Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 2013 L Mikið úrval af fatnaði og gjafavöru Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Opnunartími: Virka daga 10-18, Laugardag 11-18 og Sunnudag 13-16 CRONUT Opnunartími Dalvegi: Mánudaga til föstudaga frá 6:00 til 18:00 laugardaga frá 6:00 til 17:00 sunnudaga frá 7:00 til 17:00 Frá Bandaríkjunum til Evrópu og nú hjá Reyni Bakara í Kópavoginum! CRONUT er snilldar blanda af Crossant og Donut. Nýbakaður og fylltur með vanillufyllingu Dalvegi 4 - 201 Kópavogur Hamraborg 14 - 200 Kópavogur Sími: 564 4700 Endalaus óánægja með kaup og kjör virðist vera landlægur and- legur faraldur á Íslandi. Mörgum útlendingnum þykir samt hvergi betra að vera. Þeir sjá ekki krepp- una umtöluðu og hafa það marg- falt betra en í heimalandi sínu hvað efnahagslega afkomu varðar. Svo hafa fjölmargir útlendingar sem búa á Íslandi tjáð mér. En ég hef einnig minn samanburð, enda búið erlendis öðru hverju hátt í tvo áratugi. Viðhorf Íslendinga er einfald- lega neikvætt hvað lýtur að lífs- afkomu. Hinn síhljómandi kvört- unartónn yfirgnæfir jafnvel heilbrigða skynsemi. Mér finnst Íslendingar van- þakklátir með allt, eftir að hafa kynnst mannlíf- inu í öðrum löndum. Það segir kannski sína sögu, þetta ergelsi þeirra. Þeir eru vanir því besta. Það hefur verið dekrað við þá og þeir lifað við lúx- usinn stöðugan og sjálfsagðan frá fæðingu. Viðhorfið er þetta: Ég á rétt á því, eða kannski miklu fremur: Ég á heimtingu á því. Svona hugsar venjulegt fólk ekki í útlöndum. Því er kennd til- hlýðileg auðmýkt og kurteisi, þakklæti og einhverslags sið- menntað lítillæti. Ég held að Ís- lendingar hafi tapað þessum mannkostum í góðæri undanfarna áratugi. Við Íslendingar þekkjum ekki annað en allsnægtir, bara misjafnlega miklar. Verum þakklát með það sem við eigum og fáum að njóta. Íslend- ingar eru lánsöm og gæfurík þjóð. Svo er landi og þjóðhöfðingjum að þakka; landsins gæðum og þeim er ráða yfir landi og þjóð. Íslendingar hafa það gott. En þeir þurfa stórfellda viðhorfs- breytingu til að sjá það. EINAR INGVI MAGNÚSSON, höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Íslendingar hafa það gott Frá Einari Ingva Magnússyni Einar Ingvi Magnússon Það hefur lengi tíðkast að tala um landsbyggðarfólkið og afæturnar á möl- inni. Skoðum þetta nánar. Þegar maður ákveður að setjast að á mölinni þá afsalar maður sér ákveðnum lífsgæðum, sem eru fólgin í opinni víðáttu sveitanna og sjáv- arþorpanna.Við þurfum að haga daglegu lífi okkar með tilliti til ná- granna á næstu hæð fjölbýlishúss eða á næstu lóð eða í næsta húsi sem er yfirleitt mjög nálægt eigin húsi. Taka þarf allar ákvarðanir með tilliti til og í sátt við ná- granna. Þetta er okkur sem lifum í þéttbýli höfuðborgarsvæðisins sjálfsagt og eðlilegt, en takmarkar ýmsar athafnir. Við greiðum hærri fasteignagjöld og erum með meiri bílakostnað til daglegra nota. Sá sem ákveður að taka sér búsetu utan þéttbýlisins hefur rýmra svæði, aukið frelsi til ýmissa at- hafna sem annars eru ekki heim- ilar í þéttbýli, lægra fasteignamat og fasteigaskatta. Bílanotkun er mun minni þar sem þjónustan er yfirleitt í göngufæri svo og önnur fríðindi sem ekki eru heimil í þétt- býli. Þessir tveir möguleikar hafa báðir sýna kosti og galla. Við get- um ekki fengið í fámennu sam- félagi alla kosti þéttbýlisins, á sama hátt getum við sem veljum þéttbýlið ekki fengið alla þá kosti sem fylgja dreifbýli. Á Íslandi er hlutunum snúið á haus, á höf- uðborgarsvæðinu býr meirihluti þjóðarinnar, en þessi sami fjöldi fær minni hluta af skattafé, t.d. því sem ætlað er til vegamála, þar er stærsti hluti bílaflota landsins, sem greiðir meiripartinn af gjöldum með beinum og óbeinum sköttum á ökutæki og með eldsneyti dags- daglega. Við verðum að gera okk- ur grein fyrir því að með ákvörðun um búsetu erum við að velja okkur þjónustustig sem óumflýjanlega er og verður alltaf mismunandi eftir búsetu og sættum okkur við það eins og það er. Við getum ekki tryggt sömu þjónustu alls staðar á landinu. Landsbyggð, það brengl- aða orðskrípi, nær yfir allt landið, dreifbýli og þéttbýli. Ísland er ein landsbyggð, ekki bara utan Reykjavíkursvæðisins, svo einfalt er það. Það skýtur skökku við þeg- ar rætt er um kosningar og vægi kjósenda. Tökum dæmi. Á Kjal- arnesi við syðri enda Hvalfjarðarganga, þar er vægi 1 maður – eitt atkvæði, norðan sömu ganga er vægið allt annað, þar er 1 maður með vægi á við 2,10 Kjalnesinga. Þetta litla dæmi sýnir svo einfaldlega að nauð- synlegt er að gera landið að einu kjör- dæmi, þar sem vægi atkvæða yrði jafnt. Þannig standa allir landsmenn jafnir í kosningum. Það liggur því fyrir að þessari skekkju þarf að breyta eins og svo mörgu í þessu þjóðfélagi. Alþingismenn eru ekki færir um að gera þessa leið- réttingu, þeirra eru hagsmunirnir að viðhalda þessu ójafnvægi. Að framansögðu er ljóst að dreif- býlisbúar og aðrir landsmenn verða að sættast á þau sjónarmið að við erum ein þjóð, að þetta er allt ein landsbyggð með mismun- andi þjónustustig og gæði með þeim kostum og göllum sem fylgja hvoru íbúaformi sem hvert okkar kýs hvar sem við erum á landinu. Það kann að virðast fjarstæðu- kennt að tala um að Ísland sé sjálfstæð þjóð á meðan þjóðin skuldar mun meira en hún getur nokkurn tímann greitt, þó svo að deila megi um hverjir séu söku- dólgar þess að svona er komið. Á meðan þetta varir, sem það mun gera um ókomna tíð, þá erum við ekki sjálfstæð. Lánardrottnar geta sett okkur í gjaldþrot og hirt búið. Það yrði ef til vill okkar lán að ein- hver þjóð myndi vera svo heimsk að taka þetta yfir. Þetta eru sorg- legar staðreyndir, ef til vill var það stærsta skekkjan, þegar við sögðum okkur undan Danaveldi. Við munum ávallt greiða mismun- andi skatta af eignum okkar eftir búsetu. Þéttbýlisbúar munu ávallt greiða hærri fasteigna- og neyslu- skatta í formi eldsneytisgjalds á meðan þeir sem búa utan þétt- býlisins bera lægri gjöld af sam- bærilegum eignum. Þetta verðum við að sætta okkur við. En landið allt á að vera eitt kjördæmi með jafnt vægi atkvæða, hvar svo sem við búum, einn maður – eitt at- kvæði. Búseta á Íslandi – jöfnun atkvæða Eftir Guðjón Jónsson Guðjón Jónsson » Það er brýnt að jafna atkvæðisrétt. Einn maður, eitt atkvæði, landið eitt kjördæmi. Þjónusta hlýtur alltaf að verða mismunandi eftir búsetu á landinu. Höfundur er fv. skipstjórnarmaður. Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga WWW.MBL.IS/MOGGINN/IPAD GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.