Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Síðustu fimm ár hefur Menntaskól- inn í Reykjavík fengið lægst fram- lög allra framhaldsskóla á fjárlög- um þegar litið er til framlaga á hvern nemanda. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlagið á hvern nemanda í MR verði 633.800 krón- ur, sem er hækkun frá árinu í fyrra, en 17% lækkun frá því sem var fyrir sex árum. Þá nam fram- lagið um 768 þúsund krónum á verðlagi þessa árs. Ef litið er á framlög ríkisins á hvern nemanda til allra framhalds- skóla landsins kemur í ljós að fram- lögin til MR eru 26% undir meðal- framlaginu. Svo hefur raunin verið undanfarin ár. Framlög til skólans hafa verið um það bil 30% undir meðalframlaginu seinustu fjögur ár og voru þau 23% undir landsmeð- altalinu árið 2009. Sömu sögu er að segja ef litið er lengra aftur í tím- ann. Skólinn fékk lægst framlög allra framhaldsskóla árin 2007 og 2008 að undanskildum Menntaskól- anum Hraðbraut. Frá hruninu haustið 2008 hefur MR verið sá framhaldsskóli þar sem framlög á hvern nemanda hafa verið skorin hvað mest niður. Skatt- greiðendur greiddu um 770 þúsund krónur fyrir menntun hvers nem- anda í MR á föstu verðlagi árið 2009. Árið 2012 voru framlögin komin niður í 595 þúsund krónur, en landsmeðaltalið hafði hins vegar aðeins lækkað úr 1.070 þúsund krónum árið 2009 í 950 þúsund krónur 2012. Á meðan landsmeð- talið lækkaði um 11% lækkuðu framlög ríkisins til MR um 23%. Skýringin er sú að margir fram- haldsskólar fengu hækkun á fram- lögum að nafnvirði á þessu tímabili. Ljóst er að námsframboð fram- haldsskóla er misjafnt og kostnaður mismikill eftir því hvort um bók- nám eða verknám er að ræða. Þannig greiddu skattgreiðendur rúmlega 1.300 þúsund krónur fyrir menntun hvers nemanda í Verk- menntaskóla Austurlands í fyrra. Ef litið er hins vegar til skóla þar sem hlutfall bóknáms er yfir 95% kemur það sama í ljós, að enginn skóli hefur þurft að þola jafnmikinn niðurskurð og Menntaskólinn í Reykjavík. Halda sig innan fjárlaga Ríkisendurskoðun hefur ítrekað bent á að sumir framhaldsskólar fari síendurtekið fram úr fjárheim- ildum, sem kann að einhverju leyti að skýra þau aukaframlög sem skólarnar hafa fengið. MR hefur hins vegar haldið sig við settan ramma og hafa stjórnendur skólans virt þær fjárheimildir sem þeim hafa verið settar undanfarin ár. Framlög til MR 26% undir landsmeðaltali  Menntaskólinn í Reykjavík hefur undanfarin ár fengið lægst framlög allra framhaldsskóla landsins á fjárlögum Morgunblaðið/Kristinn Láta í sér heyra MR-ingar fjölmenntu fyrr í vetur fyrir utan mennta- málaráðuneytið og mótmæltu harðlega lágum fjárframlögum til skólans. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 tofrandi jolagjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com .. ‘ Jólatilboð: 8.990 kr. Andvirði: 12.500 kr. Ilmsápa 100 g - 600 kr. | Ilmpoki 35 g - 1.110 kr. 100% Shea Butter 8ml - 1.280 kr. | Sturtuolía 250 ml - 2.730 kr. Handkrem 150 ml - 3.390 kr. | Fótakrem 150 ml - 3.390 kr. BEST OF PROVENCE Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Birgir Ármannsson, formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, segir áhyggjur Össurar Skarphéðinssonar í þá veru að um- mæli Gunnars Braga Sveins- sonar utanríkis- ráðherra um IPA- styrki hafi valdið því að Evrópu- sambandið ákvað að draga þá til baka ekki vera á rökum reistar. Össur viðraði þessar áhyggjur sínar í útvarpsþættt- inum Á Sprengisandi í gærmorgun. „Framkvæmdastjórn ESB var til- kynnt í sumar að hlé yrði gert á aðild- arviðræðunum. Það lá fyrir að þá færi í gang ferli sem fæli í sér gerð skýrslu og umræðu í þinginu. Í framhaldi af því yrði tekin endanleg ákvörðun um hver yrðu næstu skref,“ segir Birgir. Í framhaldinu hafi utanríkisráðherra átt fund um framhaldið á IPA-styrkj- um. „Það var sameiginlegur skiln- ingur ráðherra og nefndarinnar að það yrði haldið áfram með tiltekin verkefni, en ekki byrjað á nýjum.“ Þeir aðilar sem vinna verkefni með IPA-styrkjum hafa allir gert sérstaka samninga við ESB. „Í samningunum sem þessir aðilar hafa gert um styrkina eru ákvæði um að það geti komið til bótagreiðslna ef samningunum er sagt upp af öðrum ástæðum en vanefnd styrkþeganna. Þarna er sem sagt ekki um það að ræða að styrkveitingum verði haldið áfram eins og ekkert hafi ískorist, heldur sérstakar bætur vegna upp- sagnar samninga. Á þessu tvennu er auðvitað grundvallarmunur,“ segir Birgir. „Viðkomandi aðilar hljóta auðvitað að skoða réttarstöðu sína að þessu leyti, þótt þeir geti ekki knúið ESB til að halda áfram með styrkina gegn vilja sambandsins.“ Skýrslu að vænta eftir áramót Núna er í gangi athugun sem stýrt er af Hagfræðistofnun Háskólans, sem á að ljúka með skýrslu upp úr áramótum. Athugunin lýtur að stöðu viðræðnanna og breyttri stöðu Evr- ópusambandsins frá því ákveðið var að sækja um aðild, meðal annars með hliðsjón af hagsmunum Íslands. „Þetta er víðtæk athugun og Hag- fræðistofnun nýtur aðstoðar fræði- manna á sviðum lög- og stjórn- málafræða. Þegar þessi skýrsla liggur fyrir verður hún tekin til um- ræðu á Alþingi. Í framhaldi af því gera menn ráð fyrir að það verði tek- in afstaða til næstu skrefa.“ Birgir segir þrjá möguleika að- allega koma til greina í kjölfarið; að gera áfram ótímabundið hlé á viðræð- unum, að slíta viðræðum með því að afturkalla umsóknina með form- legum hætti eða að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um framhald málsins. „Á þessu stigi liggur ekkert fyrir, en þetta mun allt saman skýr- ast upp úr áramótum og vonandi verður hægt að klára málið í vor,“ segir hann. Morgunblaðið/Ómar Alþingi IPA-styrkir hafa verið áberandi í umræðu um viðræðurnar við ESB. Ekki hætt vegna ummæla ráðherra Birgir Ármannsson Á laugardaginn lagði meirihluti fjárlaganefndar til 97 milljóna króna hækkun á framlögum til Menntaskólans í Reykjavík. Fyrr í vetur afhentu MR-ingar Illuga Gunnarssyni mennta- málaráðherra undirskriftir þar sem lágum fjárframlögum til skólans var harðlega mótmælt. Fram hefur komið að reikni- líkaninu, sem notað er til út- deilingar á fjármagni til fram- haldsskóla, verði ekki breytt fyrir næsta ár og því komi þetta 97 milljóna króna auka- framlag til. 97 milljónir til viðbótar AUKAFRAMLAG TIL MR Spaug og léttúð er líklega ekki eitt- hvað sem flestum kemur fyrst til hug- ar í sambandi við Ríkiskaup. Engu að síður hefur Facebook-síða sem stofn- unin hefur haldið úti frá árinu 2010 vakið athygli fyrir gamansaman undirtón. „Þetta var tilraun til að sjá hvernig það kæmi út að vera ríkisstofnun á svona samskiptamiðli og athuga hvort þetta væri eitthvað sem viðskiptavinir okkar vildu nýta sér að hafa samband þarna í gegn og fá upplýsingar,“ segir Birna Guðrún Magnadóttir, verk- efnastjóri fræðslu hjá Ríkiskaupum sem heldur utan um síðuna. „Það var í rauninni strax tekin sú ákvörðun að hafa þetta á léttari nót- unum. Við erum með vefsíðu þar sem er mikið af upplýsingum um mála- flokkinn sem við sinnum þannig að Facebook-síðunni var kannski ætlað að segja meira frá því sem gerist í daglegum störfum okkar og því sem starfsmennirnir taka sér fyrir hendur en um leið að veita upplýsingar og segja fréttir,“ segir hún. Síðan fór hægt af stað til að byrja með og voru fylgjendur hennar aðeins um 30-40 talsins í upphafi. Í kjölfar þess að vitnað var í atriði úr bresku gamanþáttunum „Já, ráðherra“ á heimasíðu Ríkiskaupa tóku fleiri eftir Facebook-síðunni. Nú fylgja henni hátt í fimm hundruð manns, sem er nokkuð gott í ljósi þess að stofnunin sinnir ekki beinni þjónustu við al- menning. „Upp á síðkastið höfum við fengið alveg frábær viðbrögð. Við áttum ekkert von á því. Við héldum að þetta yrðu bara nokkrir harðkjarnamenn sem vildu fá að vita hvað við værum að gera. Það er eins og menn séu allt í einu að fatta að það má vera skemmtilegur þó að maður sé ríkis- starfsmaður,“ segir Birna og hlær. Enginn hefur gert athugasemd við slíka léttúð af hálfu ríkisstofnunar og segir Birna að það hafi komið skemmtilega á óvart. „Auðvitað átti maður von á því að þetta myndi ekki falla vel í kramið hjá öllum en séu einhverjir þarna úti sem finnst þetta ekki í lagi þá hafa þeir bara haldið því fyrir sig,“ segir hún ánægð. kjartan@mbl.is Í lagi fyrir ríkisstarfsmenn að vera skemmtilegir „Rammasamm, samm, samm úú jeee... tveir nýir rammasamningar tóku gildi 1. des., hér má lesa meira um það …“ segir í einni af fjölmörgum færslum á Facebook- síðu Ríkiskaupa. „Lok, lok og læs og allt í stáli …“ Ríkiskaup deila tengli á frétt mbl.is um að tilboð í fangelsi verði opnuð. Fylgjendur síðunnar leggja margir hverjir orð í belg: „Fjör á þessum vinnustað. Er ekki eitthvert starf laust?“ spyr einn og annar spyr hvort Ríkiskaup ætli að framleiða gamanþátt um áramótin. omfr@mbl.is Rammasamm, samm, samm FACEBOOK-SÍÐA RÍKISKAUPA VEKUR ATHYGLI Ríkiskaup

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.