Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is Lífsbaráttan getur veriðsnúin, einkum og sér í lagiþegar maður missir at-vinnuna. Sumir upplifa það jafnvel á þann hátt að fótunum sé hreinlega kippt undan þeim þegar þeir missa vinnuna. Svo er önnur gerð af fólki sem lítur á atvinnumissi sem upphafið að einhverju nýju og skemmtilegu. Sinh Xuan Luu til- heyrir síðarnefnda hópnum. Átján ára gamall flutti hann hingað til lands og lærði rafvirkjun. Þá spyr maður af hverju Ísland hafi einmitt orðið fyrir valinu. „Hér er frelsi. Miðað við hvern- ig það er í Víetnam þá er það betra hér,“ segir Sinh, sem er frelsinu feg- inn. Þegar Íslendingar urðu fátækir Á þeim rúmu 17 árum sem hann hefur búið hér hefur hann kynnst fjölda Íslendinga og auðvitað Víet- nömum líka. Sinh hefur náð býsna góðum tökum á málinu og hefur til- einkað sér það vel. Það kemur sér vel því hann á í stöðugum sam- skiptum við fólk á íslensku því hann rekur þvottavélaverkstæði þar sem yfirleitt er nóg að gera. Hann kaupir bilaðar vélar og gerir annaðhvort við þær eða nýtir það sem virkar í vél- unum til að gera aðrar enn betri. Hann hóf rekstur árið 2009. „Ég hef unnið sem rafvirki í mörg ár. Ég var í fullri vinnu þar sem ég kláraði nokkur stór verk sjálfur. Þegar kreppan varð 2008 missti ég vinnuna og fyrirtækið sagði öllum upp. Þá hafði ég ekkert að gera, sótti um vinnu á nokkrum stöðum en ekkert gekk og þá ákvað ég bara að finna mér eitthvað að gera sjálfur,“ segir hann. Sinh fór á milli húsa og kannaði hvort fólk vantaði rafvirkja í einhver störf. „Til dæmis til að laga tæki eða leggja rafmagn en það var eitthvað lítið að gera í því. Þá fór ég að velta fyrir mér af hverju fólk kæmi ekki til mín,“ útskýrir Sinh. Þetta var í lok árs 2008. „Það er auðvitað fátækt þegar það er kreppa og þá kemur þessi hugmynd upp. Ég fer að auglýsa að ég kaupi tæki og safna saman tækj- um til að gera upp hlutina. Ég prófa hvort þeir séu öruggir og hvort þeir virki. Það var áhugi fyrir þessu og ég tók ábyrgð á hlutunum því tækin þurfa að vera í lagi,“ segir Sinh en hverri þvottavél, uppþvottavél eða þurrkara fylgir ábyrgð þegar hann selur tækin. Hann gerir nefnilega við þau til þess að þau virki. Endurnýting rafmagnstækja Ábyrgðin sem Sinh talar um er oftast í einn mánuð en sé þess sér- staklega óskað getur hún verið allt að þrír mánuðir. „Það er ekkert mál og ég er til í að taka tækið til baka og laga það eða skipta. Ef það dugar ekki þá endurgreiði ég,“ segir hann. Aðspurður hvort ríkt sé í Íslend- ingum að vilja alltaf kaupa ný tæki þegar þau gömlu bila segir hann svo vera. „Með vissa hluti, já. Mér finnst það en samt held ég að flestir vilji fá þetta gamla og góða aftur og það sparar mikið,“ segir Sinh. Gefur gömlum þvottavélum tilgang Sinh Xuan Luu fluttist frá Víetnam til Íslands árið 1996. Aðalástæðan var að hann sóttist eftir frelsinu sem hér er að finna og það hefur hann fundið. Hann stundar sjálfstæðan rekstur og sá eftir hrun að það þýddi ekki að leggja árar í bát heldur virkja hugann og fá almennilega og atvinnuskapandi hugmynd. Úr varð þvottavélaverkstæði og þangað leggur fjöldi fólks leið sína á hverjum degi. Varahlutir Þvottavélar eru settar saman úr mörgum hlutum eins og sjá má. Teymið á bak við vörumerkin IAM ICELAND og Heilsufólkið saman- stendur af frumkvöðlum og leiðtog- um á sviði heilsu, næringar og vellíð- unar á líkama og sál. Markmið þeirra er að innleiða á íslenskan markað vörur sem einkennast af hreinleika og virkni sem skilar sér til neytenda í formi fegurðar, hreysti og vellíðunar, hvort sem um er að ræða að innan eða utan líkamans. Þau Anna María, Ragnheiður Guðfinna og Ólafur Sol- imann segja aukna vitund fólks um heilsu, hreysti og áhrif ýmissa efna á líkamann skapa eftirspurn eftir hreinni, tærri og heilsusamlegri vöru. IAM og Heilsufólkið leitast við að verða við þeirri kröfu með framboði á vörum sem koma víðsvegar að úr heiminum og leitast þau við að hafa slíkan innflutning eins milliliðalausan beint frá bónda/framleiðanda og hægt er. Vefsíðan www.heilsufolkid.is Arganolía Vörurnar innihalda meðal annars hina víðfrægu arganolíu. Fegurð, hreysti og vellíðan Aldrei er of oft minnt á nauðsyn þess að við mannfólkið elskum friðinn og séum góð hvert við annað. Nú þegar aðventan stendur sem hæst eru margir á barmi taugaáfalls vegna streitunnar sem það skapar að undir- búa jólin og þá er stutt í hreyting og leiðindi manna á millum. Áður en fúk- yrði eru látin sleppa út um munninn, hvort sem er við uppgefið afgreiðslu- fólk í verslunum eða við sína nán- ustu, er góð regla að telja fyrst í hug- anum upp að tíu eða hundrað og segja við sig: Jólin eru tími kærleika og friðar, ég ætla ekki að segja neitt ljótt. Brosa svo! Endilega … … elskið friðinn og verið góð Morgunblaðið/Eggert Kærleikur Allra meina bót í amstri. Tveir eru þeir kórar sem hafa getið sér gott orð fyrir líflegan flutning á tónlist og skemmtilegheit, en það eru Kvennakórinn Katla og Bartónar, sem ætla að halda saman jólastórtónleika á morgun, þriðjudag, kl. 20 í Gamla bíó í miðborg Reykjavíkur. Tónleik- arnir eru til styrktar Krafti, stuðn- ingsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstand- endur þeirra. Bartónar og Kötlur sameina söng- krafta sína og flytja jólalög úr ýmsum áttum, þjóðleg og óþjóðleg, hæg og hröð, há og lág, súr og sæt, mjúk og hörð. Óvæntir gestir mæta á svæðið, jólakötturinn lætur sig ekki vanta og það er aldrei að vita nema einhverjir jólasveinar láti líka sjá sig. Stjórnandi er hinn stórskemmti- legi og kunni bassasöngvari Jón Svavar Jósefsson. Miðasala fer fram á miði.is og miðaverð er aðeins 1.500 krónur. Vert er að taka fram að frítt er fyrir 12 ára og yngri á tónleikana. Hæg lög og hröð, há og lág, súr og sæt, mjúk og hörð Bartónar og Kötlur sameina söngkrafta sína á morgun Morgunblaðið/Kristinn Bassi Jón Svavar stjórnar Bartónum og Kötlum saman annað kvöld. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.