Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Jólin undirbúin Jólasýning Árbæjarsafns var haldin í gær og gestir gátu þá gengið á milli húsa og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga, m.a. laufabrauðsskurði. Árni Sæberg Ragnheiður Elín Árna- dóttir iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af tregðu núver- andi stjórnenda Landsvirkj- unar til að útvega rafmagn til stórra iðnverkefna á borð við álver í Helguvík. Þær áhyggjur eru vel skiljanlegar þar sem slík iðnverkefni eru þjóðhagslega mjög hag- kvæm. Þessi tregða er því óviðunandi fyrir landsmenn ekki síður en ráðherrann. Upphaflegt hlutverk Landsvirkjunar var að stuðla að iðnvæðingu landsins. Auðvitað á þetta ríkisfyrirtæki enn að taka þátt í aukinni framleiðslu og verðmætasköpun íslensks samfélags, sérstaklega í gjaldeyrisskapandi greinum. Markmiðið á ekki einungis að vera að hámarka eigin arðsemi með því að virkja og framleiða orku úr fallvötnum, jarðvarma eða með öðrum hætti. Landsvirkjun er ekki eyland í hagkerfinu. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækisins felst ekki síður í því að virkja ís- lenskt vinnuafl með orkusölu til ábyrgra kaupenda. Þannig má hámarka arðsemi þjóð- félagsins í heild af rekstri fyrirtækisins og stuðla að aukinni velsæld hér á landi. Draumórar um sæstreng Umræða um orkusölu til Bretlands um sæ- streng er draumórakennd. Hún virðist að hluta til þess gerð að dreifa athyglinni frá að- kallandi og raunhæfum verkefnum hér heima. Það verður nefnilega aldrei arðbær- ara að selja raforku um sæstreng til Bret- lands en að selja orkuna hér innanlands, ef markaðslögmálin eiga að fá að ráða, en ekki skýjaborgir um himinháar niðurgreiðslur úr vasa skattgreiðenda í Evrópu um áratuga skeið. Og hvers vegna í ósköpunum eigum við að flytja út atvinnutækifæri til Bretlands í stað þess að skapa arðbær störf hér heima? Hvað ætli þær íslensku fjölskyldur, sem berjast í bökkum vegna atvinnuleysis eða ónógra tekna, hafi um það að segja? Ábyrg orkunýting Fórnarkostnaður þess að tefja virkjanir og þar með sölu á raf- orku til fyrirtækja, sem hafa bol- magn til að greiða það orkuverð sem skilar virkjununum og þjóð- arbúinu arðsemi til langframa, er óbærilegur. Það vatns- og gufuafl sem við nýtum ekki í dag verður ekki að verðmætum á morgun. Því síður náum við að nýta þær ónýttu auðlindir sem búa í vinnuafli og kunnáttu fólksins sem enn gengur atvinnulaust frá hruni. Þar miss- um við Íslendingar af verðmætasköpun sem er nauðsynleg viðbót við aðrar gjaldeyris- skapandi greinar. Þegar litið er til afkomu íslenskra heimila og skulda þjóðarbúsins blasir við að hér ríkir enn kreppa. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að við getum framleitt okkur út úr þess- ari kreppu. Til þess þarf að nýta íslenska orku með skynsamlegum hætti. Iðn- aðarráðherra hefur lýst því yfir að hún vilji sjá það í forgangi að látið verði reyna af fullri einurð og alvöru á orkuöflun á vegum Lands- virkjunar til að koma álveri í Helguvík af stað. Núverandi biðstaða sé óviðunandi. Þessari afstöðu ráðherra ber að fagna. Þjóðin á að fá að njóta gæða náttúrunnar með því að beisla hana skynsamlega til aukinnar fram- leiðslu verðmæta. Það er raunhæfasta, hag- kvæmasta og fljótlegasta leiðin til að auka velsæld hér á landi. Eftir Gunnar Þórarinsson »Umræða um orkusölu til Bretlands um sæstreng er draumórakennd. Hún virðist að hluta til þess gerð að dreifa athyglinni frá aðkallandi og raunhæfum verkefnum hér heima. Gunnar Þórarinsson Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Að njóta gæða náttúrunnar Á undanförnum vikum hefur verið bent á rekstrarvanda Land- búnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Hann er dýr í rekstri er réttilega sagt. Mér skilst að einhverjir hafi bent á þá lausn að sameina LbhÍ og HÍ. Mun það leiða til sparnað- ar? Hvernig ætti sá sparnaður að nást? Ég hef ekki séð það á blaði. Fyrir nokkrum árum voru þrjár stofnanir sameinaðar. Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri (LBH), áður Bændaskólinn á Hvanneyri, Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölf- usi og Rannsóknastofnum landbúnaðarins á Keldnaholti (RALA). Eitt aðalmarkmið samein- ingarinnar var að efla kennslu, sérstaklega á há- skólastigi, og rannsóknir. Ég legg ekki mat á hvort það hefur gengið eftir, en sjálfsagt hefur það gerst að einhverju leyti. Rekstrarvandi LbhÍ Starfsstöðvar LbhÍ eru á Hvanneyri, Keldna- holti og að Reykjum í Ölfusi. Höfuðstöðvar LbhÍ eru á Hvanneyri. Veldur það auknum rekstr- arkostnaði að vera með allar þessar „starfs- stöðvar“? Já, það gerir það. Hvað er þá til ráða? Á að leggja einhverja þessara starfsstöðva nið- ur? Áður en ég svara því, með mínum rökum, skulum við skoða nokkur atriði, eins og þau koma mér fyrir sjónir. Rannsóknastofnun landbúnaðarins var stofn- uð uppúr 1960, þá klofin frá Atvinnudeild háskól- ans. Hún hefur starfað á Keldnaholti síðan og unnið að mörgum ágætum verkefnum á sviði landbúnaðarrannsókna. Bændaskólinn á Hvann- eyri var stofnaður 1889 og hefur starfað á Hvanneyri alla tíð síðan. Árið 1947 hófst kennsla á háskólastigi á Hvanneyri, fyrst undir nafninu framhaldsdeild og síðar með breytingu á lögum um búnaðarfræðslu 1978 í Búvísindadeild Bændaskólans. Seinna var skólinn skilgreindur sem háskóli (með deild á framhaldsskólastigi). Það er samt svo að við LbhÍ, áður Bændaskólinn á Hvanneyri, hefur einnig verið unnið að merk- um rannsóknum á sviði landbúnaðarvísinda. Rannsóknastarf á Hvanneyri hefur staðið í 100 ár, eða rúmlega það, og skilað merkum nið- urstöðum og gagnlegum, ekki síður en aðrar rannsóknir. Landbúnaðarrannsóknir hafa reyndar verið stundaðar víðar, t.d. á Akureyri, Sámsstöðum í Fljótshlíð og víðar. Þegar RALA hóf starfsemi á Keldnaholti fékk stofnunin í heim- anmund eftirfarandi starfsstöðvar: Sámsstaði í Fljótshlíð, þar sem m.a. voru gerðar merkar kornrækt- ar- og jarðræktartilraunir í áratugi. Hún hefur verið lögð niður. Tilraunastöðin á Reykhólum, jarðræktar- og búfjárrækt- artilraunir. Hún hefur verið lögð niður. Tilraunabúið á Skriðuklaustri, bú- fjárræktartilraunir. Það hefur verið lagt niður. Tilraunastöð Ræktunarfélags Norðurlands var færð að Möðruvöllum. Þar er lítil starfsemi eins og er. Tilraunaaðstaða á tilraunabúi Búnaðarsam- bands Suðurlands að Stóra-Ármóti. Þar mun starfandi einn sérfræðingur. Stofnað var til tilraunastarfsemi á Korpu, sem er í landi Korpúlfsstaða, rétt hjá Keldnaholti. Reykjavíkurborg hefur skipulagt aðra starfsemi þar. Sú starfsstöð verður því lögð niður bráð- lega. Fækkun starfsstöðva hefur alltaf verið gerð í hagræðingarskyni, að því er sagt hefur verið Hagræðingaraðgerðir Hvað er hægt að gera til að lækka rekstr- arkostnað Landbúnaðarháskóla Íslands? Það gerist ekki með því að sameina Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskólann. Það eitt og sér er engin hagræðing. Eina hagræðingin er að leggja niður starfsstöð og þá á ég við Keldnaholt og flytja starfsemina að Hvanneyri. Að flytja starf- semina á Hvanneyri að Keldnaholti eða í Vatns- mýrina myndi rústa því samfélagi sem er á Hvanneyri og hafa ómæld áhrif á nærliggjandi sveitir. Eftir Svein Hallgrímsson »Rætt er um rekstrarvanda Landbúnaðarháskóla Ís- lands og möguleika til hagræð- ingar í rekstri hans. Sameining við Háskóla Íslands er ekki hag- ræðing. Sveinn Hallgrímsson Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri. Að leggja niður samfélag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.