Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Töfrandi tónlistarköngulær Strengir á tímaflakki bbbbm Texti: Pamela De Sensi. Tónlist: Steingrímur Þórhallsson. Myndir og grafísk hönnun: Kristín María Ingi- marsdóttir. Sæmundur 2013. 26 bls. Hér er á ferðinni einstaklega heillandi tón- listarævintýri úr smiðju Pamelu De Sensi, Steingríms Þórhallssonar og Kristínar Maríu Ingimarsdóttur. Sagan fjallar um fjórar tón- elskar köngulær sem leika saman í strengja- kvartett og finnst fátt skemmtilegra en að spinna tónlistarvef. Þær eru að búa sig undir stóra tónlistarkeppni. Dag einn finna þær töfradyr í skóginum sem opna þeim leið aftur í tímann þar sem þær hitta tónskáldin Antonio Vivaldi og Wolfgang Amadeus Mozart ásamt því að kynnast köngulóardansi er nefnist „Tarantella“. Saga Pamelu er frumleg og skemmtileg auk þess að veita innsýn í heim tónlistarinnar. Myndir Kristínar Maríu þjóna sögunni vel og er sam- spil mynda og texta til fyrirmyndar. Bókinni fylgir geisladiskur þar sem Sig- urþór Heimisson leikari les söguna við af- bragðs undirleik Shehérazade-hópsins. Tón- listina samdi Steingrímur, að tveimur stuttum brotum eftir Vivaldi og Mozart undanskildum. Hún er spennandi og grípandi þó hún sé á köfl- um býsna ómstríð. Höfundur notar ýmsa skemmtilega „effekta“ á borð við „glissando“ þar sem hljóðfærin renna sér milli tóna og býr með því til ljóslifandi myndir með tónlistinni. Rýnir saknaði þess aðeins að ekki væri í bókinni eða á diskinum að finna upplýsingar um heiti þeirra verka Vivaldi og Mozart sem vitnað er til, enda viðbúið að lesendur gæti langað að kynna sér verkin betur. Jafnframt hefði verið ágætt að staðsetja Mozart á tímaás sögunnar með sama hætti og gert er með Vi- valdi. Að þessu sögðu er samt óhætt er að full- yrða að bæði bókin og diskurinn eru miklir gæðagripir sem gleðja munu jafnt lesendur sem áheyrendur. Vonandi er Strengir á tíma- flakki aðeins fyrsta bókin af mörgum frá ofan- greindum höfundum, enda tónlistin óþrjótandi uppspretta fyrir svona skapandi listamenn. Fallegar klippimyndir Mektarkötturinn Matthías og orðastelpan bbbbn Eftir Kristínu Arngrímsdóttur. Salka 2013. 32 bls. Kristín Arngrímsdóttir hefur hlotið mikið lof og verðlaun fyrir bækur sínar tvær um Arngrím apaskott og ekki að ástæðulausu. Bækur Kristínar eru sannkallað listaverk þar sem fallegar klippimyndir hennar njóta sín til fulls í samspili við skemmtilegar sögur. Arn- grími bregður fyrir í nýjustu bók höfundar, en í forgrunni eru mektarkötturinn Matthías og stúlk- an Sólrún. Kött- urinn skilur ekkert í því að stelpan, sem vön er að taka virkan þátt í elt- ingaleikjum og hlusta á laufblöðin falla til jarðar með sér, ömmu Sólrúnu, Arn- grími og hrafninum, skuli dag einn hafa breyst í orðastelpu sem hugsar um það eitt að safna undarlegum orðum á borð við „kattarugla“, „dalalæða“ og „feykirófa“. Matthías nær óvænt athygli Sólrúnar með því að hjálpa henni að búa til forvitnilega sögu úr orðum hennar. Áreynslulaus fræðsla Tröllastrákurinn sem gat ekki sofnað bbbmn Texti: Sigríður Arnardóttir (Sirrý). Myndir: Freydís Kristjánsdóttir. Veröld 2013. 28 bls. Fjölmiðlakonan Sirrý skrifar um tröll í fyrstu barnabókinni sem hún sendir frá sér. Fjallar hún um tröllastrákinn Vaka sem getur ekki sofið fyrir háum hrotum foreldra sinna. Hann er reyndar ekki einn um að geta ekki sofið því jörðin titrar svo og skelfur af hrot- unum að dýrin í sveitinni geta heldur ekki sof- ið. Að lokum fær Vaki góða hugmynd sem tryggt getur öllum svefnfrið. Höfundur notar svefnleysið til að fræða les- endur um hin ýmsu dýr og afkvæmi þeirra. Sem dæmi lærum við að andamamman nefnist kolla og selamamman urta. Þetta er afbragðs leið til þess að fræða með áreynslulausum hætti. Bókin hefði óneit- anlega haft enn meira fræðslugildi ef heiti beggja foreldra dýr- anna hefðu verið nefnd. Myndir Freydísar Kristjánsdóttur eru fallegar, fremur dökkar að lit en kallast mjög vel á við sveitina. Bókinni fylgir geisladiskur með upplestri Kristjáns Franklíns Magnús leikara á sögunni og eiga aðstandendur bókarinnar hrós skilið fyrir að bjóða upp á slíkt. Fjölmennt persónugallerí Tröllin í Esjufjalli bbnnn Texti: Lilja Sólrún Halldórsdóttir. Myndir: Katrín Óskarsdóttir. Bókasmiðjan 2013. 45 bls. Tröllin í Esjufjalli er samansafn af fimm sögum um íbúa bæjarfjalls höfuðborgarinar. Þar búa bæði tröll, álfar og jólasveinar að ógleymdum Grýlu og Leppalúða. Lilja Sólrún Halldórsdóttir kynnir fjölmennt persónugall- erí til sögunnar. Þannig er útliti, klæðum og persónueinkennum lýst í þaula, en lítið fer hins vegar fyrir einhvers konar atburðarás og er það helsti ljóður text- ans. Samtöl milli persóna hefðu einnig lífgað betur upp á text- ann. Það kom rýni í opna skjöldu að sjá hversu íhaldssöm tröllabörnin eru m.a. í litavali. Þannig er bleikur uppá- haldslitur tröllastelpunnar Urðar en bróðir hennar „Steinn er strákur og þeir hugsa eitt- hvað öðruvísi en stelpur. Það vita allir. Hann vill hafa allt svart og hvítt en á samt bláa húfu eins og Mosi“ (bls. 11). Myndir Katrínar Óskarsdóttur eru heilt yfir nokkuð krúttlegar, en huga hefði þurft mun betur að útliti bæði álfanna og jólasveinanna. Meðan Grýla er í gamaldags jarðarlitum vað- málsfötum klæðast Leppalúði sem og allir jólasveinarnir rauðum og hvítum fötum í stíl við „ameríska jólasveininn“ án nokkurra skýr- inga í texta. Ankannalegt var síðan að sjá álf- ana klæðast kjólatísku sjötta áratugar síðustu aldar, að einni álfamær undanskilinni sem var í kunnuglegri klæðum sem líktust íslenskum þjóðbúningi. Tónelskar köngulær og fjölskrúðug tröll Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Orðastelpan „Bækur Kristínar eru sannkallað listaverk þar sem fallegar klippimyndir hennar njóta sín til fulls í samspili við skemmtilegar sögur,“ segir m.a. í umfjöllun bókmenntarýnis. Gúnsa úr Amaba Dama að reggí- grúvið hellist yfir mann. Flest hinna laganna rúlla fram- hjá, án þess þó að það sé slæmt. Bandið er þétt og er í mikilli til- raunastarfsemi með allskonar hljóð og hljóðfæri og hljóðgervla. Platan grípur mann því alls ekki við fyrstu hlustun, þetta er ekki tónlist sem brúar kynslóðabil, heldur miðuð að þeim sem kunna að meta dálitla til- raunastarfsemi og sækadelíu í sinni tónlist. Friður er önnur plata reggí-risanna Ojba Rasta.Reggírisar er kannskiekki alveg réttnefni, því ekki er um auðugan garð að gresja í íslenskri reggísenu, þó svo hún sé nautsterk eins og flestar aðrar tón- listarsenur á Íslandi. Hljómsveitin fær stig fyrir að syngja á ís- lensku, sér- staklega í því sérstaka tónlist- arformi sem reggíið er. Styrkur hljóm- sveitarinnar hefur alltaf legið í lif- andi tónlist, því hún hefur gegnum tíðina verið skipuð mörgum tónlist- armönnum og varð eftir nokkrar mannabreytingar að sjö til tíu manna stórsveit. Geislaspilarinn í gamla bílnum nær því ekki alveg að koma til skila þeim krafti og stemningu sem hljómsveitin hellir yfir tónleikagesti á sviði á pökkuðum tónleikastað í miðborginni. Hljómsveitin fer um víðan völl í textum sínum, allt frá því að boða heimsfrið og byltingu gegn Babýlon yfir að langa í djammsleik og „saurlífi“ um helgina og betri árangur í tilhugalífinu. Platan líður í gegn eins og reggí- plötu sæmir. Allt saman mjög af- slappað. Það er helst þegar hljóm- sveitin sameinar krafta sína með Morgunblaðið/Golli Friðelskandi Hljómsveitin Ojba Rasta. Bandið er þétt og er í mikilli til- raunastarfsemi með allskonar hljóð og hljóðfæri og hljóðgervla. Friðsælt sækadelíureggí Reggí Friður – Ojba Rasta bbbmn Gnúsi Yones stýrði upptökum. Aðallaga- höfundar sveitarinnar eru Arnljótur Sig- urðsson og Teitur Magnússon. Record Records gefur út. GUNNAR DOFRI ÓLAFSSON TÓNLIST SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, föstudaginn 20. desember Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað umHeilsu og lífsstíl föstudaginn 3. janúar Í blaðinu Heilsa og lífsstíll verður kynnt fullt af þeim mögu- leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl á nýju ári Heilsa & lífsstíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.