Morgunblaðið - 16.12.2013, Blaðsíða 40
Ítalsk-íslenskt Robert Tariello og Ástríður Ástráðsdóttir við matarborðið.
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Ilmur af reyktu kjöti, kaffi, heitu
súkkulaði og fjöldamörgu öðru góð-
gæti keppti um athygli lyktar-
skynsins í Hörpu í gær þegar Búrið
ljúfmetisverslun hélt sinn „góm-
gleðjandi“ jólamatarmarkað í
Hörpu. Meira en 50 matarframleið-
endur og bændur af landinu öllu
komu saman og kynntu það sem
þeir hafa fram að færa fyrir jólin.
Aldagamlar ítalskar hefðir
Á sama tíma voru tónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands, þannig
að innan um allan matinn mátti sjá
pínulítinn Maxímús Músíkús skjót-
ast milli Hörpugesta. Bjöllukór tón-
listarskóla Reykjanesbæjar lék á
bjöllur sínar, sem bætti enn á jóla-
stemninguna.
Meðal þeirra sem kynntu afurðir
sínar í Hörpu var Roberto Tariello.
Hann er frá Suður-Ítalíu og kom
hingað til lands árið 2007 með alda-
gamlar matargerðarhefðir frá fjöl-
skyldu sinni. „Við vinnum hágæða
íslenskt hráefni á ítalskan máta,“
segir Ástríður Ástráðsdóttir, en
þau standa saman að fyrirtækinu
Tariello ehf. „Framleiðslan fer
fram í Þykkvabæ. Mestallt kjötið
hangir og er þurrkað í rúmlega
þrjá mánuði.“ Kjötið selja þau víða
í Reykjavík, meðal annars í Frú
Laugu, Ostabúðinni, Búrinu og
Melabúðinni. „Svo er þetta líka not-
að á góðum veitingastöðum,“ segir
Ástríður.
Þórarinn Jónsson frá Hálsi í
Kjós á Matarbúrið ehf., sem einnig
vinnur kjöt. „Við seljum afurðirnar
beint frá bænum. Það sem við erum
með hér í dag er kjöt af grasfóðr-
uðum nautum og sultur og meðlæti
með kjötinu,“ segir Þórarinn.
Matgæðinga-
veisla í Hörpu
Allt iðaði af lífi á jólamatarmarkaði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólamatarmarkaður Harpa iðaði af lífi þegar matarmarkaður Búrsins var haldinn um helgina. Yfir 50 framleiðendur og bændur kynntu vörur sínar.
Fullt hús Harpa var troðfull af fólki sem sótti ýmist markað eða tónleika.
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 350. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Fór Simon Cowell landavillt?
2. Liverpool burstaði Tottenham
3. Ferguson vildi ekki tala við mig
4. Vélarvana við strendur Noregs
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Lista- og menningarráð Kópavogs
efnir nú í þrettánda sinn til árlegrar
ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóð-
stafur Jóns úr Vör. Skilafrestur renn-
ur út 21. desember. Öllum skáldum er
velkomið að senda ljóð í keppnina, en
þau mega ekki hafa birst áður. Veitt
verða vegleg verðlaun og verðlauna-
skáldið fær auk þess til varðveislu í
eitt ár göngustaf áletraðan með
nafni sínu. Handhafi ljóðstafsins nú
er Magnús Sigurðsson skáld fyrir ljóð
sitt Tungsljós.
Verðlaunin verða veitt á afmælis-
degi Jóns úr Vör 21. janúar á komandi
ári. Í dómnefnd eru Jón Yngvi Jó-
hannsson, Sindri Freysson og Gunn-
þórunn Guðmundsdóttir. Ljóðum á að
skila með dulnefni. Nafn, heimilis-
fang og símanúmer skáldsins skal
fylgja með í lokuðu umslagi sem auð-
kennt er með sama dulnefni. Utaná-
skrift er: Ljóðstafur Jóns úr Vör,
menningar- og þróunardeild Kópa-
vogs, Fannborg 2, 200 Kópavogi.
Morgunblaðið/Golli
Skáld keppa um
Ljóðstaf Jóns úr Vör
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hef-
ur kynnt jóladagatal í leik sínum EVE
Online með þriggja mínútna löngu
myndbandi um íslensku jólasveinana.
Leikarinn Ólafur Darri
Ólafsson ljær mynd-
bandinu rödd sína.
Í því eru áralangar
deilur íslensku
jólasveinanna
við bandarískan
starfsbróður
þeirra út-
kljáðar.
Deilur jólasveina út-
kljáðar í myndbandi
Á þriðjudag Suðvestanátt og él en skýjað með köflum nyrðra.
Austan hvassviðri seinnipartinn, en norðaustlægari nyrðra. Tals-
verð úrkoma seinnipartinn, einkum suðaustantil. Hlýnandi veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt, lítilsháttar slydda eða snjó-
koma með köflum austast og suðaustantil. Suðvestan 5-13 og él
síðdegis en léttir til fyrir austan. Frost yfirleitt 1 til 12 stig.
VEÐUR
KR rúllaði yfir Hauka í loka-
umferðinni fyrir jólafrí í
Dominos-deild karla í körfu-
knattleik í gærkvöld, 96:67.
KR-ingar fara því taplausir
í fríið því þeir hafa unnið
alla 11 leiki sína til þessa
og eru tveimur stigum á
undan Keflavík. Ragnar
Nathanaelsson átti stór-
leik í naumum sigri Þórs
Þorlákshöfn á ÍR, og KFÍ
vann Val í fallslag á Ísa-
firði. »2
KR-ingar halda
taplausir í jólafrí
Luis Suárez og félagar í Liverpool
fóru hamförum á White Hart Lane í
gær þar sem Tottenham mátti þola
sitt stærsta tap á heimavelli í 16 ár,
5:0. Suárez skoraði tvö mörk og
lagði upp þrjú til viðbótar. Hann
hefur skorað 17 mörk í vetur,
tveimur meira en
Tottenham-
liðið. »6
Magnaður Suárez með
fleiri mörk en Spurs
Danir gerðu sér lítið fyrir og skelltu
ríkjandi Evrópumeisturum Svart-
fjallalands á heimsmeistaramóti
kvenna í handknattleik í gær. Danir
sigruðu 22:21 í æsispennandi leik.
Pólverjar komust áfram með sigri á
Rúmenum og síðan tryggðu Þjóð-
verjar og Frakkar sér einnig sæti í 8-
liða úrslitum. Danir mæta þar Þjóð-
verjum. »7
Danir sáu um að slá Evr-
ópumeistarana úr leik
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á