Morgunblaðið - 16.12.2013, Side 11

Morgunblaðið - 16.12.2013, Side 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -2 4 9 3 Kia Sorento EX Luxury Árg. 2006, ekinn 111 þús. km, dísil, 140 hö., sjálfskiptur, eyðsla 8,4 l/100.* Verð: 2.750.000 kr. Kia Sportage EX 4wd Árg. 2012, ekinn 33 þús. km, dísil, 136 hö., beinskiptur, eyðsla 5,7 l/100.* Verð: 4.950.000 kr. Kia Sorento EX Classic 4wd Árg. 2012, ekinn 40 þús. km, dísil, 197 hö., sjálfskiptur, eyðsla 7,4 l/100.* Verð: 5.950.000 kr. Kia cee‘d Sportswagon LX 1,4 Árg. 2013, ekinn 22 þús. km, dísil, 90 hö., beinskiptur, eyðsla 4,4 l/100.* Grænn bíll. Verð: 3.290.000 kr. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. 5,5 ár eftir af ábyrgð 5,5 ár eftir af ábyrgð 6,5 ár eftir af ábyrgð Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð Kia Sportage EX 4wd Árg. 2013, ekinn 31 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100.* Verð: 5.790.000 kr. Greiðsla á mánuði 39.900 kr. M.v. 60% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,94%. 6,5 ár eftir af ábyrgð Kia Rio LX 1,4 Árg. 2013, ekinn 24 þús. km, dísil, 90 hö., beinskiptur, eyðsla 4,1 l/100.* Grænn bíll. Verð: 2.450.000 kr. Greiðsla á mánuði 19.900 kr. M.v. 53% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 12,53%. 6,5 ár eftir af ábyrgð Gott eintak NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Opið virka daga kl. 10-18 Morgunblaðið/Golli Rafvirki Sinh rekur verkstæði og tekur gamlar vélar í sundur og nýtir allt sem nýta má til að halda kostnaði niðri. Varahlutir í þvottavélar og þurrkara geta sannarlega kostað sitt en með því að taka gamlar vélar í sundur og nýta allt sem nýta má og gera við það sem hægt er að laga má halda þessum kostnaði niðri og það er mikill kostur þegar aurarnir fara flestir í brýnustu nauðsynjar. „Oft er nóg eftir af þessum varahlutum í vélum sem fólk er að henda. Þess vegna vil ég frekar fá vélarnar og taka þá úr í stað þess að þessu sé hent,“ segir Sinh. Íslendingar virðast kunna vel að meta þessa þjónustu og líta gjarnan inn hjá Sinh ef þeir eiga leið hjá. Enda er Sinh einkar viðræðu- góður og á auðvelt með að koma auga á spaugilegu hliðarnar í lífinu og tilverunni. „Oft koma þeir við, bara til að heilsa upp á mig og segja takk,“ seg- ir hann. Á meðal dyggra viðskiptavina Sinhs eru sjómenn, sem sækjast sér- staklega eftir litlum þvottavélum sem hann fær reglulega inn. Þær þola vaggið og veltinginn á sjónum býsna vel. „Þegar ég er búinn að laga þær eru þær bara farnar. Það eru margir sem koma hingað og panta svona vélar en það er svo mik- ið að ég er bara hættur að taka við pöntunum,“ segir hann. Vöxtur og framtíðin Húsnæðið sem verkstæðið er í núna, í Skútuvogi 13 í Reykjavík, er töluvert stærra en það sem hann var í áður. Reyndar er þetta þriðja hús- næðið og þar er hann ánægður, enda nóg pláss. „Ég ákvað að stækka þegar það var orðið frekar mikið að gera.“ Þegar Sinh er spurður hvar hann sjái sig eftir fimm ár er hann ekki lengi að svara: „Eftir fimm ár? Ennþá hérna. Ég held þessu áfram,“ segir rafvirkinn Sinh Xuan Luu, sem augljóslega unir sér vel í starfi sínu. Hefurðu upplifað eins og þúsért fastur í neikvæðum til-finningum og hugsunum og náir ekki að lifa lífinu eins og þú vilt? Líkjum um stund lífinu við veislu og skoðum hvernig við berjumst oft við innri þjáningu eins og óboðinn gest í veislunni. Er betra að nálgast hinn óboðna gest með öðrum hætti? Ímyndaðu þér að þú bjóðir öllum vinum þínum í veislu. Þú vilt stóra veislu og býður vinum þínum að bjóða öðrum með sér. Þegar dag- urinn rennur upp byrja gestirnir að koma hver af öðrum þar til allir sem þú vonaðist eftir eru komnir. Þú skemmtir þér konunglega. Skyndi- lega hringir dyrabjallan. Í veisluna er kominn gestur sem þú vildir alls ekki að kæmi. Þetta er nágranni þinn sem er einn mest pirrandi mað- ur sem þú þekkir. Hann gengur rak- leiðis inn án þess að heilsa og er leiðinlegur við gestina. Þér finnst þetta óþægilegt. Það kemur að því að þú ert búinn að fá nóg og vísar ná- granna þínum út. Þegar hann er far- inn er þér létt og nærð aftur að njóta þín með vinum þínum, en nágrann- inn kemur aftur. Áður en þú getur stöðvað hann opnar hann dyrnar og fer til gestanna. Þú vísar honum aft- ur á dyr og ákveður nú að tryggja að hann trufli ekki aftur veisluna þína með því að vakta útidyrnar. Þetta gengur ágætlega en þú áttar þig á því að þú ert að missa af þinni eigin veislu. Þú heyrir í gestunum úr fjar- lægð skemmta sér og vilt vera með en vegna þess að þú þolir ekki ná- granna þinn viltu passa að hann komist ekki inn. Þú ferð að átta þig á því hvað veislan og vinir þínir eru þér mikilvæg og ferð aftur til vin- anna og ákveður að ef nágranni þinn kemur aftur þá verði bara að hafa það. Eftir nokkra stund kemur hann aftur og er jafnpirrandi og áður, en núna nálgastu vandamálið með öðr- um hætti. Þú hendir honum ekki út en heldur áfram að gera það sem þú vilt gera; tala við vini þína. Eftir nokkra stund tekurðu eftir því að jafnvel þótt nágranni þinn sé þarna skemmtirðu þér. Það væri betra ef hann færi en þú ert allavega ekki fastur við útidyrnar og missir af öllu. Þú tekur einnig eftir því að þegar þú ert ekki alltaf að reyna að losna við hann þá róast hann og fer að sýna á sér betri hliðar, nokkuð sem þú hélst að hann gæti ekki. Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjón- usta, Skeifunni 11a, Rvk. www.heilsustodin.is Óboðinn gestur í veislu lífsins Heilsupistill Haukur Sigurðsson sálfræðingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.