Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 ✝ Tómas Þórfæddist á Akureyri 14. nóv- ember 1994. Hann lést 7. desember 2013. Foreldrar hans eru Þorgils Garðar Gunn- þórsson frá Fá- skrúðsfirði, fæddur 16. október 1963, og Helga Steinunn Hauksdóttir frá Þríhyrningi í Hörgárdal, fædd 18. júlí 1965. Bróðir Tómasar hann nám í sérdeild Fjölbrauta- skólans við Ármúla og átti að út- skrifast þaðan næsta vor. Í báð- um þessum skólum fékk Tómas Þór frábæra þjálfun og örvun hjá úrvals fólki. Alla sína skóla- göngu var Tómas Þór í dagvist- un á Lyngási sem Ás styrktar- félag rekur og naut þar mjög góðrar umönnunar. Frá sex ára aldri var Tómas Þór reglulega í skammtímavistun þar sem alltaf var hugsað mjög vel um hann, fyrst í Álfalandi, þá á Holtaveg- inum og nú síðast í Árlandi. Hann fór árlega í tveggja vikna dvöl í sumarbúðirnar í Reykja- dal. Útför Tómasar Þórs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 16. desember, og hefst athöfnin kl. 13:00. Þórs er Steinar Darri, fæddur á Akureyri 14. nóv- ember 1996. Tómas Þór ólst upp á Dal- vík til fimm ára ald- urs en þá fluttist hann með fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur, í Grafarvoginn. Tómas Þór var í Safamýrarskóla, útskrifaðist þaðan vorið 2010. Frá haustinu 2010 stundaði Elsku besti Tómas Þór. Þegar ég lít til baka og hugsa um tímann okkar saman þá koma svo margar góðar minn- ingar. Eins og þegar við fjöl- skyldan byrjuðum að vera stuðningsfjölskyldan þín og mér fannst svo gaman að fá litla frænda til mín að gista yfir heila helgi og leika við þig og dansa. Svo þegar við fórum saman í sunnudagaskólann, þá var ég svo stolt að labba með þér, þú varst alltaf svo flottur. Síðan þegar þú varðst eldri þá urðum við Soffía systir liðveislan þín og þá brölluðum við margt saman. Við bökuðum stundum saman og ekki fannst þér það leiðinlegt. Síðan öll þau skipti sem við horfðum á Ávaxtakörfuna og dönsuðum eins og brjálæðingar við öll lögin í henni, það var allt- af stuð hjá okkur. Síðan þegar við ákváðum að fara í bæjarferð- ir þá varstu alltaf svo kátur því það var svo margt fólk og margt til að fylgjast með. Elsku Tómas, þú varst alltaf svo glaður og kátur og alltaf svo yndislegt og gaman að vera í kringum þig. Þú kenndir mér svo rosalega margt og ég er svo heppin að hafa fengið að vera frænka þín. Ég er svo þakklát fyrir allar yndislegu stundirnar sem við höfum átt saman. Kveðja Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíldu í friði, elsku Tómas. Þín verður sárt saknað. Þín frænka, María Ósk. Ég man það svo vel þegar mamma sagði við mig, fimm ára stelpuskottið, að Tómas litli frændi minn væri veikur og yrði aldrei alveg eins og önnur börn og ég gæti ekki leikið við hann eins og hina krakkana. Ég varð svo sorgmædd, ég sem var svo ánægð með litla nýja frænda minn, og ég gæti kannski aldrei leikið við þig. Annað kom nú í ljós. Þó að þú hafir ekki verið eins og önnur börn þá var sko alveg hægt að leika við þig. Þú varst yndislegt barn, svo ljúfur og góður og hvers manns hug- ljúfi, og ég var sko ekkert lítið ánægð með þig. Þrátt fyrir þína miklu fötlun þá varstu nú bara litli frændi minn sem ég lék við og las fyrir og söng fyrir. Þú lékst þér kannski ekki mikið á móti en það skipti engu máli fyrir mig, ég gat alveg leikið fyrir okkur bæði. En þú varst sko alveg frábær áhorfandi, þú hlóst og skríktir af fíflalátunum í manni, og það var sko skemmtilegt. Við fjölskyldan í Árbænum vorum svo heppin að fá að vera stuðningsfjölskyldan þín og þá var nú margt skemmtilegt brallað saman og það var alltaf gaman þegar það var von á þér yfir helgi. En svo kom að því að þú stækkaðir og þá var svo erfitt að bera þig upp á þriðju hæð í blokk og þá fékkstu aðra frábæra stuðnings- fjölskyldu. Undanfarin tvö ár höfum við María verið svo heppnar að vera með þig í lið- veislu og eigum við skemmti- legar minningar um þær stundir sem við höfum átt saman á þess- um tíma. Fullt af notalegum stundum heima í Grafarvoginum þar sem var mikið sungið og dansað, þér þótti það nú ekki leiðinlegt. Svo skrappst þú nokkrum sinnum með okkur í bæjarferðir og það var svo gam- an að vera með þér í mann- fjölda, þér fannst svo gaman að vera þar sem var nóg af fólki og mikið um að vera. Það var sama hvert maður fór eða hvar maður var með þér, elsku Tómas, alltaf var ég stolt af því að vera frænka þín og stolt af þér, flotti frændi minn. Þó að þú hafir ekki verið alveg eins og aðrir þá skipti það engu máli, þú varst frábær og flottur strákur og gerðir mig alveg svakalega stolta frænku. Þú kenndir manni margt gott um lífið og til- veruna, og kenndir manni að njóta lífsins eins og það er. Ég er svo þakklát fyrir það hvað við áttum margar góðar stundir saman í gegnum þitt líf, sem tók snöggan enda fallegan ískaldan vetrarmorgun. Dvel ég í draumahöll og dagana lofa. Litlar mýs um löndin öll liggja nú og sofa. Sígur ró á djúp og dal, dýr til hvílu ganga. Einnig sofna skolli skal með skottið undir vanga. (Kristján frá Djúpalæk) Hvíldu í friði, elsku fallegi frændi minn. Þín frænka, Soffía. Þú varst yndislegur, elsku Tómas Þór, alltaf ljúfur og bros- andi ef ekkert var að hrjá þig. Við fjölskyldan vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera stuðn- ingsfjölskyldan þín í mörg ár eftir að þið fluttuð til Reykjavík- ur. Aðra hverja helgi komstu til okkar í Árbæinn, fyrst í Hraunbæ og síðan í Reykásinn. Soffía og María Ósk voru dug- legar að fara með þig út í kerr- unni og við fórum í sunnudaga- skólann og þér fannst svo gaman að hlusta á krakkana syngja og leika sér. Stundum fórum við á fótboltaleik hjá Fylki og það voru ófá frjáls- íþróttamótin hjá ÍR sem þú fórst á með okkur. Frá einu slíku móti er til falleg mynd af þér og Steinari Darra bróður þínum sitjandi í fanginu á Völu Flosadóttur stangarstökkvara. Seinni part á laugardögum var oft fjör í eldhúsinu hjá okkur, þú sast í stólnum þínum og fylgdist með mér elda kvöldmatinn og ég spjallaði við þig um daginn og veginn og við hlustuðum á tónlist. Síðan var ég með mjög mikilvægt hlutverk í gegnum ár- in, ég klippti alltaf þétta og fal- lega hárið þitt. Næsta gamlárs- kvöld verður öðruvísi en venjulega, þið fjölskyldan kom- uð yfirleitt til okkar í mat en næst vantar einn í hópinn. Það eru til margar skemmtilegar myndir af þér og okkur frá liðn- um gamlárskvöldum og við munum skoða þær og minnast þín. Elsku Steinunn systir, Þorgils og Steinar Darri. Mikið var Tómas Þór lánsamur að eiga ykkur sem fjölskyldu, þið báruð hag hans fyrst og síðast fyrir brjósti og maður öðlaðist dýpri skilning á orðinu æðruleysi. Missir ykkar er mikill en við eigum minningar um yndislegan dreng sem kenndi okkur að meta lífið og kærleikann. Svanhildur og Felix. Það er ekki annað hægt en að brosa í gegnum tárin þegar maður hugsar til þín elsku Tóm- as. Þú brostir svo sannarlega í gegnum lífið og sýndir okkur hinum með kátínu þinni og gleði að það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli. Ég er foreldr- um þínum mjög þakklát fyrir að hafa leyft mér að taka svona virkan þátt í lífi þínu og minn- ingarnar eru svo margar og svo skemmtilegar. Þú gafst svo mikið af þér og þó að fötlun þinni hafi fylgt ýmsir erfiðleikar þá fölna þeir í samanburði við það fallega og góða sem fylgdi þér. Þú ljómaðir í gegnum lífið og ljómar nú áfram á betri stað. Hvíldu í friði elsku Tómas minn. Þín frænka Sif. Þegar talað er um Tómas er ómögulegt annað en að minnast á brosið hans. Innilega brosið sem var alltaf til staðar í gegn- um súrt og sætt, brosið sem lýsti upp skammdegið fyrir okk- ur öll sem vorum það heppin að kynnast honum. Tómas sýndi ávallt slíka lífsgleði að erfitt var að finna jafningja hans í þeim málum og var hann svo blíður að gælunafnið „Blíðfinnur“ heyrðist oftar en einu sinni í gegnum tíðina. Að sjálfsögðu kynntumst við Tómasi mismikið, sum okkar unnu náið með honum daglega en önnur hittu hann aðallega á sameiginlegum stundum en öll erum við ríkari fyrir vikið. Tóm- as var mikil félagsvera og naut hann sín best í góðra vina hópi að skapa tónlist, spjalla og taka þátt í allskonar leikjum og skemmtilegheitum. Þegar við ræddum öll saman sáum við strax að þó allir væru sammála um ákveðna hluti, brosið, lífs- gleðina og hamingjuna sem hann færði okkur öllum, áttu all- ir sínar fallegu minningar sem voru einstakar hjá hverjum og einum. Hvort sem það var nota- leg stund á hálffimm-vaktinni eða einstaklega fjörug söng- stund þar sem Tómas spilaði af mikilli innlifun á hristur og hljómborð þá höfðum við öll eitt- hvað sem hjálpaði okkur að brosa í gegnum sorgina. Við viljum þakka Tómasi kærlega fyrir allt sem hann gaf okkur á sínum 19 árum og þó að alltaf sé erfitt að kveðja má hann vita það hvar sem hann er nú að áhrif hans og góðu minn- ingarnar lifa áfram í okkur öll- um sem fengum tækifæri til að kynnast honum. Kær kveðja. Fyrir hönd vina Tómasar á Lyngási, Jón Þór Sigurleifsson. Nú breiðir nóttin blíða sinn blævæng undurþýða á liðna barnsins brjóst. En hátt á himinvegi það heilsar sól og degi, þar allt er milt og ljúft og ljóst. Sem lágur lækjaniður, er líður kvöldsins friður um bjartan blómsturreit, er kærleiks kveðjan hljóða, sem kallar drenginn góða í himinljómans hvítu sveit. (Guðmundur Guðmundsson.) En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Kæru foreldrar, bróðir og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Við munum geyma minninguna um brosmilda ljúflinginn hann Tómas. Guð geymi hann. Fyrir hönd starfsfólks Skammtímavistunar Álfalandi 6, Markrún Óskarsdóttir. Það er í lok sumars 2010. Ný- nemar eru að setjast á skóla- bekk í FÁ og Tómas er einn af þeim. Hann er busaður og þann- ig vígður formlega inn í skóla- samfélagið. Það er svolítil breyt- ing að koma úr litlum sérskóla í stóran framhaldsskóla en Tóm- asi virðist ekkert bregða við það því hann hefur unun af því að vera innan um fólk í líflegum fé- lagsskap. Hann þekkir líka nokkra krakka þarna úr gamla skólanum, jafnvel einhverja aðra úr sama árgangi. Og svo líða ár- in við nám og leik og hilla fer undir brautskráningu. Þá brest- ur eitthvað og ekki verður kom- ist lengra á þessari lífsins braut og við taka nýjar lendur ókunnar, ný andlit og kannski einhver kunnug, hver veit; ef til vill engin busavígsla og skóla- stofur, kannski bara opinn skóli þar sem maður þarf aðeins að leggja stund á sín uppáhaldsfög. Í FÁ voru það einkum fög eins og tónlist, myndlist, sund, nátt- úrufræði og bókmenntir og svo tímar þar sem farið var í leiki eða spilað við bekkjarfélagana. Tómas virtist hafa sérstaka gáfu eða gæfu þegar spil og keppni voru annars vegar og stóð oftar en ekki uppi sem sigurvegari, einn eða í hópi. Hann hafði líka létta lund og ríkan áhuga á sam- skiptum við fólk og naut þess að vera á Steypunni svokölluðu og blanda geði við aðra nemendur eða að fylgjast með tónlistar- viðburðum og öðrum skemmt- unum sem oft var boðið uppá í skólanum. Nú er skarð fyrir skildi á sérnámsbraut FÁ. Tóm- asar verður sárt saknað í hópi annarra nemenda, í nafnakalli þar sem hann var vanur að svara með bros á vör eða þegar verið er að kryfja fyrirbrigði náttúrunnar til mergjar eða þá að skemmta sér við hljóðfæra- leik þar sem Tómas naut sín einkar vel. Við í Fjölbrautaskólanum við Ármúla sendum fjölskyldu Tóm- asar innilegustu samúðarkveðj- ur. Helga J. Sigurjónsdóttir, Kristinn Guðmundsson. Tómas Þór Þorgilsson ✝ ValgerðurBjarnadóttir fæddist á Efri- Mýrum í Engihlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu 26. apríl 1925. Hún andaðist á Land- spítalanum Foss- vogi 6. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðný Ragnhildur Þórarins- dóttir frá Jórvík í Hjalta- staðaþinghá, N-Múl., f. 21. októ- ber 1900, d. 27. júlí 1976, og Bjarni Óskar Frímannsson, bóndi og oddviti á Efri-Mýrum í Engihlíðarhreppi, f. í Hvammi í Langadal 12. mars 1897, d. 10. nóvember 1987. Valgerður (Lóa) var einka- barn en Ragnhildur og Bjarni ólu að meira eða minna leyti upp fjögur börn sem Valgerður leit alltaf á sem systkin sín: Jón Trausta Kristjánsson, f. 1. júní 1928, d. 21. júlí 1993; Báru Þór- önnu Svavarsdóttur, f. 9. sept- ember 1936; Ragnheiði Sólveigu Pétursdóttur, f. 14. september 1940, d. 27. febrúar 1962, og loks elstu dóttur Ragnheiðar, Bjarnhildi Sigurðardóttur, f. 18. október 1955. Valgerður giftist hinn 10. mars 1949 Karli G. Sigurbergs- syni, f. 16. júlí 1923, syni hjónanna Oddnýjar Þorsteins- dóttur, f. 19. ágúst 1893 á Eyri í Fáskrúðsfirði, d. 30. október 1983, og Sigurbergs Oddssonar, f. 6. febrúar 1894 í Hvammi í Fá- skrúðsfirði, d. 14. mars 1976. Karl andaðist 11. september 2012 á heimili þeirra Valgerðar. Hann var einn ellefu systkina og er aðeins eitt þeirra, Guðbjörg, enn á lífi. Synir Valgerðar og Karls eru: 1) Bjarni Frímann, f. 20.9. 1949, maki Sólveig Diðrika Ögmunds- dóttir, f. 30.12. 1948. Synir þeirra: a) Ögmundur, f. 24.1. 1974, sambýliskona Sóley Jök- ulrós Einarsdóttir, f. 19.2. 1976. Saman eiga þau Al- dísi, f. 21.5. 2009, og Andra, f. 16.11. 2011. b) Bjarni Frí- mann, f. 26.8. 1989. c) Karl Jóhann, f. 20.9. 1991. 2) Ragn- ar, f. 6.7. 1959, sam- býliskona Þorbjörg Magnúsdóttir, f. 4. apríl 1966. Dætur Ragnars og Þóru Ólafíu Eyjólfs- dóttur, f. 7.11. 1958: a) Val- gerður, f. 11.9. 1987, sambýlis- maður Egill Fivelstad, f. 23.12. 1986. b) Sigríður, f. 2.12. 1989, sambýlismaður Eyvind Kongs- vik, f. 28.1. 1989. Valgerður var veturinn 1940- 41 í Reykholtsskóla í Borg- arfirði og lauk þaðan unglinga- prófi. Hún nam við Kvennaskól- ann á Blönduósi veturinn 1943-44. Fluttist til Reykjavíkur haustið 1945 og vann fyrst í verslun Egils Jacobsen í Austur- stræti en hóf síðan störf á saumastofu og lærði kjólasaum. Þar vann hún nokkur ár. Hún kynntist Karli í Reykjavík haustið 1946 og stofnuðu þau heimili þar 1948. Valgerður og Karl fluttust til Keflavíkur 1955 og bjuggu þar síðan. Fyrst leigðu þau hjá Guðlaugu systur Karls og manni hennar á Sól- vallagötu 30, en fluttu árið 1957 í nýbyggt eigið húsnæði á Hóla- braut 11. Þar bjuggu þau í rúm 30 ár en fluttu þá á Suðurgötu 26. Karl andaðist þar fyrir 15 mánuðum. Þar bjó Valgerður ein hálft ár, en flutti þá á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Valgerður vann mikið við kjólasaum á heimili sínu í gegnum árin. Hún vann í um tíu ára skeið á sauma- stofu Álnabæjar í Keflavík. Hún var mikil hannyrðakona og tók virkan þátt í starfi eldri borgara í Reykjanesbæ síðustu tuttugu árin. Útför Valgerðar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag, 16. desember 2013, og hefst hún kl. 13. Elsku amma okkar, þú varst svo góð amma með hjartað á hárréttum stað. Vildir allt fyrir okkur gera. Við eigum ótalmargar minningar um okk- ur heima hjá ykkur afa þegar við vorum yngri þar sem við lékum okkur saman. Alltaf var svo létt yfir þér. Þér þótti svo gott að hafa fólk í kringum þig og ferð frá okkur á þann máta líka, með ótalmarga í kringum þig sem munu sakna þín sárt eins og við gerum. Þetta vers mun alltaf minna okkur á þig, versið sem þú kenndir okkur og fórst með svo oft á okkar yngri árum. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (S. Jónsson frá Presthólum) Þínar ömmustelpur. Valgerður og Sigríður Ragnarsdætur Valgerður Bjarnadóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjónarfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.