Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Könnunarfarið Yutu, kanínan úr jaði, keyrði af stað á yfirborði tungls- ins í gær, daginn eftir að kínverska geimfarið Chang’e 3 varð hið fyrsta í nærri fjörutíu ár til þess að mjúk- lenda á tunglinu. Kínverjar urðu þar með þriðja þjóðin á eftir Bandaríkja- mönnum og Sovétmönnum til þess að afreka slíkt. Myndir af lending- unni voru sýndar í beinni útsendingu á kínverska ríkissjónvarpinu og ósk- aði Xi Jinping, forseti Kína, kín- versku geimferðastofnuninni til hamingju með árangurinn. Tilgangur Yutu er einkum sá að rannsaka yfirborð tunglsins og gera jarðfræðirannsóknir. Yutu er búinn ratsjá sem getur greint samsetningu jarðvegs tunglsins niður á 30 metra dýpi og samsetningu tunglskorpunn- ar nokkur hundruð metra dýpi. Þá eru sex myndavélar á Yutu, sem gengur fyrir sólarafli. Yutu mun því geta leitað að náttúruauðlindum á tunglinu ef einhverjar eru. Stórt stökk fyrir Kínverja Chang’e 3-leiðangurinn er einung- is nýjasta rósin í hnappagat kín- versku geimferðastofnunarinnar sem hefur náð að byggja upp geim- ferðaáætlun sína á undraskömmum tíma. Einungis eru tíu ár liðin frá því að Kínverjar sendu fyrst mannað far út í geiminn, og ljóst er að stjórnvöld í Kína hafa stóra drauma um geim- inn. Fyrsti vísirinn að kínverskri geimstöð, Tiangong-1, var sendur á loft árið 2011, og er áætlað að Tian- gong 2 og 3 muni fylgja á næstu ár- um, en hún mun verða fullkláruð árið 2020. Helsta keppikeflið er þó að leika eftir afrek Bandaríkjamanna og senda á ný menn til tunglsins. Fyrstu tveir Chang’e-leiðangrarnir náðu að fara á sporbaug um tunglið og snúa til baka til jarðar, og með þeim þriðja hefur tekist að lenda rannsóknarfari á tunglinu. Stefnt er að því að Chang’e 4 lendi á tunglinu árið 2015 og Chang’e 5 árið 2020, en sá síðasttaldi mun senda jarðvegs- sýni aftur til jarðar. Stefnir í nýtt geimkapphlaup? Gangi allt að óskum stefna Kín- verjar að því að senda mannað far til tunglsins árið 2025 og ekki síðar en árið 2030. Á sama tíma virðist sem geim- ferðaáætlun Bandaríkjanna hafi siglt í strand. Geimferjurnar hafa verið teknar úr umferð og enn er verið að þróa arftakann, Orion-geim- farið. Því geimfari er meðal annars ætlað að geta sent mann til Mars, en þangað stefna Kínverjar líka. Spurn- ingin er því hvort nýtt kapphlaup út í geiminn geti verið í uppsiglingu. Kanínan setur loppu á tunglið  Kínverjar þriðja þjóðin til þess að mjúklenda geimfari á tunglinu  Fyrsta mjúklendingin á tunglinu frá árinu 1976  Kínverjar stefna á að senda mannað geimfar til tunglsins innan næstu tuttugu ára Ljósmynd/Geimferðastofnun Kína Nýlentur Yutu, eða jaði-kanínan, sést hér á mynd sem tekin var stuttu eftir að könnunarfarið lagði af stað. FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 lÍs en ku ALPARNIR s www.alparnir.is GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 P P Góð gæði Betra verð Góðar jólagjafir Lúffur og hanskar á börn og fullorðna, verð frá kr. 3.995 100% merino ullarfatnaður á alla fjölskylduna, verð frá kr. 4.995 Fjölbreytt úrval af bakpokum frá SALOMON, LOWE ALPINE og PINGUIN Mikið úrval af svefnpokum frá PINGUIN og ROBENS Húfur, verð frá kr. 5.995 Hanskar, verð frá kr. 6.995 Frábært úrval af dúnjökkum, verð frá 19.995 Tunglferðaleiðangrar Kínverja eru kenndir við Chang’e, kín- verska gyðju mánans. Til eru nokkrar mismunandi gerðir goðsögunnar, en í öllum þeirra flýtur Chang’e af jörðunni og endar á tunglinu. Þar býr hún ein fyrir utan gæludýrið sitt, kanínu úr jaði, en kanínan er kínverska útgáfan af karlinum á tunglinu, og er hægt að greina útlínur hennar þegar tungl er fullt. Þegar verið var að velja nafn á mannlausa könnunarfarið sem færi með Chang’e 3 til tunglsins var ákveðið að velja það með könnun á netinu. Nafn jaði- kanínunnar, Yutu, varð þar lang- hlutskarpast. Á rætur í goðafræði KANÍNAN ÚR JAÐI Líkan af jaði-kanínunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.