Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 25
ferðamaður í gegnum lífið fellur frá kemur margt upp í hugann. Þessar línur eru skrifaðar í þeim tilgangi að þakka samfylgdina, samstarfið og góða vináttu. Það var einstakur hópur hjúkrunarfræðinga sem vann ár- um, jafnvel áratugum saman á Heilsugæslunni í Árbæ. „Spurðu bara Margréti“ var viðkvæðið þegar nýir hjúkrunarfræðingar komu til starfa. Það var alltaf gott að leita til hennar, enda var hún örlát að miðla af þekkingu sinni og reynslu hvort sem var til skjól- stæðinga eða samstarfsfólks en hún hlustaði líka vel á hugmyndir og skoðanir annarra. Hún var frábær hjúkrunarfræðingur sem hafði metnað fyrir starfi sínu, vandvirk og úrræðagóð. Það var einhvern veginn svo að manni fannst hennar úrlausnir alltaf góðar og skynsamlegar. Margrét var skemmtileg og átti létta lund. Hún var hrókur alls fagnaðar og skipulagði oftar en ekki ýmsar uppákomur til skemmtunar og var hugmynda- rík í þeim efnum sem öðrum. Oft var glatt á hjalla á kaffistofunni og málin rædd. Þau sterku tengsl sem mynduðust hafa haldist þótt árin líði og lét Margrét ekki erfið veikindi aftra sér frá að hitta Ár- bæjarhjúkrunarfræðingana, eins og við nefnum hópinn okkar. Margrét var flott kona, henni var alla tíð annt um útlit sitt og alltaf vel tilhöfð. Eitt af aðals- merkjum hennar voru eyrnalokk- ar og varalitur sem aldrei mátti vanta. Hún var mikil fjölskyldu- manneskja og ræktaði garðinn sinn af alúð með Halldór sér við hlið. Hún elskaði börn sín og barnabörn og var óþreytandi við að styðja þau og hvetja enda bera þau móður sinni öll gott vitni hvað varðar uppeldi, arfleifð og mannkosti. Við erum þakklátar fyrir að hafa notið vináttu hennar og þessa góða samstarfs öll þessi ár. Margrét er nú kvödd með sökn- uði en einnig þakklæti í huga fyr- ir góðar minningar. Halldóri og fjölskyldunni allri sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd Árbæjarhjúkrun- arfræðinganna, Jóhanna Eiríksdóttir. Við göngum ungir um sólbjört, syngj- andi stræti. Úr seiðblárri fjarlægð hið gullna ævintýr lokkar. Og hjörtun ungu grípur konungleg kæti: Við komum frá Guði og þetta er jörðin okkar! (Tómas Guðmundsson.) Árið er 1969 og það er sept- ember. Staðurinn er Hjúkrunar- skóli Íslands við Eiríksgötu. Nýtt holl er að byrja og það er eftir- vænting í lofti. Það tínast inn í skólastofu verðandi hjúkrunar- nemar. Þær koma víða að af land- inu og þekkjast fáar fyrir þessa stund. Fyrr en varir er hópurinn búinn að hrista sig saman og æv- intýrið er hafið. Þannig hófust kynni skólasystranna í F-holli. Margrét Gunnarsdóttir var ein af okkur. Hún hafði góða nærveru og hafði einstaklega smitandi hlátur sem hreif með sér. Hún var fljót að skipa þann sess í hópnum að vera í forsvari ef eitt- hvað þurfti að rökræða og var glögg á aðalatriði, sanngjörn og réttsýn. Námið sóttist henni vel og hún naut sín í þeim störfum sem hún tók sér fyrir hendur síðar á starfsferlinum. Fagleg þekking og vönduð vinnubrögð voru henn- ar aðalsmerki. Á lífsleiðinni þurfti hún að tak- ast á við ýmis verkefni, sum erfið eins og gengur, en hún leit á allar tímabundnar hindranir sem verkefni sem þyrfti að leysa og gerði alltaf eins gott úr þeim og unnt var. Hún var aðdáunarverð kona. Hópurinn hefur verið samheldinn og skapað sér vissar hefðir í gegnum árin. Hollfundir, að- ventuhittingur og utanlandsferð- ir á merkisafmælum hefur haldið þræðinum óslitnum. Magga var dugleg að sækja allar slíkar sam- komur og ferðalög þegar aðstæð- ur og síðar heilsan leyfði. Margs er að minnast, þegar litið er til baka, en oft er rifjað upp þegar þrjátíu ungar dömu tárfelldu yfir brunarústum Glaumbæjar í des- ember 1971. Það var á laugardegi að afloknum skóladegi. Það er aftur september en nú er árið 2013. Við skólasysturnar erum staddar í Boðaþinginu á fal- legu heimili Margrétar. Það er svo kallaður hollfundur og við að fá okkur súkkulaðitertu með rjóma, ræða helstu þjóðmálin, rifja upp gamla tíma og njóta samvista með henni. Umræðurnar eru fjörlegar og allir þurfa að hafa orðið, hún ekki síður en við hinar. Þetta var síð- asta samvera hópsins með þeirri góðu konu sem kvödd er í dag. Við erum þakklátar fyrir þessa „gæðastund“ sem við áttum. Að leiðarlokum þökkum við skóla- systurnar samfylgdina og biðjum Guð að blessa minningu Mar- grétar S. Gunnarsdóttur. Við sendum fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveð- ur. Fyrir hönd skólasystra F-holli Hjúkrunarskóla Íslands. Guðný Bjarnadóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Margrétar Gunnarsdótt- ur, sem kvaddi okkur fyrir skömmu eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Kynni mín af Margréti hófust þegar við gáfum kost á okkur í stjórn Parkinsonsamtakanna. Margrét lagði alla tíð upp úr því að vera vel tilhöfð og fín og var fagmaður fram í fingurgóma. Allt sem hún gerði og tók sér fyrir hendur var afar vel gert og fal- legt. Það var mikill ávinningur að fá Margréti inn í stjórn samtak- anna. Sem hjúkrunarfræðingur kom hún oft með aðra sýn á hin ýmsu málefni. Hún lagði mikla vinnu í að kynna sér sjúkdóminn og koma með margar nýjar og góðar hugmyndir varðandi starf- semina. Margrét gerði sér fljótt grein fyrir eðli sjúkdómsins og hvert hann stefndi. Hún ákvað að nýta tímann vel og njóta lífsins meðan stætt væri. Styrkur hennar og kraftur eru okkur sem lifum hvatning um að gera daginn í dag að meistaraverki okkar. Það var aðdáunarvert og til fyrirmyndar hvað og hvernig hún skipulagði alla hluti. Margrét tók þátt í starfsemi Parkinsonsamtakanna og lét ekkert aftra sér þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri henni erf- iður. Hún var mjög tæknisinnuð og fljót að finna út ýmis tæki og tól sem gerðu henni lífið auðveld- ara. Oftar en ekki hafði hún grafið miklu dýpra en við hin og komið upp með eitthvað sem bar af en fáir vissu um. Við hin nutum svo sannarlega góðs af hugmynda- flugi hennar og framsýni. Ég trúi því að allt hafi sinn til- gang og tíma. Þú baðst ekki um þetta verkefni; að vera hetja sem barðist til síðasta dags. En þú markaðir svo sannarlega spor og sáðir mörgum góðum fræjum í okkar samtök sem við verðum ævinlega þakklát fyrir. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Við vottum eiginmanni og fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. F.h. Parkinsonsamtaka Ís- lands, Hrafnhildur Björk Sigurðardóttir. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 ✝ Sigrún BirnaHalldórsdóttir fæddist á Lækjar- bakka í Eyjafirði 26. maí 1938. Hún lést á heimili sínu á Akureyri 25. nóv- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jó- hanna Elín Jó- hannesdóttir, húsmóðir á Lækjarbakka, f. 15. maí 1907, d. 4. júní 1959, og Halldór Aðal- steinn Kristjánsson bóndi, f. 7. maí 1908, d. 12. júlí 2003. Systkini Birnu eru: a) Herdís Helga, f. 21. apríl 1935, d. 1. október 2009; b) Guðrún Krist- jana, f. 26. maí 1936, d. 14. des- ember 2001; c) Björn, f. 27. mars 1943, d. 25. apríl 2013; og d) Halldór, f. 27. mars 1943. dór Jóhann, f. 11. maí 1958. Börn hans: Eva Soffía, Ásta Margrét og Óttar Már. 4) Sig- rún Soffía, f. 20. júlí 1960, maki Oddur Sigurðarson. Börn: Kristín Lillý, Jónas, Sigurður Helgi, Benjamín Freyr og Pat- rekur Örn. 5) Steinberg, f. 27. mars 1952, maki Pia Finne Mortensen. Börn þeirra eru: Amanda Sofie og Rose Emilia. 6) Ragnar, f. 24. apríl 1963. Börn hans: Eiríkur Birkir og Ragnar Ingi. 7) Sigurlaug, f. 2. apríl 1964, maki Sigmundur Hannes Hreinsson. Börn þeirra: Rakel Óla, Sandra Dögg og Jón Heiðar. 8) Hulda Ósk, f. 12. apríl 1975, maki Vilberg Geir Hjaltalín. Börn: Sindri Páll, Tara Lind og Tinna Rut. Birna ólst upp á Lækj- arbakka og Botni í Eyjafirði. Hún vann ýmis þjónustustörf í gegnum tíðina, lengst af við þvottastörf og ræstingar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Birna og Hörður bjuggu öll sín hjúskaparár á Akureyri. Útför Birnu fór fram í kyrr- þey. Bróðir Birnu sam- mæðra er: e) Gunn- ar Friðrik Valby, f. 1. júní 1931, d. 30. desember 2009. Birna giftist 26. október 1957 Herði Steinbergssyni, f. 12. júní 1928, d. 22. júní 2008. For- eldrar hans voru Soffía Sigtryggs- dóttir, f. 6. júlí 1903, d. 28. ágúst 1990, og Steinberg Jónsson, f. 17. nóv- ember 1903, d. 26. ágúst 1979. Börn Birnu og Harðar eru: 1) Kristjana, f. 14. febrúar 1956, d. 7. október 2007, maki Friðrik Ottó Ragnarsson. Börn þeirra: Ágúst Birgir, Hörður Ottó og Laufey. 2) Ragnheiður, f. 12. mars 1957. Börn hennar: Birna Hadda og Andri Már. 3) Hall- Þagna sumars lögin ljúfu litum skiptir jörðin fríð. Það sem var á vori fegurst visnar oft í fyrstu hríð. Minning um þann mæta gróður mun þó vara alla tíð. Viltu mínar þakkir þiggja þakkir fyrir liðin ár. Ástríkið og umhyggjuna er þú vina þerraðir tár. Autt er sætið, sólin horfin sjónir blinda hryggðartár. Elsku mamma, sorgin sára sviftir okkur gleði og ró. Hvar var meiri hjartahlýja hönd er græddi, og hvílu bjó þreyttu barni og bjó um sárin bar á smyrsl, svo verk úr dró. Muna skulum alla ævi, ástargjafir bernsku frá. Þakka guði gæfudaga glaða, er móður dvöldum hjá. Ein er huggun okkur gefin aftur mætumst himnum á. (Höf. ók.) Sigrún Soffía. Elsku amma. Þótt þú sért farin frá okkur þykist ég vita að þú fylgist vel með okkur. Þess vegna langar mig að nota þetta síðasta tækifæri sem ég hef til að senda þér mitt fyrsta, og um leið síðasta, bréf til þín. Það eru nefnilega nokkrir hlut- ir sem mér láðist að segja þér áður en þú fórst. Mig langar í fyrsta lagi til að segja þér að mér þykir alveg óskaplega vænt um þig og hef ávallt unnað hverri einustu stund með þér. Það stafar svo mikil hlýja og friður frá þér og mér finnst ætíð þegar ég er í návíst þinni eins og heimurinn sé í raun fullkominn – maður gleymir einfaldlega öllum áhyggjum og það færist yfir mann einstök ró. Það er þetta afl í þér sem mér hefur alltaf fundist næstum því ójarðneskt – þetta sterka kærleiksafl. Þú ert alltaf svo bjartsýn og já- kvæð og ég hef ávallt dáðst að þessu óbilandi æðruleysi sem þú hefur. Það er alveg sama hvað gengur á í þínu lifi, þótt aðrir bogni við mótvindinn, þá beygir ekkert þig. Þú sérð allt- af björtu hliðarnar á öllu, gerir gott úr hlutunum og kvartar aldrei. Það er ekki hægt annað en að öðlast djúpstæða trú á líf- ið eftir að hafa verið í kringum þig. Mig langar líka að þakka þér fyrir að hafa tekið mér með svo mikilli hlýju og umhyggju þeg- ar ég flutti til ykkar afa og bjó hjá ykkur. Þessi tími var einn besti tími sem ég hef upplifað í mínu lífi og það var yndislegt að vera hjá ykkur. Ég sakna oft spjallsins á kvöldin þegar við sátum við eldhúsborðið og töl- uðum um allt milli himins og jarðar – manstu hvað við hlóg- um að skrítna stærðfræðikenn- aranum mínum sem ég sagði þér frá? Ég sakna líka ískvöld- anna um helgar þegar við sát- um í stofunni, borðuðum ís og horfðum á góða mynd í sjón- varpinu. Ég hafði sérstaklega gaman af þegar þið afi fóruð að dotta yfir myndinni og skiptust svo á að ranka við ykkur og þóttust þá bæði hafa verið að horfa og kennduð hvort öðru um að hafa sofnað. Margt fleira gæti ég rifjað upp, en ég geri það bara þegar við hittumst næst. Að lokum langar mig að segja þér að þótt þú sért farin þá lifir minningin um þig í huga mínum og sú minning verður mér leiðarstjarna í lífinu um að gera öllum gott, trúa á lífið og horfa björtum og jákvæðum augum fram á veginn. Ég veit að það er ekki í þín- um anda að gera þetta bréf til þín opinbert, þú vilt hafa þína hluti fyrir þig og vilt ekki vera að flíka tilfinningum þínum við aðra, en mér finnst það allt í lagi við þetta tækifæri að um- heimurinn fái að heyra af því hversu yndisleg manneskja þú varst og hversu innilega þakk- látur ég er að hafa fengið að deila stórum hluta af mínu lífi með þér. Ég veit þú fyrirgefur mér það. Ég sakna þín mjög, það gerum við öll hérna niðri, og ég hlakka til að hitta þig á ný þegar ég flyt þarna uppeftir – en það gæti orðið nokkuð löng bið þar á. Þangað til mun ég hugsa hlýtt til þín á hverjum degi og þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér í þessu lífi. Vertu nú sæl elsku amma mín. Ég bið kærlega að heilsa afa og Lillu og öllum sem ég þekki þarna uppi á nýja staðn- um. Þinn einlægur, Sigurður Helgi Oddsson. Sigrún Birna Halldórsdóttir ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR JÓHANNSSON, Lindarbraut 10, Seltjarnarnesi, lést á Landakotsspítala föstudaginn 6. desember. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 18. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Kristín M. Guðmundsdóttir, Auður Pétursdóttir, Jóhann Pétursson, Margrét Lilja Magnúsdóttir, Brynja Pétursdóttir, Baldvin Búi Wernersson. ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI GUÐMUNDSSON loftskeytamaður, lést í Sunnuhlíð, Kópavogi, laugardaginn 7. desember. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 17. desember kl. 13.00. Þóra Elfa Björnsson, Anne Gísladóttir, Reynir Kristbjörnsson, Helga Gísladóttir, Einar V. Skarphéðinsson, Ingibjörg Gísladóttir, Jósep Gíslason, Guðrún Bjarnadóttir, Sæmundur Gíslason, María Arthúrsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KARÍTAS KRISTJÁNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést að heimili sínu föstudaginn 6. desember. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 17. desember kl. 13.00. Kári Sigurbergsson, Kristján Kárason, Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir, Sigurbergur Kárason,Guðrún Jónasdóttir, Hrafnkell Kárason, Brynhildur Ingvarsdóttir, Ásdís Káradóttir, Arnar Þór Másson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐLAUG LILLÝ ÁGÚSTSDÓTTIR lyfjafræðingur úr Hafnarfirði, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri mánudaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 18. desember kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Gunnar Einarsson, Guðrún S. Kristjánsdóttir, Hjörleifur Einarsson, Sigurbjörg Sigurðardóttir, Þóra Einarsdóttir, Rúnar Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra sem veittu okkur styrk og vináttu við fráfall okkar ástkæra GÍSLA EYJÓLFSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Hildur Káradóttir, Eyjólfur Gíslason, Kristín Guðmundsdóttir, Margrét Gísladóttir, Karl Ómar Jónsson, Gunnhildur Gísladóttir, Sigurður Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.