraefni sósíaldemókrata voru samþykkt í gær af framkvæmdastjórn flokksins, en flokkur- inn fær sex ráðherra af sextán í nýju ríkisstjórn- inni. Gabriel mun verða efnahags- og orkumála- ráðherra, auk þess sem hann mun gegna embætti varakanslara. Þá ber það til tíðinda að Frank-Walter Steinmeier verður aftur utanríkis- ráðherra Þýskalands, en hann gegndi því embætti frá 2005-2009, þegar SPD sat í ríkisstjórn með kristilegum demókrötum. Steinmeier leiddi flokk- inn í kosningunum 2009 en galt þá afhroð og var talið að hann ætti ekki afturkvæmt í fremstu röð. Merkel til Parísar á miðvikudag Ríkisstjórnin nýja mun taka til starfa á morgun, þegar þing kemur saman og kýs sér nýjan kansl- ara. Gert er ráð fyrir að Angela Merkel verði þá endurkjörin. Fyrsta opinbera utanlandsferð henn- ar eftir að hún tekur á ný við embætti kanslara verður til Parísar, þar sem hún mun ræða við Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka. Fundurinn verður haldinn í aðdraganda leiðtoga- fundar Evrópusambandsins í Brussel, þar sem ræða á varnarmálastefnu sambandsins. Nýtt stjórnarsamstarf samþykkt  Steinmeier verður aftur utanríkisráðherra  Úrslitin sigur fyrir formann SPD EPA Á leið í ríkisstjórn Ráðherraefni Sósíal- demókrataflokksins voru kynnt í gær. Þjóðþing Jemens samþykkti lög í gær þar sem bannað var að gera árásir á skotmörk í landinu með mannlausum flugvélum eða drón- um. Samþykkt laganna kom til eftir að slík vél lenti á bílalest á leið úr brúðkaupi og felldi þar 17 manns, allt almenna borgara. Sögðu þing- menn að vernda þyrfti ríkisborgara Jemen og tryggja yfirráð yfir loft- helgi landsins. Bandaríski herinn hefur átt í samvinnu við yfirvöld í Jemen í bar- áttu þeirra við Al-Kaída hryðju- verkasamtökin. Hafa árásir dróna aukist að undanförnu og hefur fjöldi vígamanna fallið í þeim. Þingið bannar árásir mannlausra flugvéla JEMEN Bresk-írski leik- arinn Peter O’Toole lést á laugardaginn, 81 árs að aldri. O’Toole skaut upp á stjörnuhimininn þegar hann lék Arabíu-Lárens í samnefndri mynd Davids Lean árið 1962. O’Toole var tilnefndur átta sinnum til Óskarsverðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki, en vann þau aldrei. Hann fékk hins vegar heiðurs-Óskar árið 2003. Peter O’Toole látinn, 81 árs að aldri Peter O’Toole BRETLAND Javad Zarif, utanríkisráðherra Ír- ans, segir hvarf Roberts Levinson vera ráðgátu. „Það sem við vitum er að hann er ekki í haldi í Íran,“ sagði Zarif í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn „Face the Nation.“ Zarif bætti við að ef Levin- son væri í Íran væri hann ekki í haldi stjórnvalda. Levinson hvarf árið 2007 á Kish-eyju í Persaflóa. Levinson var fyrrverandi starfs- maður FBI sem stundaði njósnir fyrir CIA. Levinson ekki í haldi íranskra stjórnvalda ÍRAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.